Skildi eftir lykla og fjarstýringu

Kona sem var á göngu með hundinn sinn í nótt í Grafarvoginum sá til manns sem hljóp í burtu er hann varð hennar var og ók síðan á brott en skildi efir lykla og fjarstýringu. Konan hafði samband við lögreglu og voru fótspor mannsins rakin og virðist hann hafa verið að skoða í bifreiðar í hverfinu. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Sex ökumenn voru stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum vímuefna auk fleiri brota frá því síðdegis í gær þangað til í nótt.

Klukkan 17:43 stöðvaði lögreglan bifreið í hverfi 108. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, að aka ítrekað sviptur ökuréttindum og sölu/dreifingu fíkniefna og lyfja. Ökumaðurinn vistaður í fangageymslu lögreglu meðan málið var unnið.

Klukkan 19:24 var bifreið stöðvuð í hverfi 105. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, akstur án réttinda, þ.e. hefur aldrei öðlast ökuréttindi, og vörslu fíkniefna. Bifreiðin reyndist vera ótryggð og skráningarnúmer því klippt af.

Klukkan 22:28 stöðvaði lögreglan bifreið í hverfi 108. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. 

Klukkan 00:19 stöðvaði lögreglan bifreið í hverfi 111. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna. 

Klukkan 00:25 stöðvaði lögreglan bifreið í hverfi 107. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, akstur án réttinda og vörslu fíkniefna.

Klukkan 00:50 stöðvaði lögreglan bifreið í hverfi 105. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, að aka sviptur ökuréttindum og vörslu fíkniefna. 

Um kvöldmatarleytið var síðan bifreið stöðvuð á Hafnarfjarðarvegi en ökumaðurinn reyndist vera réttindalaus þ.e. hefur aldrei öðlast ökuréttindi. Hann hefur áður verið stöðvaður fyrir sama brot. 

Á rúmum klukkutíma í nótt voru eigendur níu ökutækja sektaðir fyrir stöðubrot í umdæmi lögreglustöðvar 1, það er Austurbæ, miðbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnesi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert