Spurningar til Sigríðar falla niður

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, greindi frá því við upphaf þingfundar á Alþingi í dag að samkvæmt þingsköpum féllu skriflegar fyrirspurnir til ráðherra niður þegar ráðherra færi úr embætti.

Vísaði hann þar til afsagnar Sigríðar Andersen úr stóli dómsmálaráðherra.

Fyrir vikið þyrftu þingmenn sem vísað hefðu fyrirspurnum til Sigríðar sem ekki hefði verið svarað að leggja þær fram aftur ef vilji væri fyrir því.

Sigríður Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Sigríður Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert