Þurfum að einblína á lausnirnar

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir margt hægt að ...
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir margt hægt að læra af loftslagsbreytingum á norðurskautssvæðum, en þau séu líka viðvörunarbjalla. mbl.is/Hari

„Með okkar formennskuáætlun þá lagði ég áherslu að leita lausna,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra sem þessa dagana er staddur á umhverfisþingi Sameinuðu þjóðanna í Naíróbí í Kenýa. Guðmundur Ingi tók í dag þátt í pallborðsumræðum um áhrif loftslagsbreytinga á norðurskautssvæðin, en Ísland tekur á þessu ári við formennsku í norðurskautsráðinu af Finnum.

Guðmundur Ingi segist í tölu sinni hafa lagt áherslu á aðgerðir gegn plastmengun í hafi og áhrif loftslagsbreytinga á samfélög á norðurslóðum.

„Það er ekki búið að gefa út formennskuáætlunina, en við erum með fjögur meginstef,“ segir hann. „Hafsvæði á norðurslóðum, loftslagsmál og grænar lausnir, fólk og samfélög á norðurheimskautssvæðum og sterkara norðurskautsráð.“ Aðaláherslan varðandi hafsvæðin snúi þannig til að mynda að plastmengun í hafi og aðgerðum gegn henni. Eins sé verið að horfa á áhrif loftslagsbreytinga á smærri samfélög og aðlögunaraðgerðir sem þau þurfi að undirgangast.

Gestir á umhverfisþingi Sameinuðu þjóðanna í Naíróbí í Kenýa.
Gestir á umhverfisþingi Sameinuðu þjóðanna í Naíróbí í Kenýa. AFP

Finna áhrif loftslagsbreytinga á eigin skinni

Guðmundur Ingi segir þau sem sóttu pallborðsumræðurnar hafa verið vel með á nótunum og meðal gesta hafi til að mynda verið fólk, sem þegar er farið að finna áhrif loftslagsbreytinga á eigin skinni. Sjálfur sótti hann fund norðurskautsráðsins í Finnlandi síðasta haust og kveðst þá hafa heyrt sjokkerandi sögur af íbúum í afskekktum héruðum Finnlands um það hvernig umhverfi þeirra sé að breytast. 

„Þannig að það eru stórar ákvarðanir fram undan í aðlögun þessara samfélaga að loftslagsbreytingum, en það er líka mikilvægt að þær aðgerðir sem við grípum til nýtist líka við að draga úr losun,“ segir hann og nefnir sem dæmi endurheimt votlendis, vistkerfis og skóga. 

Íshellan á Grænlandi heldur áfram að minnka. Hlýnun á norðurskautinu ...
Íshellan á Grænlandi heldur áfram að minnka. Hlýnun á norðurskautinu er meiri en víðast annars staðar. AFP

Hitnar hraðar við pólana

Á pallborðsumræðunum var kynnt myndræn samantekt sem unnin var í samvinnu UNEP, Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (United Nations Environmental Program), og GRID Arendal um umhverfismál á norðurskautsslóðum. „Þar var horft til þriggja þátta — loftslagsmála, mengunar og náttúrunnar sem eru þessi þrjú atriði sem Finnarnir  hafa lagt áherslu á í formennskutíð sinni,“ segir Guðmundur Ingi og kveður samantektina hafa verið setta fram á aðgengilegan hátt.

„Þetta færir flókið viðfangsefni nær manni,“ útskýrir hann og nefnir sem dæmi kort sem sýni hve mikið ís í Norðuríshafinu hefur verið  að dragast saman og hversu mikið og hratt sé talið að hann haldi áfram að minnka. Sams konar kort var sýnt yfir hitatölur. „Það er staðreynd að það hitnar hraðar við pólana en miðbaug. Þess vegna erum við líka þegar farin að sjá áhrif þessara breytinga í þessum mæli á norðurskautssvæðunum.“

Þetta eru líka svæði sem þurfa á næstu árum að takast á við heilmikla aðlögun vegna þeirra breytinga sem loftslagsáhrifin hafa í för með sér. Því fer þó fjarri að áhrif þess sem þar gerist séu einangruð við þau svæði. „Það er stundum sagt að það sem gerist á norðurskautsslóðum heldur sig ekki bara þar,“ segir Guðmundur Ingi og nefnir sem dæmi að þegar hlýnar á þessum svæðum þá aukist flæði ferskvatns út í hafið og það hafi áhrif víðar. „Sífrerinn þiðnar svo líka með þeim afleiðingum að gróðurhúsaloftegundir geta losnað og það hefur svo áhrif á allan heiminn.“  

Norðurskautssvæðin taka líka við þeim efnum sem verið er að setja út í andrúmsloft, jörð og vatn og safnast svo fyrir í vistkerfinu. „Það er margt sem hægt er að læra af þessum svæðum, en þau eru líka viðvörunarbjalla,“ segir hann og bætir við: „Því á sama tíma og við erum kannski ekki að fá neitt voðalega góðar fréttir af þessu, þá þurfum við virkilega að einblína á lausnirnar.“  

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is

Innlent »

Markaðurinn er yfirfullur af plasti

19:45 Heimsmarkaðurinn er yfirfullur af plasti og um þessar mundir er lítil eftirspurn eftir plasti til endurvinnslu. Því er stærstur hluti plasts sem safnað er hér á landi sendur erlendis til orkuendurvinnslu, en Sorpa er eina íslenska fyrirtækið sem tekur við plasti öðru en umbúðaplasti til endurvinnslu. Meira »

Þrír unnu 92 milljónir króna

19:25 Fyrsti vinningur í Eurojackpot-lottóinu, upp á tæpa 7 milljarða króna, gekk ekki út í kvöld en þrír heppnir lottóspilarar eru hins vegar rúmum 92 milljónum króna ríkari eftir að hafa unnið annan vinninginn. Meira »

Fer eigin leiðir í veikindunum

18:41 „Ég fann ekki neitt. Ég var í ofsalega fínum gír,“ sagði Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsmaður og atvinnumaður í knattspyrnu, í viðtali á sjónvarpsstöðunni Hringbraut þar sem hann ræðir veikindi sín en hann greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli. Meira »

„Loftslagsváin er þögul ógn“

16:23 Níunda loftslagsverkfallið var haldið á Austurvelli í dag. Hingað til hafa verkföllin verið mjög kraftmikil en í dag var ákveðið að verkfallið yrði þögult og sitjandi vegna föstudagsins langa. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta, segir að það hafi verið viðeigandi. Meira »

Brýrnar helsti veikleikinn

15:01 Brýrnar eru helsti veikleiki vegakerfisins á Suðurlandi, það blasir við. Þetta segir Ólafur Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur. Ólafur mun sjá um úttekt á umferðaröryggi á Suðurlandi. Meira »

Forsetinn á meðal píslarvotta

13:19 Píslarganga umhverfis Mývatn er haldin í 25. skipti í dag, föstudaginn langa. Gangan er með nokkuð óhefðbundnu sniði en píslarvottarnir fara yfir með mismunandi hætti, ýmist á tveimur jafnfljótum, á hjólum eða á hjólaskíðum. Meira »

Þyrlan sótti slasaðan mótorhjólamann

12:56 Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slasaðan mann á Landspítala í nótt, en maðurinn hafði slasast á fæti á ferð sinni um Víðidalstunguheiði á mótorhjóli, eða svokölluðum krossara. Meira »

Ný lyfta skref í átt að bættum eldvörnum

12:18 Ný lyfta er í uppsiglingu í Hallgrímskirkjuturni. Henni verður komið fyrir í sömu lyftugöngum og hin gamla var í en sú var orðin 50 ára gömul. Framkvæmdunum fylgja bættar brunavarnir á alla kanta, að sögn framkvæmdastjóra kirkjunnar. Meðan á þeim stendur verður kirkjuturninn lokaður gestum. Meira »

Skíðafærið á föstudaginn langa

10:07 Það viðrar ágætlega til skíðaiðkunar í dag, föstudaginn langa, fyrir norðan, austan og vestan. Höfuðborgarbúar verða hins vegar að sætta sig við að búið er að að loka Bláfjöll­um og Skála­felli end­an­lega þenn­an vet­ur­inn. Meira »

Allt að 16 stiga hiti á Norðausturlandi

08:35 Föstudagurinn langi verður vætusamur á Suður- og Vesturlandi en útlitið er heldur betra á Norðaustur- og Austurlandi þar sem verður léttskýjað og allt að 16 stiga hiti. Meira »

Fjórum bjargað úr eldsvoða

08:14 Lögreglumenn á Ísafirði björguðu fjórum út úr húsi um klukkan þrjú í nótt eftir að eldur kom upp á sólpalli hússins. Lögreglumennirnir voru í eftirlitsferð þegar þeir sáu reyk stíga upp af húsinu, sem er viðarhús. Meira »

Átta manns í andlegu ójafnvægi

07:13 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti í nótt og gærkvöldi átta útköllum vegna fólks í andlegu ójafnvægi, víðs vegar í borginni og nágrenni hennar. Í dagbók lögreglu kemur fram að í öllum tilfellum fóru lögreglumenn á vettvang og reyndu eftir fremstu getu að aðstoða einstaklingana. Meira »

„Bullandi menning í hverjum firði“

í gær „Það er frábær stemning í bænum og spennan er í hámarki. Ég er búinn að vera hérna síðustu tvær vikurnar og það er búið að vera stemning í bænum allan þennan tíma,“ segir rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður, Kristján Freyr Halldórsson, í samtali við mbl.is. Meira »

Íris í auglýsingu Bernie Sanders

í gær Ferðalag um Gvatemala leiddi til þess að Íris Gunnarsdóttir kemur fyrir í auglýsingu Bernie Sanders, frambjóðanda í forvali Demókrataflokksins. „Þetta er bara svolítið súrrealískt,“ segir hún um hvernig það er að bregða fyrir í auglýsingunni sem snýr að upplifun kvenna af opinberu heilbrigðiskerfi. Meira »

Búllan skýtur rótum í Noregi

í gær Hamborgarabúllan við Torggötu er steinsnar frá Dómkirkjunni í Ósló. Innan um plaköt af poppgoðum má þar finna ýmislegt sem minnir á Ísland. „Grundvallaratriði er að gera borgarana eins og Tommi hefur kennt okkur. Við höfum sett sálina aftur í reksturinn,“ segir veitingamaðurinn Christopher Todd. Meira »

Gylfi ekki ákærður fyrir hatursorðræðu

í gær Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur fellt niður mál á hendur tónlistarmanninum Gylfa Ægissyni. Samtökin 78 kærðu Gylfa og nokkra aðra fyrir hatursorðræðu árið 2015. Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV sem segir fram koma í bréfi lögreglustjóra að málið þyki ekki líklegt til sakfellingar. Meira »

Uppselt varð á Tvíhöfða á 65 mínútum

í gær Á 65 mínútum varð uppselt á sýningu Tvíhöfða sem fer fram í kvöld í Ísafjarðarbíói, segir Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður, í samtali við mbl.is. „Það verður bara ein sýning, því miður, því síminn stoppar ekki,“ segir hann. Meira »

Þekkingarleysi á skyldum lögreglu

í gær Staðir þar sem fíklar geta nálgast hreinar sprautunálar og aðra þjónustu eru ekki undir sérstöku eftirliti lögreglu, en eru þó „enginn griðastaður“ hvað eftirlit laga og reglna varðar. Nýtt frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými, sem er til umsagnar hjá Alþingi fékk harða umsögn lögreglu. Meira »

Blaðamenn búa víða við ótta

í gær Ísland er í fjórtánda sæti á lista yfir fjölmiðlafrelsi í ríkjum heim, samkvæmt nýjum matskvarða Blaðamanna án landamæra, The World Press Freedom Index. Ísland fer niður um eitt sæti á milli ára. Meira »
Klettar - Heilsárshús - 80fm + 49fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...