Hélt að hún myndi deyja á miðjum aldri

Líney Guðmundsdóttir ólst upp í Fljótunum og bjó þar þangað …
Líney Guðmundsdóttir ólst upp í Fljótunum og bjó þar þangað til fjölskyldan flutti suður til Reykjavíkur. mbl.is/RAX

„Ég átti alls ekki von á því að verða hundrað ára. Ég átti frekar von á því að ég myndi látast á miðjum aldri því ég var alltaf með magasár og vesen á þeim árum. En ég náði mér þokkalega af því af aldrinum að dæma. Það er alveg ótrúlegt.“

Þetta segir Líney Guðmundsdóttir, sem fagnar 100 ára afmæli í dag. Hún hefur góða sjón og les Morgunblaðið daglega og hefur mjög gaman af að leysa krossgátuna. Það er heilaleikfimin hennar.

Í samtali í Morgunblaðinu í dag segist Líney fyrst muna eftir sér átta ára gamalli, árið sem pabbi hennar dó 33 ára gamall árið 1927. Hún fór þá í fóstur að Reykjarhóli í Fljótum og ílengdist þar. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert