Brýn þörf á að stækka gjörgæslu

Gunnar Mýrdal yfirlæknir hjarta- og lungnadeildar á Landspítalanum.
Gunnar Mýrdal yfirlæknir hjarta- og lungnadeildar á Landspítalanum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skortur á gjörgæslurýmum er viðvarandi vandamál á Landspítalanum og lausn á því ekki í sjónmáli, að sögn Gunnars Mýrdal Einarssonar, yfirlæknis hjarta- og lungnaskurðdeildar Landspítalans.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hann vanta stærra húsnæði og fleira sérhæft starfsfólk svo hægt sé að fjölga gjörgæslurýmum á spítalanum.

„Ef við lítum á tölfræðina þá vantar okkur 7-10 gjörgæslupláss til að standast alþjóðlegan samanburð miðað við fólksfjölda.“

Á Landspítala eru 13 gjörgæslupláss. „Þetta er allt gjörgæslurýmið á höfuðborgarsvæðinu og í raun fyrir megnið af landinu. Þetta er ekki nóg fyrir 350 þúsund íbúa og alla ferðamennina sem hingað koma,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert