Fjölskyldusamvera í skólavetrarfríi

Margt er í boði í vetrarfríi grunnskólanna í Reykjavík.
Margt er í boði í vetrarfríi grunnskólanna í Reykjavík.

„Vetrarfríin eru hætt að koma foreldrum jafnmikið á óvart og þau gerðu fyrstu árin. Fyrir foreldra, skóla og atvinnulíf er þetta orðið eðlilegur hluti af skólahaldinu,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, en hún segir að mikil umræða hafi verið í samfélaginu á sínum tíma um að tekin yrðu upp vetrarfrí í skólum líkt og gert var hjá öðrum Norðurlandaþjóðum sem við berum okkur saman við.

Hrefna segir að af og til komi upp umræða um að skólafríin geti verið streituvaldandi. Umræðan hafi verið háværari fyrstu árin þegar fríin komu foreldrum í opna skjöldu en það hefðu þau ekki átt að gera ef foreldrar hefðu fylgst með skóladagatali barna sinna.

„Breytingar taka tíma og nú er vetrarfrí í skólum komið á kortið,“ segir Hrefna og bendir á að það sé ekki á allra færi að geta verið með börnunum í vetrarfríi. Sumir eigi ekki frídaga á vinnustað og komist ekki frá vinnu af einhverjum orsökum. Aðrir hafi ekki efni á að taka sér frí eða skipta um umhverfi í skólafríinu.

Að sögn Hrefnu eru vetrarfrí í skólum á misjöfnum tímum, skólayfirvöld í hverju sveitarfélagi ákveði tímasetningu þeirra. Í sumum skólum sé ekki vetrarfrí heldur hætti börnin fyrr á vorin og komist í sauðburð. Hrefnu finnst ekki ástæða til þess að vetrarfrí séu samræmd og miðstýrð frekar en margt annað í skólakerfinu.

„Sveitarfélög hafa brugðist við vetrarfríum. Reykjavíkurborg er sem dæmi með metnaðarfulla dagskrá fyrir foreldra og börn sem tök hafa á að njóta frísins saman en einnig úrræði fyrir börn þar sem foreldrar hafa ekki tök á að vera með þeim.“

Umræðan hjá Heimili og skóla snýr í dag að sögn Hrefnu að áhyggjum af netnotkun barna, en mörg börn þekki ekki annað en rafræna veröld. Foreldrar leiti jafnvægis í þeim málum sem og milli vinnu og þess að sinna börnunum. Mörgum foreldrum finnist þeir ekki ná að sinna börnum sínum nóg og blikur virðast vera á lofti varðandi vímuefnanotkun unglinga.

„Við verðum að halda vöku okkar og missa ekki niður þann góða árangur sem náðst hefur,“ segir Hrefna.

Reykjavíkurborg býður foreldrum og forráðamönnum upp á ókeypis frístund og menningu séu þau í fylgd barna. Auk þess verða skapandi smiðjur og samvera í öllum Borgarbókasöfnunum meðan á vetrarfríi grunnskólanna í Reykjavík stendur, 25. og 26. febrúar. Á sumum söfnum stendur dagskráin yfir frá 23. til 26. febrúar.

Fyrir fullorðna í fylgd með börnum er ókeypis á Kjarvalsstaði, Ásmundarsafn, Hafnarhús, Árbæjarsafn, landnámssýninguna í Aðalstræti, Ljósmyndasafnið og Sjóminjasafnið.

Í frístundamiðstöðvum er m.a. hægt að taka þátt í Ársel Escape, klifra í turni á útivistarsvæðinu við Gufunesbæ og elda pylsur úti. Fara í skíðafjör í Húsabrekku í Grafarvogi, fá sér kakó og kleinur og hlusta á góða tónlist. Í Laugalækjarskóla er boðið upp á fjölskyldubingó, frítt er í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn milli 13 og 15 þar sem hægt er að prófa skylmó og föndra úr náttúrunni. Skartgripagerð er í boði í Tjörninni og í Miðbergi í Breiðholti er Mission Impossible-leikur, Just Dance og stingermót.

Sögur af nautum og perl

Borgarbókasafnið býður upp á skapandi smiðjur og samveru í öllum söfnum, m.a. er hægt að fara í hreyfimyndamiðju í Árbæ og vísindasmiðju í Gerðubergi. Í Grófinni er boðið upp á bíó og perl. Í Kringlunni búningafjör, bingó og brandara, sögur af nautum í Sólheimum og spæjarasmiðju í Spönginni.

Upplýsingar um viðburði í vetrarfríi er að finna á reykjavík.is.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Segja birtingu álits siðanefndar fráleita

23:07 Fjórir þingmenn Miðflokksins segja það fráleitt að álit ráðgefandi siðanefndar um Klaustursmálið svokallaða hafi verið birt á vef Alþingis í kvöld, áður en frestur til að skila andmælum rynni út. Í tilkynningu frá Miðflokknum segir að slíkt gangi gegn stjórnsýslulögum. Meira »

Renndu sér 100 sinnum fyrir SÁÁ

22:15 „Það er mikilvægt að hafa þetta opið fyrir þá sem þurfa að nýta sér þessa þjónustu,“ segir Kolbrún Ósk Jóhannsdóttir formaður Skólafélagsins Hugins í Menntaskólanum á Akureyri. Meira »

Nanna nuddar hunda

21:55 „Nudd er dýrum oft nauðsyn. Rétt eins og við mannfólkið hafa þau vöðva og sinar sem þurfa hreyfingu og aðhlynningu eigi vel að vera. Raunar er vitundin um vellíðan dýranna stöðugt að aukast, sem er gleðiefni,“ segir Nanna Lovísa Zóphaníasdóttir hundanuddari. Meira »

Yfir 250 jarðskjálftar í Öxarfirði

21:29 Jarðskjálftahrina hefur staðið yfir í Öxarfirði síðan síðastliðinn laugardag, hrinan er staðsett um 6 km suðvestur af Kópaskeri. Stærstu skjálftarnir sem hafa verið staðsettir eru á milli 2,5 og 3,1 að stærð. Yfir 250 skjálftar hafa verið staðsettir á svæðinu. Meira »

Hjólin snúast á ný

21:15 „Þetta var mjög erfitt. Ég er ótrúlega heppin og þakklát fyrir starfsfólkið. Þau stóðu sig svo vel öll sem eitt,“ segir Lísa Lotta Björnsdóttir leikskólastjóri í Lyngholti á Reyðarfirði. Í gær sneru átta starfsmenn og 14 börn aftur í skólann eftir þriggja vikna einangrun vegna mislingasmits. Meira »

Tóm vitleysa eða ósköp eðlilegt?

21:03 Formaður SAF og framkvæmdastjóri Eflingar eru ekki sammála um hvort það sé viðeigandi að hengja upp veggspjöld á hótelum þar sem ferðafólk er hvatt til að ferðast ekki með hópferðabílum í verkföllum á fimmtudag og föstudag. Meira »

Ekki einkasamtal á Klaustri

20:15 Það er mat meirihluta ráðgefandi siðanefndar, sem forsætisnefnd leitaði til vegna Klaustursmálsins svokallaða, að samtalið, sem átti sér stað á barnum Klaustri 20. nóvember milli sex þingmanna og var tekið upp, geti ekki talist einkasamtal. Meira »

Áskorun að ná til ferðamanna

20:05 „Þetta er einstakt á heimsvísu. Hvergi annars staðar í heiminum er vöktun náttúruvár jafn samþætt og hér á landi,“ segir Ingvar Kristinsson framkvæmdastjóri Eftirlits- og spásviðs Veðurstofu Íslands. Meira »

Öryggi farþega háð fiskiflotanum

18:50 „Það er bara ekki raunverulegur valkostur að segja að við munum ráða við svona stórt verkefni. Menn munu þurfa að miða sín viðbrögð við þá getu sem er til staðar,“ segir Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Meira »

Píratar hafna tilskipun um höfundarrétt

18:04 „Þingflokkur Pírata mun beita sér gegn því að nýsamþykkt höfundarréttartilskipun Evrópusambandsins verði tekin upp í EES- samninginn óbreytt,“ að því er segir í fréttatilkynningu frá flokknum. Umdeild tilskipun um höfundarrétt var samþykkt á Evrópuþingi í dag. Meira »

Efla samstarf í varnar- og öryggismálum

17:36 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, undirrituðu á fundi sínum í Lundúnum í dag samkomulag milli Íslands og Bretlands um að efla tvíhliða samstarf ríkjanna í varnar- og öryggismálum. Meira »

Markmiðið hafið yfir vafa

17:25 Eftirliti með fjárhag flugrekenda í því skyni að tryggja flugöryggi er alltaf hagað í samræmi við aðstæður hverju sinni.  Meira »

Óskar Hrafn samskiptastjóri VÍS

17:02 Óskar Hrafn Þor­valds­son hef­ur verið ráðinn sam­skipta­stjóri VÍS. Óskar tek­ur við af Andra Ólafs­syni sem hverf­ur til starfa á öðrum vett­vangi. Meira »

Glerbrot fannst í salsasósu

16:41 Aðföng hafa tekið úr sölu og innkallað Tostitos Chunky Salsa, medium, í 439,4 gramma glerkrukkum. Ástæða innköllunarinnar er sú að glerbrot fannst í einni krukku. Meira »

„Erum að vinna þetta mjög hratt“

16:29 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segir að mikil vinna sé fram undan hjá félaginu en miklu máli skipti að hlutirnir gerist hratt næstu daga. „Við erum að vinna með öllum aðilum, kröfuhöfum og stjórnvöldum í að tryggja langtímafjármögnun félagsins. Þeirri vinnu miðar vel áfram,“ sagði Skúli í samtali við RÚV fyrr í dag. Meira »

Verði merkt með sýklalyfjanotkun

16:16 Þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram frumvarp til breytingu á lögum um matvæli þess efnis að matvæli sem boðin eru til sölu verði merkt með upprunalandi og meðalnotkun sýklalyfja við framleiðslu matvæla í viðkomandi landi. Meira »

Upplýsingalög nái til dómstóla

15:58 Ríkisstjórnin afgreiddi í dag tvö frumvörp, annað um að upplýsingalög nái til allra þátta ríkisvalds, hitt um starfshætti í vísindum. Annars vegar er um að ræða löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis og hins vegar frumvarp sem fjallar um vandaða starfshætti í vísindum. Meira »

Sakfelldur fyrir meiri háttar skattabrot

15:56 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi karlmann í síðustu viku í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Auk þess var maðurinn dæmdur til að greiða 49 milljónir króna í sekt. Meira »

Ekki í neinu jarðsambandi

15:45 Formaður FHG – fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir stéttarfélögin sem hafa átt í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins ekki vera í neinu jarðsambandi. Meira »
Sænsk sumar- og ferðaþjónustuhús
Vinsælu sænsku sumar- og ferðaþjónustuhúsin Leksand 32 m2 auk 8 m2 verandar eru ...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
dönsk antik innskotsborð sími 869-2798
dönsk antik innskotsborðinnlögð með rósamunstri í toppástandi á 35,000 kr sími...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...