Vonar að menn séu reiðubúnir að semja

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja er ósammála seðlabankastjóra um að ...
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja er ósammála seðlabankastjóra um að skilaboð um heimildir hafi verið misvísandi. mbl.is/​Hari

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er ekki sáttur við skýringar Más Guðmundssonar seðlabankastjóra í tengslum við Samherjamálið svo nefnda. Hann segir líka skiljanlegt að mönnum geti orðið heitt í hamsi eftir að hlýða á Má, en uppákoma varð þegar Baldvin Þorsteinsson, sonur hans, sagði seðlabankastjóra að „drulla sér í burtu“. Ólíkt Má kunni þeir feðgar þó að biðjast afsökunar.

„Það er kannski munurinn á mér og syni mínum og svo Má að ef við göngum of langt að þá biðjumst við afsökunar. Það gerir Már Guðmundsson aldrei,“ segir Þorsteinn Már í samtali við mbl.is.

Seðlabankastjóri kom í morgun á fund stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is, þar sem fjallað var um lög um gjald­eyr­is­mál og stjórn­sýslu Seðlabanka Íslands við fram­kvæmd gjald­eyris­eft­ir­lits, og voru Þorsteinn Már og sonur hans meðal áheyrenda á fundinum.  Að fundi loknum hugðist seðlabankastjóri, taka í höndina á Þorsteini Má, en sonurinn gekk á milli. „Hafðu smá sómakennd og drullaðu þér í burtu,“ sagði Baldvin við Má.

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, gekk þá á milli.„Ég geri ráð fyrir að ef mönnum fannst Baldvin ganga of langt, þá er ég viss um að hann mun biðjast afsökunar á því. Ég átti ekki neitt vantalað við Má. Það var hann sem  reyndi að nálgast mig og þetta voru viðbrögð Baldvins,“ segir Þorsteinn Már, sem var ekki sáttur við útskýringar seðlabankastjóra á fundi nefndarinnar.

Klippir og límir eins og honum passar

„Eins og svo oft áður þá eru þær [fullyrðingarnar] rangar. Hann bara klippir og límir eins og maður segir og tekur það sem passar honum,“ segir Þorsteinn Már. Nefnir hann sem dæmi að Seðlabankastjóri hafi nefnt að hann hafi fengið lögfræðiálit árið 2012 á heimild til að sekta einstaklinga og fyrirtæki, en látið hjá líða að fram hafi komið í áliti lögmannsins  sem vann það að ósennilegt væri að Seðlabankinn myndi vinna slík mál fyrir dómstólum. Þá sé álit ríkissaksóknara frá 2014 mjög skýrt og ekkert nýtt komi fram í áliti ríkissaksóknara sem seðlabankastjóri beini nú athyglinni að. „Það álit segir einfaldlega að lesa eigi álitið frá 2014,“ segir Þorsteinn Már.

Sama gildi um dóm Hæstaréttar frá 2018. „Hann er bara sex orð og segir að niðurstaða héraðsdóms sé staðfest. Þann dóm hafi Már sagt vera umdeildan og ekki rökstuddan þótt Seðlabankinn hafi ekki  leitað utanaðkomandi álits á því hvort áfrýja bæri málinu til Hæstaréttar. „Þau tóku þá ákvörðun innandyra og það sýnir bara þetta ferli. Það er alltaf haldið áfram,“ segir hann. „Þau vita að sjálfsögðu að það er bæði verið að skaða fólk og verið að gera tilraunir, sem þeim finnst alveg sjálfsagt að gera — að fara áfram með mál til að athuga hvað dómstólar gera. Þetta snýst um fólk og það hefur verið þungbært fyrir marga að sitja undir þessum ásökunum.“

Fjallar að sjálfsögðu um Samherjamálið

Þorsteinn Már segist því ekki sammála Má, sem sagði á fundinum í dag skilaboð um heimildir hafa verið misvísandi. „Þær hafa verið skýrar allan tímann,“ segir hann og kveður þau orð Rannveigar Júníusdóttur, framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans, að álit umboðsmanns Alþingis fjalli ekki um Samherjamálið vera dæmigert fyrir hvernig verið sé að reyna að villa um fyrir mönnum „Að sjálfsögðu fjallar það um Samherjamálið,“ segir hann.

Spurður hvort hann telji málinu lokið segir Þorsteinn Már ljóst að formaður bankaráðs Seðlabankans telji því ekki lokið, þó að seðlabankastjóri virðist á öðru máli. „Már segir málinu lokið núna. Hann er búinn að vera að tjá sig um það árum saman og svo núna ætlar hann allt í einu ekki að tjá sig,“ segir hann og kveður Má hafa brotið alla hefðbundna stjórnsýslu til að mynda með því að gefa alltaf sekt til kynna.

„Núna segir hann allt í einu málinu lokið og ætlar ekki að biðjast afsökunar,“ segir Þorsteinn Már. Orð Gylfa Magnússonar, formanns bankaráðs Seðlabankans, bendi hins vegar til að bankaráð sé á annarri skoðun. „Hann vill að bankaráð hafi forgöngu um að reyna að ljúka þessu máli og það er von mín að það sé líka vilji forsætisráðherra,“ segir hann.

Kæra ef málinu verður ekki lokið

Sjálfur kveðst Þorsteinn Már vonast til að málinu fari að ljúka. „Ef það verður hins vegar ekki gert af hálfu bankaráðs  og það tafið með lögfræðiálitsgerðum sem Már mun reyna að láta taka langan tíma þá er ljóst að við förum áfram með málið.“ Segir hann Samherja þá munu leita réttar síns. „Þá munum við jafnframt kæra einstaklingana sem stóðu fyrir ólöglegri húsleit og hafa verið að bera rangar sakargiftir, hvort sem er á mig eða aðra. Hafa ber í huga að það er gert með það í huga að koma mér og fleirum í fangelsi,“ segir Þorsteinn Már og kveðst þar vísa til þeirra Más, Rannveigar og Sigríðar Logadóttur, aðallögfræðings Seðlabankans.  

Umfang tjónsins, sem sé þrískipt, verði hins vegar aldrei fullbætt. Þar sé um að ræða það tjón sem  búið sé að valda þeim einstaklingum sem hafa verið ásakaðir á rangan hátt bæði beint og óbeint. „Það tjón verður aldrei bætt,“ segir hann. „Viðskiptavild verður heldur aldrei bætt, né heldur þau tækifæri sem fyrirtækið missti af vegna þess að þetta var gert með það fyrir augum að skaða sem mest og það tókst,“ segir Þorsteinn Már og minnir á að húsleitin hafi verið gerði í beinni útsendingu og fréttatilkynningar í kjölfarið sendar út um allan heim.

„Síðan er það annað fjárhagslegt tjón og það er útlagður kostnaður.“ Vísar Þorsteinn Már þar til lögfræðikostnaðar Samherja vegna málsins. Fram hafi komið í máli Gylfa að bankinn hafi eytt í gífurlegum fjármunum í Samherjamálið og athygli veki að Seðlabankinn sé eina stofnunin innan stjórnkerfisins  sem komist upp með að gefa ekki kostnaðartölurnar. „Ég get þó trúað að þær verði birtar einhvern tímann þegar Már er farinn úr húsi,“ segir hann og kveðst nú horfa bara til þess að menn séu reiðubúnir að setjast niður og reyna að semja.

mbl.is

Innlent »

Fer eigin leiðir í veikindunum

18:41 „Ég fann ekki neitt. Ég var í ofsalega fínum gír,“ sagði Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsmaður og atvinnumaður í knattspyrnu, í viðtali á sjónvarpsstöðunni Hringbraut þar sem hann ræðir veikindi sín en hann greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli. Meira »

„Loftslagsváin er þögul ógn“

16:23 Níunda loftslagsverkfallið var haldið á Austurvelli í dag. Hingað til hafa verkföllin verið mjög kraftmikil en í dag var ákveðið að verkfallið yrði þögult og sitjandi vegna föstudagsins langa. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta, segir að það hafi verið viðeigandi. Meira »

Brýrnar helsti veikleikinn

15:01 Brýrnar eru helsti veikleiki vegakerfisins á Suðurlandi, það blasir við. Þetta segir Ólafur Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur. Ólafur mun sjá um úttekt á umferðaröryggi á Suðurlandi. Meira »

Forsetinn á meðal píslarvotta

13:19 Píslarganga umhverfis Mývatn er haldin í 25. skipti í dag, föstudaginn langa. Gangan er með nokkuð óhefðbundnu sniði en píslarvottarnir fara yfir með mismunandi hætti, ýmist á tveimur jafnfljótum, á hjólum eða á hjólaskíðum. Meira »

Þyrlan sótti slasaðan mótorhjólamann

12:56 Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slasaðan mann á Landspítala í nótt, en maðurinn hafði slasast á fæti á ferð sinni um Víðidalstunguheiði á mótorhjóli, eða svokölluðum krossara. Meira »

Ný lyfta skref í átt að bættum eldvörnum

12:18 Ný lyfta er í uppsiglingu í Hallgrímskirkjuturni. Henni verður komið fyrir í sömu lyftugöngum og hin gamla var í en sú var orðin 50 ára gömul. Framkvæmdunum fylgja bættar brunavarnir á alla kanta, að sögn framkvæmdastjóra kirkjunnar. Meðan á þeim stendur verður kirkjuturninn lokaður gestum. Meira »

Skíðafærið á föstudaginn langa

10:07 Það viðrar ágætlega til skíðaiðkunar í dag, föstudaginn langa, fyrir norðan, austan og vestan. Höfuðborgarbúar verða hins vegar að sætta sig við að búið er að að loka Bláfjöll­um og Skála­felli end­an­lega þenn­an vet­ur­inn. Meira »

Allt að 16 stiga hiti á Norðausturlandi

08:35 Föstudagurinn langi verður vætusamur á Suður- og Vesturlandi en útlitið er heldur betra á Norðaustur- og Austurlandi þar sem verður léttskýjað og allt að 16 stiga hiti. Meira »

Fjórum bjargað úr eldsvoða

08:14 Lögreglumenn á Ísafirði björguðu fjórum út úr húsi um klukkan þrjú í nótt eftir að eldur kom upp á sólpalli hússins. Lögreglumennirnir voru í eftirlitsferð þegar þeir sáu reyk stíga upp af húsinu, sem er viðarhús. Meira »

Átta manns í andlegu ójafnvægi

07:13 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti í nótt og gærkvöldi átta útköllum vegna fólks í andlegu ójafnvægi, víðs vegar í borginni og nágrenni hennar. Í dagbók lögreglu kemur fram að í öllum tilfellum fóru lögreglumenn á vettvang og reyndu eftir fremstu getu að aðstoða einstaklingana. Meira »

„Bullandi menning í hverjum firði“

Í gær, 22:15 „Það er frábær stemning í bænum og spennan er í hámarki. Ég er búinn að vera hérna síðustu tvær vikurnar og það er búið að vera stemning í bænum allan þennan tíma,“ segir rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður, Kristján Freyr Halldórsson, í samtali við mbl.is. Meira »

Íris í auglýsingu Bernie Sanders

Í gær, 21:52 Ferðalag um Gvatemala leiddi til þess að Íris Gunnarsdóttir kemur fyrir í auglýsingu Bernie Sanders, frambjóðanda í forvali Demókrataflokksins. „Þetta er bara svolítið súrrealískt,“ segir hún um hvernig það er að bregða fyrir í auglýsingunni sem snýr að upplifun kvenna af opinberu heilbrigðiskerfi. Meira »

Búllan skýtur rótum í Noregi

Í gær, 21:00 Hamborgarabúllan við Torggötu er steinsnar frá Dómkirkjunni í Ósló. Innan um plaköt af poppgoðum má þar finna ýmislegt sem minnir á Ísland. „Grundvallaratriði er að gera borgarana eins og Tommi hefur kennt okkur. Við höfum sett sálina aftur í reksturinn,“ segir veitingamaðurinn Christopher Todd. Meira »

Gylfi ekki ákærður fyrir hatursorðræðu

Í gær, 20:08 Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur fellt niður mál á hendur tónlistarmanninum Gylfa Ægissyni. Samtökin 78 kærðu Gylfa og nokkra aðra fyrir hatursorðræðu árið 2015. Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV sem segir fram koma í bréfi lögreglustjóra að málið þyki ekki líklegt til sakfellingar. Meira »

Uppselt varð á Tvíhöfða á 65 mínútum

í gær Á 65 mínútum varð uppselt á sýningu Tvíhöfða sem fer fram í kvöld í Ísafjarðarbíói, segir Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður, í samtali við mbl.is. „Það verður bara ein sýning, því miður, því síminn stoppar ekki,“ segir hann. Meira »

Þekkingarleysi á skyldum lögreglu

í gær Staðir þar sem fíklar geta nálgast hreinar sprautunálar og aðra þjónustu eru ekki undir sérstöku eftirliti lögreglu, en eru þó „enginn griðastaður“ hvað eftirlit laga og reglna varðar. Nýtt frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými, sem er til umsagnar hjá Alþingi fékk harða umsögn lögreglu. Meira »

Blaðamenn búa víða við ótta

í gær Ísland er í fjórtánda sæti á lista yfir fjölmiðlafrelsi í ríkjum heim, samkvæmt nýjum matskvarða Blaðamanna án landamæra, The World Press Freedom Index. Ísland fer niður um eitt sæti á milli ára. Meira »

Í gæsluvarðhald með falskt vegabréf

í gær Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir manni sem var handtekinn á þriðjudag er hann notaði falsað skilríki í banka. Kom þá í ljós að maðurinn var eftirlýstur og með endurkomubann og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 24. apríl. Meira »

Aftur lokað að Dettifossi

í gær Aftur er búið að loka fyrir umferð að Dettifossi og nú vegna asahláku á svæðinu. Greint var frá því í morgun að búið væri að opna fyrir umferð um Detti­foss­veg frá Þjóðvegi 1 og norður að foss­in­um, en lokað hafði verið frá því á mánudag. Meira »