Félag stofnað um Finnafjarðarhöfn

Frá undirritun samninganna við höfnina á Þórshöfn í dag.
Frá undirritun samninganna við höfnina á Þórshöfn í dag. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Fulltrúar Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps, þýska hafnarfélagsins Bremenports og verkfræðistofunnar Eflu hf. undirrituðu í dag samstarfssamninga um þróun og uppbyggingu hafnarstarfsemi í Finnafirði. Undirritunin samninganna fór fram á Þórshöfn í Langanesbyggð.

Við undirritunina var stofnað þróunarfélagið FFPD, sem mun vinna að því að afla sérleyfishafa til að hefja starfsemi innan svæðisins. Um er að ræða um 1.300 hektara svæði í Finnafirði, sem hýst getur margvíslega starfsemi.

Bremenports mun eiga 66% hlut í félaginu, en aðrir eigendur verða Efla hf. með 26% og sveitarfélögin Vopnafjörður og Langanesbyggð saman með 8%. Viðræður eru í gangi um aðkomu erlends fjárfestingarsjóðs að félaginu síðar á árinu, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu.

„Markmið félagsins er að vinna að uppbyggingu alþjóðlegrar stórskipahafnar og iðnaðar-og þjónustusvæðis í takt við ákall samtímans um sjálfbærni. Svæðið tengir saman Asíu við austurströnd Bandaríkjanna og Evrópu. Staðsetning hafnarinnar í Finnafirði mun stytta alþjóðlegar sigilingaleiðir verulega og í kjölfarið minnka útblástur í flutningum,“ segir í tilkynningunni.

Á þessari teikningu frá Eflu má sjá hvernig áformin líta ...
Á þessari teikningu frá Eflu má sjá hvernig áformin líta út, en greint hefur verið frá því að stefnt sé að því að hafnarbakkar stórskipahafnarinnar verði sex kílómetra langir. Tölvuteikning/Efla

Sveitarstjórar á svæðinu fagna áfanganum

Þar er haft eftir Þór Steinarssyni, sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps, að undirritunin sé „mikið fagnaðarefni“ og að hafnarstarfsemi í Finnafirði muni styrkja stöðu sveitarfélaganna á svæðinu verulega og skjóta styrkari stoðum undir atvinnulíf á öllu Norðausturlandi.

Elías Pétursson sveitarstjóri Langanesbyggðar segir að sveitarfélagið hafi um langa hríð stefnt að þeim áfanga sem náðist í dag. „Höfnin mun efla byggðina hér á svæðinu og fjölga tækifærum á Norður- og Austurlandi enda má segja að með höfninni myndist hér ný gátt út í heiminn,“ er haft eftir Elíasi í fréttatilkynningu.

Hafsteinn Helgason frá Eflu hélt stutta tölu um Finnafjarðarverkefnið.
Hafsteinn Helgason frá Eflu hélt stutta tölu um Finnafjarðarverkefnið. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Þá er haft eftir Robert Lowe, forstjóra Bremenports, að staðsetning hafnarinnar muni „breyta alþjóðasiglinum til frambúðar“ og að hún geti leitt til „verulegs umhverfisábata þar sem þetta mun minnka útblástur“.

Aðstæður til uppbyggingar „einstakar á landsvísu“

Hafsteinn Helgason, sviðsstjóri viðskiptaþróunar hjá Eflu, segir að stórskipahöfnin í Finnafirði sé „risavaxið verkefni“ og að uppbygging hafnarinnar muni „standa yfir í áratugi“. Haft er eftir honum að við rannsóknir verkfræðistofunnar á svæðinu á síðustu árum hafi komið í ljós að aðstæður til hafnaruppbyggingar í firðinum séu „einstakar á landsvísu og þótt víðar væri leitað við Norður-Atlantshafið“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Safnað fyrir endurgerð Sóleyjar

Í gær, 21:33 Ég kynntist konunni minni í kvikmyndanámi og við elskum bæði sögulegar og dulrænar kvikmyndir. Sóley er þannig mynd.“  Meira »

Baka í fyrsta íslenska viðarhitaða ofninum

Í gær, 21:30 „Þetta er ástríða mín og ég vildi taka þetta alla leið,“ seg­ir Mat­hi­as Ju­lien Spoerry franskur bakari sem opnar ásamt konu sinni Ellu Völu Ármanns­dótt­ur bakaríið Böggvisbrauð í Svarfaðardal. Brauðið er bakað úr nýmöluðu hveiti frá Frakklandi og bakað í viðarhituðum brauðofni þeim fyrsta hér á landi. Meira »

Rannsókn lokið í Dalshrauni

Í gær, 20:56 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu lauk rannsóknar á vettvangi þar sem elds­voðinn varð í Dals­hrauni í Hafnar­f­irði í gær. Hann hefur nú verið afhentur tryggingafélagi. Meira »

Kólnar smám saman í veðri

Í gær, 20:51 Það gengur í norðan og norðaustan 8-13 m/s með rigningu eða slyddu á austanverðu landinu seint í kvöld og nótt, að því er Veðurstofa Íslands greinir frá. Það mun snjóa á fjallvegum og því má búast við versnandi færð þar. Meira »

Aldrei fóru fleiri vestur

Í gær, 20:20 „Það var ekkert drama, allt gekk upp og meira til, og aðsóknin hefur aldrei verið meiri,“ segir Kristján Freyr Hall­dórs­son, rokk­stjóri tón­list­ar­hátíðar­inn­ar Aldrei fór ég suður. Meira »

Innnes hækkar ekki vöruverð

Í gær, 18:49 Engar verðhækkanir vegna nýrra kjarasamninga eru í farvatninu hjá Innnesi, segir forstjóri fyrirtækisins. Hann segir samningamenn hafa sýnt skynsemi og að hinn nýi kjarasamningur sé góður. Meira »

Fiskeldi svar við risavöxnum áskorunum

Í gær, 18:23 Útflutningsverðmæti fiskeldis á ársgrundvelli hér á landi gæti komið til með að slaga hátt upp í útflutningsverðmæti þorskaflans, þegar okkur tekst að nýta burðarþol fjarðanna samkvæmt fyrirliggjandi burðarþolsmati Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Ekki hótun hjá ÍSAM

Í gær, 18:03 „Ég skil vel að þetta hafi vakið eftirtekt, en ég skil ekki að menn skuli líta á þetta sem einhverja hótun eða klofning hjá SA. Þá er búið að snúa hlutunum svolítið á hvolf,“ segir Hermann Stefánsson, forstjóri ÍSAM. Meira »

Humarpizza er ekkert pizza!

Í gær, 17:30 Á Glóð á Egilsstöðum má nú fá eldbakaða pizzu sem að sögn eigandans er nákvæmlega eins og þú myndir fá hana í Róm. Hann flutti inn menntaðan pizzubakara, sem tekur sér 50 klukkustundir í að gera deigið. Meira »

Klifraði ölvaður upp á þak

Í gær, 17:25 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í einu og öðru að snúast á þessum páskadegi. Snemma í morgun barst lögreglu tilkynning frá fjölbýlishúsi í Hlíðunum í Reykjavík um að ölvaður ungur maður hefði farið út á svalir á fjórðu hæð og þaðan upp á þakið. Meira »

Skelfileg sjón blasti við eigandanum

Í gær, 16:55 „Eigandi þessarar bifreiðar lenti í því að hjólbarði sprakk á bifreiðinni í gærkvöldi. Bifreiðin var skilin eftir á Stapavegi rétt hjá Stofnfiski í Vogum á Vatnsleysuströnd. Er eigandinn kom að bifreiðinni í morgun blasti þessi sjón við honum,“ skrifar lögreglan á Suðurnesjum í færslu á Facebook. Meira »

Íslendingar á Sri Lanka óhultir

Í gær, 14:58 Nokkrir Íslendingar sem staddir eru á Sri Lanka hafa sett sig í samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins til þess að láta vita af sér. Ráðuneytið veit ekki betur en að allir Íslendingar sem staddir eru ytra, þar sem yfir 200 eru látnir eftir hryðjuverkaárásir, séu heilir á húfi. Meira »

Slökkvistarfi lokið við Sléttuveg

Í gær, 14:11 Vettvangur eldsins sem braust út í bílakjallara við Sléttuveg 7 á tíunda tímanum í morgun var afhentur lögreglu rétt fyrir hádegi í dag. Meira »

Atli Heimir Sveinsson látinn

Í gær, 14:06 Atli Heimir Sveinsson er látinn, áttræður að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu tónskáldsins.  Meira »

Íslendingar í Sri Lanka láti vita af sér

Í gær, 14:00 Utanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því að Íslendingar í Sri Lanka láti aðstandendur vita af sér eftir hryðjuverkaárásirnar í morgun. Þá er þeim sem þurfa á aðstoð að halda bent á að hafa samband við neyðarsíma borgaraþjónustunnar +354-545-0-112. Meira »

„Verðum að breyta um lífsstíl“

Í gær, 12:05 Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, minntist á eldsvoðann í Notre Dame-kirkjunni í París og þau David Attenborough og Gretu Thunberg í páskapredikun sinn í Dómkirkjunni þar sem vandamál tengd loftslagsmálum voru henni hugleikin. Meira »

Tæknideild rannsakar vettvanginn

Í gær, 11:42 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar í dag vettvanginn þar sem eldsvoðinn varð í Dalshrauni í Hafnarfirði í gær. Meira »

„Hún flýgur aldrei aftur“

Í gær, 11:25 „Það væsir ekkert um hana hjá mér, hún virðist hafa það mjög gott,“ segir Halldór Jónsson um brandugluna sem hann bjargaði úr girðingu skammt frá Þórshöfn ásamt félaga sínum á dögunum. Meira »

„Það var mikill reykur“

Í gær, 11:06 „Hér kom upp eldur í bílageymslu, í einhverju dóti sem var geymt í bílageymslunni,“ segir Sverrir Björn Björnsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is. „Það var mikill reykur og þá hlýtur að vera töluverður eldur í þessu líka.“ Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Malbiksviðgerðir
vertíðin hafin endilega leitið tilboða S: 551 400 - verktak@verktak.is eð...
Lítið sumarhús
Til leigu lítið sumarhús 25km. frá Akureyri, svefnpláss fyrir 2-4, WiFi- ljóslei...