70% þolenda á barnsaldri

Guðrún Jónsdóttir kynnti skýrsluna í morgun.
Guðrún Jónsdóttir kynnti skýrsluna í morgun. mbl.is/​Hari

784 leituðu til Stígamóta í fyrra vegna kynferðisofbeldis af einhverju tagi. Þetta er nokkur fækkun frá fyrra ári, en þá höfðu aldrei fleiri leitað til samtakanna. Nauðgun var algengasta ástæðan, kynferðisleg áreitni sú næstalgengasta og sifjaspell sú þriðja algengasta. Flestir voru á aldrinum 18 - 29 ára og um 10% þeirra, sem leituðu til Stígamóta í fyrsta skipti eru með örorkumat. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ársskýrslu Stígamóta fyrir árið 2018 sem kynnt var í morgun. Af þessum 784 voru 359 að koma í fyrsta skiptið. 

Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta segir að yfirleitt líði talsverður tími frá því að ofbeldi er framið og þangað til fólk leitar sér hjálpar vegna þess, oft líða áratugir þar á milli. Ein af helstu áskorunum Stígamóta væri að stytta þennan tíma á milli brots og leitar eftir aðstoð. „70% af okkar fólki eru fullorðin börn,“ segir Guðrún. „Af þeim sem leituðu til okkar í fyrra voru 112 yngri en tíu ára þegar ofbeldið var fyrst framið.“

Af þessum 359 einstaklingum sem beittir höfðu verið ofbeldið voru 311 konur, 47 karlar og einn var af öðru kyni. Karlar voru tæp 96% ofbeldismanna og konur voru 4%. 

Sjö ofbeldismenn voru tíu ára eða yngri

Rúm 70% þeirra sem leituðu til Stígamóta í fyrsta skiptið í fyrra voru yngri en 18 ára þegar ofbeldið var fyrst framið.  Þegar aldur ofbeldismanna er skoðaður sést að 99 ofbeldismenn af þeim 575 sem um ræðir voru 17 ára eða yngri og þar með á barnsaldri. Þar af voru sjö þeirra 10 ára eða yngri og 20 á aldrinum 11-13 ára. Rúm 82% ofbeldismannanna eru íslenskir.

Þeir einstaklingar, sem metnir eru til örorku, og leituðu til Stígamóta í fyrra, eru oftast með geðsjúkdóm, en aðrar tegundir örorku í þessum hópi eru einhverfa og þroskahömlun. „Það hefur orðið 5% aukning meðal þessa hóps á milli ára,“ segir Guðrún.

Spurð um hvað gæti valdið því segist hún telja að fyrst og fremst sé um að ræða vitundarvakningu, bæði á meðal fatlaðs fólks og aðstandenda þeirra. „Umræðan hefur auðvitað mikið að segja í þessu sambandi, ég held a.m.k. ekki að það sé hægt að fullyrða út frá þessum tölum að kynferðisofbeldi gagnvart fötluðu fólki hafi aukist.“

Heimilið algengasti staðurinn

Algengast var að ofbeldið ætti sér stað á heimilum. Þar af var heimili ofbeldismannsins algengasti staðurinn og sá næstalgengasti var sameiginlegt heimili þolanda og geranda. „Umræðan um að konur og stúlkur eigi að fara varlega þegar þær eru einar á ferli á almannafæri kemur upp í hugann við þessar upplýsingar,“ sagði Guðrún. 

Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er greining á afleiðingum ofbeldisins fyrir brotaþola. Tæp 27% þeirra sem leituðu til Stígamóta hafa gert tilraun til sjálfsvígs. Þá var óhófleg áfengisneysla algeng afleiðing kynferðisofbeldis hjá báðum kynjum, en nokkur kynjamunur var að þessu leyti, t.d. var talsvert algengara meðal karlkyns brotaþola að spila fjárhættuspil eða tölvuleiki í óhófi og sömuleiðis óhófleg íþróttaiðkun. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Safnað fyrir endurgerð Sóleyjar

Í gær, 21:33 Ég kynntist konunni minni í kvikmyndanámi og við elskum bæði sögulegar og dulrænar kvikmyndir. Sóley er þannig mynd.“  Meira »

Baka í fyrsta íslenska viðarhitaða ofninum

Í gær, 21:30 „Þetta er ástríða mín og ég vildi taka þetta alla leið,“ seg­ir Mat­hi­as Ju­lien Spoerry franskur bakari sem opnar ásamt konu sinni Ellu Völu Ármanns­dótt­ur bakaríið Böggvisbrauð í Svarfaðardal. Brauðið er bakað úr nýmöluðu hveiti frá Frakklandi og bakað í viðarhituðum brauðofni þeim fyrsta hér á landi. Meira »

Rannsókn lokið í Dalshrauni

Í gær, 20:56 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu lauk rannsóknar á vettvangi þar sem elds­voðinn varð í Dals­hrauni í Hafnar­f­irði í gær. Hann hefur nú verið afhentur tryggingafélagi. Meira »

Kólnar smám saman í veðri

Í gær, 20:51 Það gengur í norðan og norðaustan 8-13 m/s með rigningu eða slyddu á austanverðu landinu seint í kvöld og nótt, að því er Veðurstofa Íslands greinir frá. Það mun snjóa á fjallvegum og því má búast við versnandi færð þar. Meira »

Aldrei fóru fleiri vestur

Í gær, 20:20 „Það var ekkert drama, allt gekk upp og meira til, og aðsóknin hefur aldrei verið meiri,“ segir Kristján Freyr Hall­dórs­son, rokk­stjóri tón­list­ar­hátíðar­inn­ar Aldrei fór ég suður. Meira »

Innnes hækkar ekki vöruverð

Í gær, 18:49 Engar verðhækkanir vegna nýrra kjarasamninga eru í farvatninu hjá Innnesi, segir forstjóri fyrirtækisins. Hann segir samningamenn hafa sýnt skynsemi og að hinn nýi kjarasamningur sé góður. Meira »

Fiskeldi svar við risavöxnum áskorunum

Í gær, 18:23 Útflutningsverðmæti fiskeldis á ársgrundvelli hér á landi gæti komið til með að slaga hátt upp í útflutningsverðmæti þorskaflans, þegar okkur tekst að nýta burðarþol fjarðanna samkvæmt fyrirliggjandi burðarþolsmati Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Ekki hótun hjá ÍSAM

Í gær, 18:03 „Ég skil vel að þetta hafi vakið eftirtekt, en ég skil ekki að menn skuli líta á þetta sem einhverja hótun eða klofning hjá SA. Þá er búið að snúa hlutunum svolítið á hvolf,“ segir Hermann Stefánsson, forstjóri ÍSAM. Meira »

Humarpizza er ekkert pizza!

Í gær, 17:30 Á Glóð á Egilsstöðum má nú fá eldbakaða pizzu sem að sögn eigandans er nákvæmlega eins og þú myndir fá hana í Róm. Hann flutti inn menntaðan pizzubakara, sem tekur sér 50 klukkustundir í að gera deigið. Meira »

Klifraði ölvaður upp á þak

Í gær, 17:25 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í einu og öðru að snúast á þessum páskadegi. Snemma í morgun barst lögreglu tilkynning frá fjölbýlishúsi í Hlíðunum í Reykjavík um að ölvaður ungur maður hefði farið út á svalir á fjórðu hæð og þaðan upp á þakið. Meira »

Skelfileg sjón blasti við eigandanum

Í gær, 16:55 „Eigandi þessarar bifreiðar lenti í því að hjólbarði sprakk á bifreiðinni í gærkvöldi. Bifreiðin var skilin eftir á Stapavegi rétt hjá Stofnfiski í Vogum á Vatnsleysuströnd. Er eigandinn kom að bifreiðinni í morgun blasti þessi sjón við honum,“ skrifar lögreglan á Suðurnesjum í færslu á Facebook. Meira »

Íslendingar á Sri Lanka óhultir

Í gær, 14:58 Nokkrir Íslendingar sem staddir eru á Sri Lanka hafa sett sig í samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins til þess að láta vita af sér. Ráðuneytið veit ekki betur en að allir Íslendingar sem staddir eru ytra, þar sem yfir 200 eru látnir eftir hryðjuverkaárásir, séu heilir á húfi. Meira »

Slökkvistarfi lokið við Sléttuveg

Í gær, 14:11 Vettvangur eldsins sem braust út í bílakjallara við Sléttuveg 7 á tíunda tímanum í morgun var afhentur lögreglu rétt fyrir hádegi í dag. Meira »

Atli Heimir Sveinsson látinn

Í gær, 14:06 Atli Heimir Sveinsson er látinn, áttræður að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu tónskáldsins.  Meira »

Íslendingar í Sri Lanka láti vita af sér

Í gær, 14:00 Utanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því að Íslendingar í Sri Lanka láti aðstandendur vita af sér eftir hryðjuverkaárásirnar í morgun. Þá er þeim sem þurfa á aðstoð að halda bent á að hafa samband við neyðarsíma borgaraþjónustunnar +354-545-0-112. Meira »

„Verðum að breyta um lífsstíl“

Í gær, 12:05 Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, minntist á eldsvoðann í Notre Dame-kirkjunni í París og þau David Attenborough og Gretu Thunberg í páskapredikun sinn í Dómkirkjunni þar sem vandamál tengd loftslagsmálum voru henni hugleikin. Meira »

Tæknideild rannsakar vettvanginn

Í gær, 11:42 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar í dag vettvanginn þar sem eldsvoðinn varð í Dalshrauni í Hafnarfirði í gær. Meira »

„Hún flýgur aldrei aftur“

Í gær, 11:25 „Það væsir ekkert um hana hjá mér, hún virðist hafa það mjög gott,“ segir Halldór Jónsson um brandugluna sem hann bjargaði úr girðingu skammt frá Þórshöfn ásamt félaga sínum á dögunum. Meira »

„Það var mikill reykur“

Í gær, 11:06 „Hér kom upp eldur í bílageymslu, í einhverju dóti sem var geymt í bílageymslunni,“ segir Sverrir Björn Björnsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is. „Það var mikill reykur og þá hlýtur að vera töluverður eldur í þessu líka.“ Meira »
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
Dunlop Enasave Ec300
4 ný og ónotuð Dunlop Enasave Ec300 sumardekk til sölu. 215/50R17 Verð 40þús ...
Tæki fyrir fjórhjólið
Fjölmörg tæki í boði fyrir fjórhjólið www.hardskafi.is...
Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 176.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoð...