„Djöfulleg staða“

Tveir mánuðir eru frá því að Jón Þröstur Jónsson hvarf ...
Tveir mánuðir eru frá því að Jón Þröstur Jónsson hvarf sporlaust í Dublin á Írlandi. Bróðir Jóns Þrastar segir að óvissan sem fylgi hvarfi Jóns Þrastar hafi streituvaldandi áhrif á fjölskylduna, sem ætli þó ekki að gefast upp. Ljósmynd/Facebook

Tveir mánuðir eru liðnir frá hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar í Dublin á Írlandi. Rannsókn málsins hefur lítið sem ekkert miðað áfram frá því að björgunarsveit kembdi leitarsvæði í borginni í byrjun mars og ábending barst um að Jón Þröstur hefði mögulega ferðast með leigubíl.

Fjölskylda Jóns Þrastar hefur verið með annan fótinn á Írlandi frá því að leitin að honum hófst og hyggst ætla að halda ótrauð áfram. „Við erum að reyna að skipuleggja okkur, skipta þessu niður eins og þarf,“ segir Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns Þrastar, í samtali við mbl.is. Staðan sé hins vegar erfið þar sem lögreglan hefur engar nýjar upplýsingar að vinna úr.

„Við erum að stilla saman strengi og reyna að vinna í því að halda málinu gangandi og skipuleggja næstu skref. Það lítur út fyrir að það muni taka drjúgan tíma að leysast, þetta blessaða mál,“ segir Davíð.

Engu nær þrátt fyrir fjölda ábendinga

Síðast sást til Jóns Þrastar í Whitehall-hverf­inu klukk­an rétt rúm­lega ell­efu fyr­ir há­degi, laugardaginn 9. febrúar. Jón Þröst­ur lenti í borg­inni kvöldi áður en hann hvarf en hann ætlaði að taka þátt í pókermóti sem hófst á miðviku­deg­in­um í vik­unni á eft­ir.

Fjölskylda Jóns Þrastar hefur leitað skipulega í borginni og írsk björgunarsveit gerði ítarlega leit í byrjun mars. Lögreglunni hafa borist fjöldi ábendinga í tengslum við hvarfið og um miðjan síðasta mánuð sendu aðstandendur Jóns Þrastar ákall til írsku þjóðarinnar að hafa augun opin og dreifa myndum af Jóni Þresti í þeirri von að nýjar upplýsingar kynnu að berast. Þá komu bræður hann einnig fram í The Late Late show, vinsælasta spjallþætti á Írlandi, og Crimecall, þætti sem sérhæfir sig í reifun sakamála. Um miðjan mars lýsti alþjóðalögreglan Interpol eftir Jóni Þresti. Þrátt fyrir allar þessar aðgerðir er fjölskyldan engu nær um afdrif Jóns Þrastar.

Minni samskipti við lögreglu eftir því sem tímanum líður

Samskipti við írsku lögregluna hafa farið minnkandi eftir því sem tímanum líður en Davíð segir að samskiptin séu samt sem áður góð. „Við erum dugleg að minna á okkur og heyrum í þeim en auðvitað hefur það minnkað alveg töluvert, því miður, þeir hafa voða lítið til að vinna með, það er mín upplifun. Þeir eru stopp í þessu máli myndi ég halda.“

Varðandi næstu skref segir Davíð að erfitt sé að taka ákvarðanir um skipulega leit. Búið sé að kemba leitarsvæðið í Dublin og litlar sem engar upplýsingar um mögulegar ferðir Jóns Þrastar. „Við erum engu nær um hvar hann er eða gæti verið eða gæti hafa farið. Þetta er spurning um að bíða og vona að það komi einhverjar upplýsingar sem færa okkur nær en tíminn líður og þetta er snúin staða.“

Hvað hlutverk fjölskyldunnar varðar segir Davíð að mestu máli skipti að vera áfram sýnileg og að vona það besta. „En við erum með bakið upp við vegg ef ég á að segja alveg eins og er. Þetta er djöfulleg staða eins og hún er akkúrat í dag.“

Frá útskrift Davíðs Karls Wiium, bróður Jóns Þrastar. Með þeim ...
Frá útskrift Davíðs Karls Wiium, bróður Jóns Þrastar. Með þeim á myndinni eru systur Jóns Þrastar: Þórunn og Anna og bróðir hans Daníel. Ljósmynd/Facebook

Þreyta og hræðsla tekur sinn toll

Davíð segir óvissuna sem fylgir hvarfi Jóns Þrastar hafa streituvaldandi áhrif á fjölskylduna. „Eftir því sem tíminn líður verður óvissan verri. En fjölskyldan hefur staðið mjög þétt saman og þetta hefur vafalaust eflt okkur og gert okkur nánari en þreytan og hræðslan sem er komin í mannskapinn tekur sinn toll.“

Fjölskyldan hittist reglulega, bæði hér heima og á Írlandi. „Við förum yfir stöðu mála og ætlum að gera það áfram. Það er bara vonandi að það fari að birta til í þessu, um leið og það gerist verður annað ferli sett í gang. Þangað til er þetta spurning um að skipuleggja sig vel, nota tímann og huga að okkar eigin heilsu líka, þetta er búið að taka mikið á, líkamlega og andlega,“ segir Davíð. 

mbl.is

Innlent »

Hafa áhuga á að fjárfesta á Íslandi

Í gær, 23:47 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók í dag þátt í ráðstefnu um viðskipti á norðurslóðum sem haldin var í sendiráði Íslands í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Meira »

Páll Sveinsson hitti erlendu Þristana

Í gær, 23:10 Fimm Þristar, flugvélar af gerðinni Douglas DC-3 og Douglas C-47, lentu á Reykjavíkurflugvelli í dag á leið sinni til Frakklands í tilefni af því að 75 ár eru frá innrásinni í Normandí í síðari heimsstyrjöldinni. Íslenski Þristurinn, Páll Sveinsson, tók meðal annarra á móti gestunum. Meira »

Færri amerískar vörur vegna EES

Í gær, 22:48 Meðal ástæðna þess að ekki hefur verið boðið upp á meira úrval af amerískum vörum í Costco á Íslandi en raun ber vitni eru evrópskar reglur sem gilda hér á landi vegna aðildar landsins að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Meira »

Bergþór ánægður með úrskurðinn

Í gær, 22:06 Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, er sáttur við úrskurð Persónuverndar þess efnis að Báru Halldórsdóttur hafi verið óheimilt samkvæmt lögum að taka upp samræður hans og nokkurra fimm annarra þingmanna á barnum Klaustri í Reykjavík í nóvember. Meira »

Á útvarpið sér einhverja framtíð?

Í gær, 21:15 Framtíð útvarps var til umræðu á málþingi sem Ríkisútvarpið stóð fyrir í Efstaleiti síðdegis í dag. Miklar breytingar hafa orðið á því hvernig fólk neytir útvarpsefnis á undanförnum árum og hefðbundnir fjölmiðlar keppast við að bregðast við tækninýjungum eins og hlaðvarpinu. Meira »

Skoða eftirlit með Íslandspósti

Í gær, 20:38 Til skoðunar er hjá samgönguráðuneytinu hvort Póst- og fjarskiptastofnun hafi sinnt lögbundnu eftirliti sínu með fjárhagsstöðu Íslandspósts. Fram kemur á fréttavef Ríkisútvarpsins að ekki verði séð að stofnunin hafi kannað hvort fyrirtækið var rekstrarhæft áður en hún veitti því rekstrarleyfi. Meira »

Fígúrur Ladda eru ekki alveg mennskar

Í gær, 20:08 Þúsundþjalasmiðurinn Þórhallur Sigurðsson er engum líkur enda hefur listamaðurinn farið í fleiri hlutverk en gengur og gerist í listasögunni. Meira »

Fágætir fuglar á landinu

Í gær, 19:27 Farfuglar voru allir komnir til landsins í gær nema þórshani, sem hafði ekki sést, en hann hefur oftast látið sjá sig um þetta leyti. Meira »

Fjórir í varðhaldi vegna fíkniefnamáls

Í gær, 19:02 Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna gruns um fíkniefnainnflutning, en málið kom upp á Keflavíkurflugvelli 12. maí síðastliðinn. Samkvæmt því sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld varðar málið innflutning á yfir tíu kílóum af kókaíni, en það vildi lögregla ekki staðfesta. Meira »

Vantar ákvæði um auðkennaþjófnað

Í gær, 18:22 Engin ákvæði eru í hegningarlögum um auðkennaþjófnað sem gerir ákæruvaldinu erfitt fyrir að sækja slík mál að sögn Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara. Ekki var talið líklegt að sakfelling næðist í máli þar sem maður þóttist vera annar maður til þess að nauðga. Meira »

Ákærður fyrir fjárdrátt og peningaþvætti

Í gær, 18:05 Héraðssaksóknari hefur ákært Magnús Stefán Jónasson, fyrrverandi skrifstofustjóra Afls sparisjóðs, fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti. Er hann bæði ákærður fyrir að hafa dregið sér fé og millifært fé inn á reikning verktakafyrirtækis í hans eigu. Ákæran er í níu liðum en sum málin eru um áratugar gömul. Meira »

Þröngur veðurgluggi veldur röð á tindinn

Í gær, 17:50 Þröngur veðurgluggi veldur því á nokkurra ára fresti að löng röð myndast af fjallgöngugörpum á leið á tind Everest, líkt og sjá mátti á mynd sem tekin var af fjallinu í gær. Þetta segir Vilborg Arna Gissurardóttir fjallagarpur og Everestfari, en þrír Íslend­ing­ar toppuðu hæsta fjall heims í morgun. Meira »

Skipaumferð eykst við Húsavík

Í gær, 17:30 Með tilkomu kísilvers PCC á Bakka við Húsavík hefur umferð flutningaskipa aukist mjög um Húsavíkurhöfn og oft má orðið sjá skip bíða fyrir utan höfnina eftir að röðin komi að því við Bökugarðinn. Ráðast þurfti í talsverðar framkvæmdir á höfninni vegna þessa. Meira »

Gert við mastrið á Patreksfirði

Í gær, 17:24 Breski siglingakappinn Andrew Bedwell sigldi smáskútu sinni, 241 Blue One, í einum áfanga frá Neskaupstað til Patreksfjarðar. Það þykir afrek að sigla svo litlu fleyi, 6,5 metra löngu, einn síns liðs milli landa og kringum landið. Meira »

Fleiri Þristar til sýnis

Í gær, 16:48 Þær hafa líklega ekki farið framhjá mörgum, svokallaðar þrista­vél­ar, DC-3- og C-47-flug­vél­ar, frá Banda­ríkj­un­um, sem hafa lent á Reykjavíkurflugvelli síðustu daga. Fimm Þristar til viðbótar á leið frá Ameríku til Bretlands lenda í Reykjavík síðdegis og í kvöld. Meira »

Vilja taka við Hatarabúningum

Í gær, 16:22 Stjórn BDSM á Íslandi hvetur landsmenn sem festu kaup á fatnaði, keðjum, ólum og slíku vegna Eurrovision og hljómsveitarinnar Hatara sem keppti fyrir hönd Íslendinga að koma slíkum búnaði til félagsins ef hann er líklegur til að safna ryki. Meira »

Borgirnar verði endurhannaðar

Í gær, 16:18 Borgarstjórar höfuðborga á Norðurlöndum boðuðu róttækar aðgerðir í loftslagsmálum í Ósló í gær. Þar fer fram alþjóðleg ráðstefna um sjálfbærni borga en Ósló er umhverfishöfuðborg Evrópu í ár. Meira »

Mikil aukning stafrænna þvingana

Í gær, 16:16 Mál ungs manns sem þvingaði konu m.a. til samræðis við aðra menn í krafti stafrænna þvingana er vissulega óvenjulegt að mati Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara, þó sé stöðug aukning í málaflokknum og þörf á að bregðast við því. Ákæruvaldið lítur á slík brot sem nauðgun. Meira »

Umsóknin svar við réttaróvissunni

Í gær, 15:20 „Ástæðan er auðvitað niðurstaða Mannréttindadómstólsins, þó að ég sé ekki sammála henni. Þetta skapar réttaróvissu um mitt umboð til að gegna dómstörfum. Mér fannst rétt að freista þess að endurnýja það umboð.“ Meira »
Jema A/S danskar skæralyftur
Við seljum hinar vinsælu skæralyftur frá JEMA . Lyfta 1,2 m og 3 T ,glussadrifn...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...