Eldri kettir ekki endilega á skrá

Halldóra Björk Ragnarsdóttir.
Halldóra Björk Ragnarsdóttir. Eggert Jóhannesson

Flestir kattaeigendur gera ráð fyrir að týnist köttur þeirra, komist hann fljótt heim til sín ef svo fer að góðviljaður einstaklingur fari með ráðvilltan köttinn í Kattholt eða á dýraspítala – til að lesa á örmerkinguna. Örmerkingin gefi upplýsingar um eigendur sem auðvelt er þá að hafa samband við.

Slíkt er þó ekki sjálfgefið og hafa komið upp tilfelli þar sem upplýsingar bak við örmerkinguna eru einfaldlega ekki á skrá í miðlægum gagnagrunni eða rangt skráðar.

Forsíða Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins.
Forsíða Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins.

„Það kemur fyrir að týndir kettir sem koma til Kattholts séu örmerktir en ekki skráðir inn á Dýraauðkenni. Hefur það þá komið fyrir að skráning hafi misfarist, sem sagt rangar upplýsingar á bak við númerið eða upplýsingum frá þeim dýralækni sem örmerkti ekki komið áfram í grunninn,“ segir Halldóra Björk Ragnarsdóttir, formaður Kattavinafélags Íslands.

„Í þessum tilfellum, þegar upplýsingar bak við örmerkið eru engar eða rangar, hefst mikil leit, oft með mörgum símtölum, því þá er kötturinn aðeins skráður hjá viðkomandi dýralækningastofu eða -spítala fyrir utan dæmin þegar upplýsingar um köttinn eru óvart rangt færðar inn.“

Nánar er fjallað um málið í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »