Andlát: Jón Helgason

Jón Helgason
Jón Helgason

Jón Helgason, fv. alþingismaður, ráðherra og forseti sameinaðs þings, lést á Hjúkrunarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri að kvöldi 2. apríl sl. á 88. aldursári.

Jón fæddist í Seglbúðum í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu 4. október 1931, sonur Helga Jónssonar, bónda í Seglbúðum, og konu hans, Gyðríðar Pálsdóttur.

Jón lauk stúdentsprófi frá MR árið 1950 og tók við búi móður sinnar í Seglbúðum að stúdentsprófi loknu og var bóndi þar til ársins 1980.

Jón var kjörinn alþingismaður Suðurlands fyrir Framsóknarflokinn árið 1974 og sat á Alþingi til 1995. Hann var forseti sameinaðs þings árin 1979-1983 og forseti efri deildar 1988-1991. Hann gegndi embætti landbúnaðar-, dóms- og kirkjumálaráðherra árin 1983-1987 og embætti landbúnaðarráðherra 1987-1988.

Jón gegndi fjölmörgum opinberum trúnaðarstörfum, bæði fyrir heimahérað sitt og á landsvísu.

Árið 1961 kvæntist Jón eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Þorkelsdóttur, f. 21. apríl 1929. Börn þeirra eru: Helga og Bjarni Þorkell og fóstursonurinn Björn Sævar Einarsson.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert