Missi ekki trú á markaðsöflunum

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við Stjórnarráðið í dag.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við Stjórnarráðið í dag. mbl.is/​Hari

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það matsatriði hverju sinni hvenær ríkið skuli grípa inn í þegar fyrirtæki eigi í rekstrarerfiðleikum, en hann var gestur Kastljóss á RÚV í kvöld. Bjarni sagði eftirlitsstjórnvöld hafa staðið sína plikt og unnið sína vinnu vel. Þá sagði hann mikilvægt að missa ekki trú á markaðsöflunum þegar rekstrarerfiðleikar sem þessir geri vart við sig. Einnig sagði hann viðnámsþrótt í efnahagskerfinu og ríkisfjármálunum slíkan að takast mætti á við áföll sem þessi án þess að safna þurfi skuldum. 

Spurður hver ábyrgð stjórnvalda væri í tengslum við fall WOW air og hvort hægt hefði verið að grípa fyrr inn í sagðist Bjarni vera þeirrar skoðunar að menn hefðu unnið sína vinnu vel. 

„Samgöngustofa hefur fylgst mjög náið með rekstri félagsins alveg frá því fyrstu merki voru um að þar væri fjármögnunarvandi. Ég er þeirrar skoðunar sömuleiðis að stjórnvöld eigi ekki að vera þeir fyrstu sem missa trúna. Menn verða að leyfa markaðnum að reyna að bjarga sér. Þegar menn eru með áætlanir um að sækja nýtt fjármagn, þá verður að gefa því færi á að ganga upp,“ sagði hann. „Það er hins vegar alltaf matsatriði hversu lengi menn eiga að bíða,“ bætti hann við.

Flugvélaleigjendur fyrstir að missa þolinmæðina

Bjarni var einnig spurður út áhrif í kyrrsetningar leiguflugvéla WOW air, annars vegar kyrrsetningu flugvélar á Keflavíkurflugvelli til tryggingar skuldar við Isavia og tveggja flugvéla á erlendri grundu af hálfu leigusala.

„Eins og ég hef skilið þessa atburðarás þá voru það flugvélaleigjendur félagsins sem fyrstir kyrrsettu vélar. Þeir misstu fyrst þolinmæðina. Það kann að hafa verið að þeir hafi verið hræddir að senda vélarnar til Íslands af ótta við að þær yrðu kyrrsettar þar af Isavia. En hver er sökudólgurinn í því? Er það ekki skuldarinn? Ég hefði nú haldið það, að hann hafi komið sér í þá stöðu að menn hafi verið hræddir að senda vélar til Íslands. Þetta eru samt of miklar getgátur til að ég geti fullyrt of mikið um þetta,“ sagði hann.

Tilraunir til handstýringar varhugaverðar

Bjarni var spurður út í fjárfestingar í ferðaþjónustu og hvort það væri umhugsunarefni að WOW air hafi getað keyrt upp fjárfestingu í undirstöðuatvinnugrein landsins þegar staða félagsins hafi verið jafn veik og raun bar vitni.

„Félagið var auðvitað rekið með hagnaði á sínum tíma. Það komu góð ár og slæm ár. Ég held að allar tilraunir til að handstýra þessu geti reynst varhugaverðar. Það eru tugir flugfélaga að senda ferðamenn til Íslands. Það má segja að hliðið inn í landið sé Keflavíkurflugvöllur. Við gætum reynt að takmarka framboðið af lendingartímum til að stjórna þessu, en að stjórna því í tilviki hvers og eins félags held ég að sé útilokað,“ sagði hann og nefndi að hér væri markaðurinn að störfum.

„Við tókum því fagnandi þegar vel gekk og ég held að við eigum ekki að efast um markaðsöflin þegar rekstrarerfiðleikar eins og þessir birtast okkur. Það er engin leið önnur en að láta framboð og eftirspurn ráða þessum hlutum og ég er viss um að þó að þetta sé mikið áfall fyrir okkur í dag og erfiðleikar til skamms tíma víða, [...], þá held ég að til lengri tíma muni þetta jafna sig og Ísland verði áfram jafn eftirsóknarverður áfangastaður og áður,“ sagði hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Húsvísku sjóböðin á lista Time

Í gær, 23:35 Sjóböðin á Húsavík (GeoSea) hafa ratað á árlegan lista tímaritsins Time Magazine sem einn af 100 áhugaverðustu stöðum í heiminum til að heimsækja á árinu 2019. Meira »

Lýkur hringferðinni við Laugardalshöll

Í gær, 23:07 Ein­ar Hans­berg Árna­son, lýkur á morgun 500.000 metra langri hringferð sinni um landið. Frá því síðasta föstudag hefur Einar stoppað í 36 sveit­ar­fé­lög­um og róið, skíðað eða hjólað í sér­stök­um þrek­tækj­um 13.000 metra á hverj­um stað, einn metra fyr­ir hvert barn sem brotið er á. Meira »

Bólusetning kæmi í veg fyrir krabbamein

Í gær, 22:50 Hægt yrði að koma í veg fyrir um 92% af krabbameins tilvikum af völdum HPV-veirunnar með bólusetningu. Talið er að um 34.800 slík tilvik hafi greinst á árunum 2012-2016, samkvæmt nýrri rannsókn. Meira »

Hleypur sitt 250. maraþon

Í gær, 21:30 Fáir komast með tærnar þar sem Bryndís Svavarsdóttir er með hælana þegar kemur að fjölda maraþonhlaupa. Á laugardaginn hyggst hún hlaupa sitt 250. maraþon. Þetta verður 23. Reykjavíkurmaraþon hennar í röð og 12. maraþonið á þessu ári sem hún hleypur. Meira »

Keyrsla á Söndru Rún

Í gær, 21:15 Kennsla á haustönn í Borgarholtsskóla byrjaði í vikubyrjun og Sandra Rún Ágústsdóttir heldur áfram í bílamálun og bifvélavirkjun þar sem frá var horfið í vor. Í sumar keyrði hún 18 hjóla trukk frá morgni til kvölds og hefur hug á að halda áfram á þeirri braut í vetur með náminu. Meira »

Hafa safnað 10% hærri upphæð en í fyrra

Í gær, 20:55 5.300 hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu í ár fyrir 190 góðgerðafélög og hafa aldrei verið fleiri. Áheitasöfnunin á hlaupastyrkur.is gengur mjög vel og er búið að safna 10% hærri upphæð nú en á sama tíma í fyrra. Reykjavíkurmaraþonið fer fram í 36. sinn í ár. Meira »

Útskýrðu starfsumhverfi lögreglu

Í gær, 20:40 „Við fórum yfir verklag á borgarhátíðum og útskýrðum okkar starfsumhverfi,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri LRH. Sigríður Björk mætti í dag á fund mann­rétt­indaráðs Reykja­vík­ur­borg­ar, þar sem verklag lög­reglu á hátíðum á veg­um borg­ar­inn­ar var til umræðu. Meira »

Stúdentar hætta að selja vatn

Í gær, 20:25 Tekin hefur verið ákvörðun um að hætta að selja vatn í plastflöskum í mötuneyti Félagsstofnunar stúdenta, Hámu. Sömuleiðis hefur úrval vegan-matar í Hámu tekið stakkaskiptum og standa nú tveir heitir vegan-réttir stúdentum til boða í hádeginu. Meira »

„Flæði af lyfseðilskyldum lyfjum“

Í gær, 19:56 „Það sem gerðist í fyrra var að við vorum allt í einu með þetta flæði af lyfseðilskyldum lyfjum sem krakkarnir voru allt í einu komin á fullt í,“ svarar Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður um fækkun leitarbeiðna vegna týndra barna og ungmenna. Meira »

Drengnum ekki vikið úr FÁ

Í gær, 19:10 „Honum hefur ekki verið vikið úr skólanum. Það er ekki rétt. Við megum ekki víkja nemendum úr skóla sem ekki eru orðnir 18 ára gamlir,“ segir skólameistari FÁ spurður um mál fatlaðs drengs sem greint var frá að hefði verið vikið úr sérdeild skólans eftir tveggja daga skólavist. Meira »

„Sókn og vörn íslenskunnar í fortíð, nútíð og framtíð“

Í gær, 18:48 „Við erum að efla rannsóknir á ritmenningu okkar sér í lagi frá miðöldum. Ég legg mikla áherslu á sókn og vörn íslenskunnar, í fortíð, nútíð og framtíð. Að kunna góð skil á bókmenntaarfinum hjálpar okkur að horfa til framtíðar,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Meira »

Stöðvuðu kannabisrækt í Kópavogi

Í gær, 18:33 Vinnueftirlitið óskaði eftir aðstoð lögreglu í Grafarholti um ellefuleytið í morgun vegna erlendra verkamanna sem voru þar í vinnu án allra réttinda. Þá stöðvaði lögregla kannabisræktun í Kópavogi. Meira »

Fatlaður drengur rekinn eftir tvo daga

Í gær, 18:08 Freyr Vilmundarson er fatlaður drengur sem var rekinn úr sérdeild Fjölbrautaskólanum í Ármúla fyrir fötluð börn eftir aðeins tvo daga í námi. Fyrri daginn var hann með fylgdarmann með sér en sagt að hann þyrfti hann ekki með seinni daginn. Meira »

„Ekki margar konur úr að velja“

Í gær, 17:59 „Hann hefur sagst ætla að gera tillögu innan þingflokksins, en ómögulegt a segja hver hún verður,“ svarar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, er blaðamaður spyr hvort hægt sé að spá fyrir hver tillaga Bjarna Benediktssonar verður um skipun nýs dómsmálaráðherra. Meira »

Opna netverslun fyrir íslenskan fisk

Í gær, 17:21 Captain's Box hyggst selja hágæða sjávarafurðir í áskrift og senda vítt og breitt um Bandaríkin í umhverfisvænum umbúðum sem halda fiskinum köldum. Meira »

Ólík tíðni banaslysa í umferðinni

Í gær, 17:07 Sviðsljós Tíðni banaslysa í umferðinni í Evrópu er afar misjöfn eftir löndum samkvæmt nýjum samanburði Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins á fjölda þeirra sem létust í umferðinni í 32 Evrópulöndum á árinu 2017. Meira »

Hlé gert á formlegri leit að sinni

Í gær, 16:47 Lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að gera hlé á formlegri leit að belgíska ferðamanninum sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn 10. ágúst. Áfram verður fylgst með vatninu, en komi ekkert nýtt upp verða bakkar þess gengnir að þremur til fjórum vikum liðnum. Meira »

Skora á Katrínu að lýsa yfir neyðarástandi

Í gær, 16:39 Píratahreyfingin tekur undir áskorun helstu náttúruverndarsamtaka landsins og skorar á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Meira »

Hvetur Breta til EES-aðildar

Í gær, 16:34 „Ég efast ekki um að Bretlandi mun farna vel eftir útgöngu úr Evrópusambandinu, hvort sem það er með samningi eða ekki,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og leggur til að Bretland gangi tímabundið í EES í aðsendri grein sem birt hefur verið á vef Spectator í Bretlandi. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Ég skal selja fyrir þig!
Fasteignir óskast á söluskrá....
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Til leigu - íbúð við Löngumýri,Garðabæ
Til leigu 3ja herb. íbúð, laus frá 1. september nk. Leigist aðeins reyklausum o...