Áskorun að ná til ferðamanna

Í Eyjafjallagosinu árið 2010. Veðurstofa Íslands gegnir yfirgripsmiklu eftirlitshlutverki með ...
Í Eyjafjallagosinu árið 2010. Veðurstofa Íslands gegnir yfirgripsmiklu eftirlitshlutverki með náttúruvá. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þetta er einstakt á heimsvísu. Hvergi annars staðar í heiminum er vöktun náttúruvár jafn samþætt og hér á landi,“ segir Ingvar Kristinsson, framkvæmdastjóri eftirlits- og spásviðs Veðurstofu Íslands. Þetta kom fram á ársfundi Veðurstofunnar í dag.

Veðurstofa Íslands sinnir yfirgripsmiklu eftirlitshlutverki og vaktar náið náttúruöfl landsins eins og t.d. eldfjöll, veður, jarðskjálfta, jökulhlaup, hlaup í ám og vötnum og snjóflóð svo fátt eitt sé nefnt. Sífellt bætast við nýir staðir sem þarf að fylgjast með, meðal annars með tilliti til snjóflóðahættu vegna breytinga á byggðamynstri. Skriður hafa verið að aukast og kallað á aukna vöktun Veðurstofunnar. 

Fyrirséð er að verkefnum Veðurstofunnar muni fjölga, einkum í ljósi áhrifa loftslagsbreytinga í heiminum. Flóðahætta, sjávarflóðahætta sem og skriðuhætta eykst samfara þiðnun sífrera og hörfun jökla, aukinni úrkomuákefð og hækkandi sjávarstöðu.

Meiri samvinna og upplýsingamiðlun efld til almennings

Á síðustu árum hefur upplýsingamiðlun verið efld sem miðar að því að ná betur til viðbragðsaðila og almennings. Á hverjum degi eru haldnir samráðsfundir þar sem náttúruvársérfræðingar, veðurfræðingar og ofanflóðasérfræðingar taka stöðuna og ef ástæða þykir eru fleiri kallaðir að borðinu eins og fulltrúar almannavarna, Isavia, Vegagerðarinnar og fleiri sem hafa hagsmuna að gæta á hverjum tíma. Á þeim fundum er tekin ákvörðun um hvernig eigi að bregðast við aðstæðum næsta sólarhringinn ef til dæmis veður eru válynd. 

„Þetta hefur reynst vel og hefur hjálpað okkur að stilla saman strengi. Það er einstakt að hægt sé að kalla alla saman að borðinu og eiga í nánu samstarfi við almannavarnir. Þetta reynist gjarnan erfitt í mörgum stærri löndum,“ segir Ingvar og tekur fram að fámennið hjálpi alltaf. Kostirnir eru þeir að hægt sé að þróa og þroska þessa þjónustu sem tæki mun lengri tíma í stærri þjóðfélögum sem jafnvel væri hægt að aðlaga þeim stærri.  

Áskorun að ná til erlendra ferðamanna

Með aukinni ferðamennsku allan ársins hring fer fólk inn á staði þar sem engum datt i hug að fara áður. „Það er enn töluverð áskorun fyrir okkur að ná til ferðamanna. Sérstaklega erlendra ferðamanna,“ segir Ingvar. 

Skilti eru í Reynisfjöru sem vara ferðamenn við hættunum.
Skilti eru í Reynisfjöru sem vara ferðamenn við hættunum. mbl.is/Eggert

Kannanir sem hafa verið gerðar meðal erlendra ferðamanna sem ferðast um landið á veturna sýna að þeir hafa tekið eftir viðvörunum Veðurstofunnar en fara ekki endilega eftir þeim. Þeir eru gjarnan með snjallsímaforrit sem endurspegla ekki staðbundnar aðstæður og veðurspá og fara eftir þeim upplýsingum frekar en frá Veðurstofunni, að sögn Ingvars.

Ingvar bendir á að í þessum könnunum hafa ferðamenn óskað eftir fleiri vegaskiltum á afmörkuðum stöðum sem veita markvissari upplýsingar. Bent er á að þrátt fyrir upplýsingagjöf á skiltum, t.d. lokanir vega vegna ófærðar og skilta í Reynisfjöru sem vara við hættu á sjávarföllum, eru dæmi um að fólk virði þær ekki. Ingvar segir það miður að slíkt hendi. 

Erlendir ferðamenn treysta ekki jafn vel og Íslendingar

„Það er ekki sama traust sem erlendir ferðamenn bera til okkar og Íslendingar. Þetta er heilmikil áskorun að reyna að ná betur til þeirra,“ segir Ingvar og vísar til þjónustukönnunar Gallup sem sýnir að rúm 85% landsmanna segist bera mikið traust til Veðurstofu Íslands.   

„Við þurfum að bæta okkur í allri miðlun. Bæta vefsíðuna og koma með fleiri snjallsímalausnir sem geta náð til fleiri með markvissari hætti. Við köllum líka eftir samvinnu við atvinnulífið. Veðurstofan getur ekki gert allt. Ég er sannfærður um að það er fullt af viðskiptatækifærum fyrir einkaaðila um að nýta þessi gögn sem við erum með og miðla þeim áfram og með okkur,“ segir Ingvar. 

Óveður í aðsigi.
Óveður í aðsigi. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Innlent »

Opnað að Dettifossi

10:39 Búið er að opna á ný fyrir umferð að Dettifossi, en svæðinu var upphaflega lokað seinniparinn á mánudaginn vegna asahláku.  Meira »

Vorfæri á skíðasvæðum landsins í dag

09:32 Vel viðrar til skíðaiðkunar víða um land á þessum laugardegi fyrir páskadag. Veður og færð eru ágæt víðast hvar, en höfuðborgarbúar sitja þó eftir þar sem skíðasvæðunum í Bláfjöllum og Skálafelli hefur verið lokað þennan veturinn. Meira »

Jóhann framkvæmdastjóri Keilis

09:06 Jóhann Friðrik Friðriksson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Keilis – miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs, í stað Hjálmars Árnasonar sem lætur af störfum í sumar eftir 12 ára starf. Meira »

Bókanir í útsýnisflugi sumarsins líta vel út

08:18 Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson hjá Circle Air á Akureyri, sem býður upp á útsýnisflug og leiguflug um land allt á flugvélum og þyrlum, segir að bókanir í ár líti vel út, þrátt fyrir áberandi tal um samdrátt í ferðaþjónustu. Meira »

Breytt áform ógni enn friðhelgi Saltfiskmóans

07:57 Byggðar verða 50-60 íbúðir við Sjómannaskólann segir í lóðarvilyrði sem borgarstjóri Reykjavíkur undirritaði síðasta mánudag við félagið Vaxtarhús ehf. Þar kemur fram að íbúðirnar á svæðinu skuli flokkast sem „hagkvæmt húsnæði“, sem ungt fólk og fyrstu kaupendur hafa forgang að kaupum á. Meira »

Birgir og Þorsteinn eru hnífjafnir

07:37 Alþingi kemur saman að nýju 29. apríl næstkomandi að loknu 17 daga páskahléi. Samkvæmt starfsáætlun þingsins verður síðasti þingfundur fyrir sumarhlé miðvikudaginn 5. júní. Meira »

Báru fyrir sig hnífa í átökum

07:33 Tveir menn voru handteknir í miðborginni laust eftir klukkan fjögur í nótt en þeir höfðu borið fyrir sig hnífa í átökum. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslum í þágu rannsóknar málsins. Meira »

Víða skúrir á landinu

07:10 Í dag er spáð suðvestan 8 til 15 metrum á sekúndu og víða skúrum en bjart verður að mestu norðaustan- og austantil.  Meira »

Hefði átt að vega þyngra

05:30 Niðurstaðan úr mati hæfnisnefndar um umsækjendur um Landsrétt kom sumum nefndarmanna nokkuð á óvart þegar hún lá fyrir.  Meira »

Fréttaþjónusta mbl.is um páskana

05:30 Morgunblaðið kemur næst út þriðjudaginn 23. apríl. Fréttaþjónusta verður á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, yfir páskana. Hægt er að senda ábendingar um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Meira »

Ágætt færi í brekkum víða um land

05:30 Víða á landinu viðraði ágætlega til skíðaiðkunar í gær á föstudaginn langa. Fyrir norðan, austan og vestan voru brekkur opnar og var talað um hið besta vorfæri á vefjum skíðasvæðanna. Höfuðborgarbúar sátu þó eftir, því Bláfjöllum og Skálafelli hefur þegar verið lokað þennan veturinn. Meira »

Víkurgarður til ríkissaksóknara

05:30 Sóknarnefnd Dómkirkjunnar hefur með bréfi Ragnars Aðalsteinssonar hrl. til ríkissaksóknara lagt fram kæru á hendur þeim sem hafa veitt leyfi fyrir framkvæmdum í Víkurkirkjugarði og forsvarsmönnum framkvæmdaraðila, Lindarvatns ehf., fyrir að hafa raskað grafarhelgi. Meira »

Kjósi um lífskjörin í símanum

05:30 „Þetta hefur allt saman gengið mjög vel og engir hnökrar á þessu,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins (SGS), um kosningakerfið Valmund, sem Advania hefur þróað. Meira »

Leita atbeina dómstóla

05:30 Aðfararbeiðni hefur verið lögð fram í Héraðsdómi Reykjaness þar sem þess er krafist að Isavia láti af hendi farþegaþotu sem fyrirtækið kyrrsetti hinn 28. mars síðastliðinn til tryggingar nærri tveggja milljarða skuld WOW air við Keflavíkurflugvöll. Meira »

Fjórði dýrasti bjórinn á Íslandi

05:30 Bjór á Íslandi er sá fjórði dýrasti í heimi. Hér kostar stór bjór að meðaltali 1.258 krónur, andvirði 8,03 sterlingspunda.   Meira »

Markaðurinn er yfirfullur af plasti

Í gær, 19:45 Heimsmarkaðurinn er yfirfullur af plasti og um þessar mundir er lítil eftirspurn eftir plasti til endurvinnslu. Því er stærstur hluti plasts sem safnað er hér á landi sendur erlendis til orkuendurvinnslu, en Sorpa er eina íslenska fyrirtækið sem tekur við plasti öðru en umbúðaplasti til endurvinnslu. Meira »

Þrír unnu 92 milljónir króna

Í gær, 19:25 Fyrsti vinningur í Eurojackpot-lottóinu, upp á tæpa 7 milljarða króna, gekk ekki út í kvöld en þrír heppnir lottóspilarar eru hins vegar rúmum 92 milljónum króna ríkari eftir að hafa unnið annan vinninginn. Meira »

Fer eigin leiðir í veikindunum

Í gær, 18:41 „Ég fann ekki neitt. Ég var í ofsalega fínum gír,“ sagði Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsmaður og atvinnumaður í knattspyrnu, í viðtali á sjónvarpsstöðunni Hringbraut þar sem hann ræðir veikindi sín en hann greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli. Meira »

„Loftslagsváin er þögul ógn“

Í gær, 16:23 Níunda loftslagsverkfallið var haldið á Austurvelli í dag. Hingað til hafa verkföllin verið mjög kraftmikil en í dag var ákveðið að verkfallið yrði þögult og sitjandi vegna föstudagsins langa. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta, segir að það hafi verið viðeigandi. Meira »