350 jarðskjálftar mælst í dag

Íbúar á Kópaskeri hafa fundið stærstu skjálftana.
Íbúar á Kópaskeri hafa fundið stærstu skjálftana. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Alls hafa tæplega 350 jarðskjálftar mælst í Öxarfirði það sem af er degi. Þeirra stærstur var skjálfti klukkan 7.18, sem mældist 2,7 að stærð.

Frá því hrinan hófst á laugardaginn hafa mælst átta skjálfar af stærðinni 3 og yfir. Stærsti skjálftinn mældist á miðvikudag, af stærðinni 4,2.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að henni hafi borist tilkynningar um að íbúar á Kópaskeri og í Kelduhverfi hafi fundið stærstu skjálftana. Áætlaður fjöldi skjálfta í hrinunni frá sjálfvirkum mælingum sé um 2.200 skjálftar frá því hún hófst.

Al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra lýsti í gær yfir óvissu­stigi vegna þeirr­ar jarðskjálfta­hrinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka