Tveggja ára dómur fyrir nauðgun

Maðurinn hlaut tveggja ára dóm.
Maðurinn hlaut tveggja ára dóm. mbl.is

Karlmaður var á fimmtudaginn dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir nauðgun. Hafði maðurinn farið heim með konu sem hafði fyrr um daginn fagnað útskrift sinni, en þau voru bæði í sama vinahópi og var maðurinn besti vinur fyrrverandi kærasta konunnar.

Í dóminum kemur fram að konan hafi drukkið talsvert umrætt kvöld og á sjötta tímanum um morguninn var hún á leið heim úr bænum með skutlara með vinkonu sinni og manninum. Kemur fram í dóminum að konan hafi á þessum tíma dáið áfengisdauða og verið mjög ölvuð. Voru myndir því til staðfestingar sem vinkonan hafði tekið í bílnum.

Vinkonan fór fyrst heim, en maðurinn fór með konunni heim til hennar og hjálpaði henni inn í íbúðina. Sagðist konan hafa boðið honum að gista á heimilinu því hún vildi vera góð við hann þannig að hann þyrfti ekki að fara aftur niður og taka bíl áfram heim til sín.

Gistu þau bæði í svefnherbergi hennar, en konan segir að hún hafi þar aftur dáið áfengisdauða. Hún hafi svo vaknað við að hann var að hafa samfarir við hana. Maðurinn sagði hins vegar að samfarirnar væru með hennar vilja og að hún hafi farið að nudda læri hans og rass sem hafi leitt til samfaranna. Þegar konan áttaði sig á hvað var í gangi ýtti hún manninum frá sér og skipaði honum að fara sem og hann gerði.

Eftir þetta fór konan út og hringdi í fyrrverandi kærasta sinn sem kom stuttu síðar. Á sama tíma hafði konan hitt á vinkonur sínar sem voru á leið til vinnu. Sögðu þau öll að konan hafi á þessum tíma áfram verið greinilega ölvuð.

Maðurinn sendi konunni skilaboð þennan sama morgun og baðst afsökunar og sagðist líða hræðilega og vera miður sín vegna vinar síns sem var fyrrverandi kærasti konunnar. Fyrir dómi sagði hann að með afsökuninni væri hann leiður vegna vinar síns sem hefði verið kærasti konunnar áður. Sagði hann jafnframt að hann teldi hugsanlegt að konan ásakaði hann um kynferðisbrot þar sem hún hefði ekki viljað líta illa út í augum fyrrverandi kærasta síns.

Í niðurstöðu dómsins kemur fram að framburður konunnar hafi verið skýr og í fullu samræmi við framburð vitna. Þykir hann því trúverðugur og benti hegðun hennar í kjölfar brotsins sterklega til þess að hún hafi ekki verið samþykk því sem gerðist. Dómurinn telur hins vegar skýringar mannsins ekki trúverðugar. „Skýringar ákærða í þá veru að brotaþoli hafi hugsanlega séð eftir því að hafa verið með honum vegna fyrrverandi kærasta síns þykja fráleitar í ljósi þess sem á eftir kom.“

Þá segir jafnframt að manninum hafi ekki getað dulist ölvunarástand konunnar og að hún hafi ekki, sökum ölvunar og þreytu, getað spornað við samræðinu. Er því sannað að hann hafi haft samræði við konuna án hennar samþykkis þar sem hún lá sofandi í rúmi sínu og notfærði hann sér ástand hennar.

Auk þess að hljóta tveggja ára dóm var maðurinn dæmdur til að greiða konunni 1,5 milljónir í bætur auk þess að greiða málsvarnarlaun og sakarkostnað.

mbl.is

Innlent »

Kepptu á krúttlegasta hjólamóti ársins

18:17 Heljarinnar hjólamót fór fram við Perluna í Öskjuhlíð í morgun þegar hjólreiðafélagið Tindur og Krónan héldu eitt stærsta, og líklega krúttlegasta, barnahjólamót ársins. Meira »

Andri Hrannar vann 40 milljónir

17:06 Andri Hrannar Einarsson, þáttastjórnandi í þættinum Undralandið á FM Trölla, varð einn heppnasti Siglfirðingur sögunnar í síðasta mánuði þegar hann var með allar tölur réttar og vann fjörutíu milljónir í lottóinu. Meira »

Þúsundir krefjast brottrekstrar Íslands

16:46 Fleiri þúsundir manna eru í óðaönn við að skrifa undir áskorun þess efnis að Íslandi verði meinuð þátttaka í Eurovision að ári. Hópurinn stækkar og stækkar. Meira »

„Þetta hefur verið mikil rússíbanareið“

16:17 Togarinn Sóley Sigurjóns er kominn í höfn í Akureyri. Togarinn Múlaberg dró skipið um 90 sjómílur. Sóttist sá dráttur seinlega, enda troll Sóleyjar í eftirdragi lungann úr ferðinni. Meira »

Borgarbúar spöruðu klósettferðirnar

16:14 Vatnsnotkun Reykvíkinga minnkaði til muna þegar Eurovision-söngvakeppnin var sýnd í sjónvarpinu í gærkvöldi miðað við laugardagskvöldið vikuna á undan. Eins og við mátti búast virðast flestir Íslendingar hafa setið límdir yfir skjáunum þegar Hatari flutti atriði sitt. Meira »

Þekkingarleysi eða vísvitandi blekking

15:25 Fyrir liggur að embættismenn og ráðherrar hafa annað hvort ekkert vitað hvað þeir voru að gera þegar draga átti til baka umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið með bréfi íslenskra stjórnvalda til sambandsins árið 2015 eða þeir hafa vísvitandi blekkt íslensku þjóðina. Meira »

Miðflokksmenn einir á mælendaskrá

14:43 Umræður um þriðja orkupakkann halda áfram á þingfundi á morgun, mánudag. Sé mælendaskrá fyrir dagskrárliðinn skoðuð vekur athygli að þingmenn Miðflokksins eru þeir einu sem hyggjast taka til máls, en þeir héldu uppi málþófi um orkupakkann aðfaranótt fimmtudags. Meira »

Sýslumenn senda út neyðaráskorun

14:10 Viðvarandi hallarekstur er á sýslumannsembættum. Vegna þessa hafa embættin séð sig knúin til aðgerða á kostnað veittrar þjónustu, eins og beinna uppsagna og styttingu afgreiðslutíma. Meira »

Strætó um Sæbraut í stað Hverfisgötu

13:41 Framkvæmdir við Hverfisgötu hefjast á morgun, mánudag, og mun Strætó aka um Sæbraut á meðan framkvæmdir standa yfir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Um er að ræða leiðir 1, 6, 11, 12, 13 og 14. Meira »

Ætlum ekki að spila Wham-lög!

13:17 Simon Le Bon, söngvari Duran Duran er fullur tilhlökkunar yfir fyrirhuguðum tónleikum sveitarinnar hér á landi í júní. Hann lofar stuði fram á nótt, hyggst ekki spila lög með Wham á tónleikunum og ætlar að halda áfram að skemmta þangað til hann dettur niður. Meira »

Til greina komi að kæra brot Ásmundar

12:47 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir það koma til greina að kæra möguleg brot Ásmundar Friðrikssonar á hegningarlögum til lögreglu. Hún er þó ekki viss um að það sé hennar að gera það, vegna þess að hún sé löggjafinn. Meira »

Áreitti konu á leið til vinnu

11:56 Kona óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna ókunnugs manns sem var að elta hana og áreita á leið hennar til vinnu í miðborginni á áttunda tímanum í morgun. Lögregla handtók manninn og vistaði í fangageymslu. Meira »

„Þokkalega róleg“ vegna uppátækisins

11:31 Enn hafa ráðamenn RÚV ekki fengið upplýsingar um hvaða afleiðingar uppátæki Hatara í sjónvarpsútsendingu Eurovision-söngvakeppninnar, þegar hópurinn veifaði palestínskum borðum, muni hafa. Þetta segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri í samtali við mbl.is. Meira »

Ekkert svigrúm fyrir hræðslu

10:03 Minni Gunnarsson Kalsæg átti annað og gjörólíkt líf áður en hún flutti til Íslands árið 1951. Hún starfaði fyrir norsku andspyrnuhreyfinguna í hættulegri nálægð við Þjóðverja sem höfðu meðal annars lagt undir sig heimili hennar. Minni er 97 ára í dag og verður 98 á árinu. Meira »

Höturum verður mögulega refsað

09:40 Skipuleggjendur Eurovision-söngvakeppninnar munu mögulega refsa Hatara eftir að liðsmenn hópsins veifuðu palestínskum borðum í sjónvarpsútsendingu keppninnar í gærkvöldi. Meira »

Lá ölvaður á Mosfellsheiði

07:26 Upp úr klukkan hálfeitt í nótt var tilkynnt um ölvaðan mann sem lá í götunni á Mosfellsheiði. Var hann vistaður í fangageymslu þar til ástand hans skánar. Meira »

Þungbúið veður og kólnar næstu daga

07:07 Skýjað er á landinu og víða dálítil rigning eða súld og útlit er fyrir norðaustan 8 til 13 m/s, en breytilega átt 3 til 8 m/s sunnanlands. Meira »

Kona sem treysti sér ekki niður fjallið

Í gær, 21:19 Sjötug íslensk kona datt illa á skíðum ofarlega í Skarðsdal í hádeginu í dag. Hún treysti sér ekki til þess að koma sér niður og því var kallað á hjálp. Meira »

Fjórfaldur pottur í næstu viku

Í gær, 19:45 Enginn var með allar tölur réttar í Lottóinu í kvöld og því verður potturinn fjórfaldur í næstu viku.  Meira »
Viltu vita hvað er framundan ?
Segi þer það sem þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Bollar og tar...
INNSKOTSBORÐ FLÍSAR MEÐ BLÓMAMUNSTRI
ANTIK INNSKOTSBORÐ BLÓMUMSKRÝDD Á 15,000 KR SÍMI 869-2798...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
fjóir eldhús- stálstólar
fjórir stáleldhússtólar nýlegir á 25,0000 allir sími 869-2798...