Lífi og heilbrigði starfsmanna talin hætta búin

Eftirlitsmenn Vinnueftirlitsins heimsækja vinnustaði.
Eftirlitsmenn Vinnueftirlitsins heimsækja vinnustaði. mbl.is/​Hari

Vinnueftirlitið hefur bannað alla vinnu á vegum U2-bygg ehf. á byggingarvinnustað að Hraungötu 2-6 í Garðabæ þar sem eftirlitsheimsókn leiddi í ljós að lífi og heilbrigði starfsmanna var talin hætta búin vegna aðbúnaðar á vinnustaðnum.

Þá lagði Vinnueftirlitið einnig bann fyrr í þessum mánuði við vinnu við roðflettivél og hausara hjá West-seafood ehf. á Flateyri eftir eftirlitsheimsókn á staðinn. Í ljós kom að öryggisrofi fyrir grind yfir færiband framan á roðflettivél virkaði ekki og var lífi og heilbrigði starfsmanna talin veruleg hætta búin. Fram kemur í frétt Vinnueftirlitsins í gær að fyrirtækið hefur gert úrbætur á vélinni og vinna verið leyfð að nýju.

Ekki má hefja vinnu á ný á byggingarstað U2-bygg í Garðabæ, þar sem fram fer uppsteypa og frágangur raðhúss á þremur hæðum, fyrr en búið er að gera úrbætur í samræmi við eftirlitsskýrslu. Í skýrslu Vinnueftirlitsins um aðbúnað og aðstæður á verkstað við Hraungötu eru gerðar margvíslegar athugasemdir. Fram kom við eftirlitið að veigamikil öryggisatriði starfsmanna voru í ólagi og öryggisstjórnunarkerfi á verkstað alls ófullnægjandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert