Mótmæla skerðingu á flugi

Frá Vopnafirði.
Frá Vopnafirði. mbl.is/Golli

Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps leggur þunga áherslu á mikilvægi þess að flugþjónusta við Vopnafjörð og Þórshöfn verði ekki skert. Miklu máli skipti að jaðarbyggðir landsins búi við traustar og skilvirkar almenningssamgöngur og örugga sjúkraflutninga.

Kemur þetta fram í ályktun frá fundi sveitarstjórnar í tilefni af drögum að stefnu um almenningssamgöngur sem samgönguráðherra hefur kynnt.

Lagt er til að hætt verði að styrkja flug til Þórshafnar, Vopnafjarðar og Hafnar og í staðinn lögð áhersla á almenningssamgöngur á landi. Áformin koma fram í drögum að heildarstefnu í almenningssamgöngum sem eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnarráðs.

Bæjarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þessum áformum er harðlega mótmælt og talin hætta á að flugsamgöngur við Höfn leggist af, verði af þessum áformum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert