„Æskilegast væri að útrýma minknum“

Minkur við veiðiá.
Minkur við veiðiá. mbl.is/Golli

„Æskileg­ast væri að út­rýma minkn­um og ég held að all­ir séu sam­mála því að það væri gott ef það væri mögulegt og kostaði ekki brjálæðis­lega mikið. Sparnaður yrði af því til framtíðar en miðað við nú­ver­andi veiðiaðferðir er það frek­ar fjar­læg­ur draum­ur,“ seg­ir  Ró­bert A. Stef­áns­son, for­stöðumaður Nátt­úru­stofu Vest­ur­lands, um minka­stofn­inn.

Ró­bert tek­ur und­ir orð Snorra Rafns­son­ar um að efla þurfi veiðar á mink því hann veld­ur skaða í nátt­úr­unni. Hann seg­ir ým­is­legt hægt að gera til að bæta ár­ang­ur minka­veiðanna. Eitt af því væri meira sam­tal milli vís­inda­manna, stjórn­valda og veiðimanna. „Það þarf að hlusta meira á veiðimenn­ina. Þeir eru sér­fræðing­ar í því sem þeir eru að gera. Þetta eru sér­hæfðar veiðar og marg­ir búa yfir gríðarlegri þekk­ingu og reynslu. Það á að nýta það,“ seg­ir Ró­bert.

Minkur er framandi og ágeng tegund og raunar ein af verstu ágengu tegundum Evrópu. Það þýðir að vegna aðildar Íslendinga að samningnum um líffræðilega fjölbreytni, þá ber stjórnvöldum að grípa til aðgerða til að draga úr neikvæðum áhrifum tegundarinnar. 

Á næst­unni þarf Nátt­úru­stofa Vest­ur­lands á liðsstyrk minka­veiðimanna að halda því á stofn­un­inni er haf­in rann­sókn og vökt­un á mink­um. Hinn 5. apríl síðastliðinn skrifuðu Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, og Ró­bert A. Stef­áns­son, for­stöðumaður Nátt­úru­stofu Vest­ur­lands, und­ir samn­ing þess efn­is.    

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Róbert A. Stefánsson ...
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Róbert A. Stefánsson forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands. Ljósmynd/Náttúrustofa Vesturlands

Mark­mið samn­ings­ins er að afla og vinna úr vís­inda­leg­um gögn­um um mink í nátt­úru lands­ins, sem m.a. má nýta til að styðja við bætt skipu­lag og fram­kvæmd minka­veiða. Í þess­ari rann­sókn verða ekki skoðuð áhrif minks­ins á ís­lenska nátt­úru held­ur verður sjónum beint að minkastofninum sjálfum. Minka­veiðimenn á öllu land­inu verða beðnir um að senda afla sinn til rann­sókna á Nátt­úru­stof­unni, þar sem gerðar verða mælingar á hverju dýri og sýni tekin til frekari rannsókna.

„Við reyn­um til dæm­is að leita skýr­inga á því hvers vegna stofn­inn virðist sveifl­ast mikið og hvaða þætt­ir stjórni því. Frjó­semi og lík­ams­ástand hans verður meðal ann­ars skoðað,“ seg­ir Ró­bert. Hann bind­ur von­ir við að þetta verk­efni muni auka skiln­ing á minka­stofn­in­um sem verði til þess að hægt verði að ráða bet­ur niður­lög­um hans.  

Und­ir sveit­ar­fé­lög­un­um komið

Sveit­ar­fé­lög­um er í sjálfs­vald sett hvað þau verja mikl­um fjár­mun­um til minka­veiða. Eins og staðan er núna er eng­in yfirstjórn á minka­veiðunum því hún ræðst af áhuga stjórn­enda sveit­ar­fé­lag­anna og hags­mun­um þeirra og inn í þetta spil­ar einnig fram­boð af áhuga­söm­um minka­veiðimönn­um í ná­grenn­inu. Hags­mun­ir eins og mik­il­væg­ar veiðiár, vötn og æðar­varp ýtir und­ir áhuga á veiðunum.

„Það er galli að sveit­ar­fé­lög sinna þessu mis­vel. Það er eng­in sam­hæf­ing í kerf­inu yfir stærri svæði og það hef­ur skort,” seg­ir Ró­bert. Hann bend­ir á að til dæm­is get­ur eitt sveit­ar­fé­lag sinnt þessu vel en ef það næsta ger­ir það ekki þá færa mink­arn­ir sig á milli.  

„Það þarf að vera vilji til að bæta kerfið. Eins og það er í dag er lítið greitt fyr­ir minka­veiðar. Menn sem standa í þessu gera þetta meira af hug­sjón. Lág verðlaun eru fyr­ir hvern veidd­an mink og tíma­kaupið er mjög lágt. Hætt­an er að þess­ar veiðar detti upp fyr­ir,“ seg­ir Ró­bert og bæt­ir við „mér finnst minka­veiðimenn ekki hafa notið skiln­ings“.  

Minkurinn var fluttur fyrst inn til landsins árið 1931. Minkar ...
Minkurinn var fluttur fyrst inn til landsins árið 1931. Minkar í minkabúi, mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Góðir minkaveiðihundar eru „dýr­mæt­ir“ 

Hann tel­ur lík­legt að minka­veiðar hafi lagst af á sum­um svæðum. Minkur­inn er veidd­ur í gildr­ur, með hund­um og skot­inn af veiðimönn­um. Minka­veiði með hund­um hef­ur snar­minnkað en til að viðhalda góðum minka­veiðihundi þarf tíma, orku og góða aðstöðu. „Góðir minka­veiðihund­ar eru mjög dýr­mæt­ir en í dag eiga frek­ar fáir slíka,“ seg­ir Ró­bert. Á árum áður var veiðistjóra­embættið með minka­hunda­bú sem menn gátu fengið lánaða til að veiða. Þetta fyr­ir­komu­lag hafi smám sam­an lagst af.  

Minka­veiðitíma­bilið er allt árið en mesta veiðin fer fram í apríl og maí. Á síðustu árum hef­ur veiði á öðrum árstímum auk­ist.. Rann­sókn­inni er ætlað að bæta þekkinguna á íslenska minkastofninum og verður vonandi hægt að nýta til að auka árangur veiða. Verk­efnið er til tveggja ára en fyrstu niðurstaðna er að vænta næsta vor.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þekkingarleysi á skyldum lögreglu

17:45 Staðir þar sem fíklar geta nálgast hreinar sprautunálar og aðra þjónustu eru ekki undir sérstöku eftirliti lögreglu, en eru þó „enginn griðastaður“ hvað eftirlit laga og reglna varðar. Nýtt frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými, sem er til umsagnar hjá Alþingi fékk harða umsögn lögreglu. Meira »

Blaðamenn búa víða við ótta

17:27 Ísland er í fjórtánda sæti á lista yfir fjölmiðlafrelsi í ríkjum heim, samkvæmt nýjum matskvarða Blaðamanna án landamæra, The World Press Freedom Index. Ísland fer niður um eitt sæti á milli ára. Meira »

Í gæsluvarðhald með falskt vegabréf

17:00 Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir manni sem var handtekinn á þriðjudag er hann notaði falsað skilríki í banka. Kom þá í ljós að maðurinn var eftirlýstur og með endurkomubann og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 24. apríl. Meira »

Aftur lokað að Dettifossi

16:36 Aftur er búið að loka fyrir umferð að Dettifossi og nú vegna asahláku á svæðinu. Greint var frá því í morgun að búið væri að opna fyrir umferð um Detti­foss­veg frá Þjóðvegi 1 og norður að foss­in­um, en lokað hafði verið frá því á mánudag. Meira »

Óánægja með viðtöl Bandaríkjamanna

14:05 Flugfarþegi lýsti í dag óánægju sinni með framgöngu manna í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Mennirnir tveir spurðu fólk spurninga um það hvert það hygðist ferðast. Meira »

Líf og fjör í páskaeggjaleit K100

12:49 Fjölmargir, ungir sem aldnir, litu við í Hádegismóum í dag þar sem fram fór páskaeggjaleit útvarpsstöðvarinnar K100. Líf og fjör var í leitinni og gestirnir nutu útivistarinnar til hins ýtrasta. Boðið var upp á veitingar fyrir alla. Meira »

Stormur sökk í Reykjavíkurhöfn

12:19 Lítill bátur með utanborðsmótora sem ber nafnið Stormur sökk í Reykjavíkurhöfn í gær. Unnið er að því að ná honum upp úr höfninni. Meira »

Göngunum lokað vegna mengunar

11:50 Loka þurfti fyrir umferð um Hvalfjarðargöng fyrr í morgun sökum þess að mengun í göngunum fór upp fyrir leyfileg mörk. Búið er að opna göngin aftur, en samkvæmt starfsmanni Vegagerðarinnar sem mbl.is ræddi við má búast við því að þetta gerist af og til um helgina. Meira »

Búið að opna að Dettifossi

10:50 Búið er að opna fyrir umferð um Dettifossveg frá Þjóðvegi 1 og norður að fossinum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Vatnajökulsþjóðgarðs. Aðstæður á gönguleiðum við fossinn eru þó sagðar „vægast sagt fjölbreyttar“. Meira »

Tímaferðalag Ævars á svið

10:00 Ævar Þór Benediktsson hefur samið við Þjoðleikhúsið um að ný gerð af Þínu eigin leikriti verði frumsýnd á næsta leikári í leikstjórn Stefáns Halls Stefánssonar. Nýja leikritið verður byggt á bók Ævars Þitt eigið ævintýri – Tímaferðalag. Meira »

Skíðafærið á skírdag

09:24 Þrátt fyrir að skíðasnjó sé því miður ekki lengur að finna á suðvesturhorni landsins og búið sé að loka Bláfjöllum og Skálafelli endanlega þennan veturinn, er enn eitthvað af skíðasnjó í brekkunum fyrir norðan, austan og vestan. mbl.is tók saman stöðuna. Meira »

Sprett úr skíðaspori á Ísafirði í aðdraganda páskanna

09:07 Gleðin skein úr hverju andliti á Ísafirði í gær þegar sprettskíðaganga Craftsport hófst, en gangan markaði upphaf hinnar árlegu skíðaviku á Ísafirði. Meira »

250 þúsund króna munur vegna aldurs

08:18 Um 250 þúsund króna munur getur verið á ábyrgðartryggingu ökutækis á milli tryggingarfélaga, miðað við tilboð sem ungur ökumaður fékk í ökutækjatryggingu frá tveimur tryggingarfélögum. Meira »

Ekki gerðar tímakröfur á flugmenn

08:13 Þegar Icelandair ræður flugmenn til starfa er ekki gerð grunnkrafa um tiltekinn fjölda flugtíma, heldur hafa þær kröfur með tímanum vikið fyrir öðruvísi kröfum. Meira »

Færri fara á fjöll um páska en áður

07:57 Páskarnir eru tími sem fólk nýtir gjarnan í ferðalög um landið. En hvert liggur straumur Íslendinga í páskafríinu?  Meira »

Eldur kviknaði á hjúkrunarheimili

07:51 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var sent af stað um kl. 7 í morgun vegna tilkynningar um eld í matsal á hjúkrunarheimili í Boðaþingi í Kópavogi. Eldurinn reyndist minniháttar. Meira »

Handalögmál vegna starfa bingóstjóra

07:17 Kona var slegin í andlitið eftir að hún reyndi að koma manni sem stýrði bingóleik á Gullöldinni í Grafarvogi til varnar, en sá hafði verið sakaður um svindl. Að öðru leyti byrjar páskahelgin vel hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Fréttaþjónusta mbl.is um páskana

05:30 Morgunblaðið kemur næst út laugardaginn 20. apríl. Fréttaþjónusta verður um páskana á mbl.is. Hægt er að koma ábendingum um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Áskrifendaþjónustan er opin í dag frá kl. 8-12. Meira »

30 barna leitað í 65 skipti

05:30 Færri leitarbeiðnir vegna týndra barna hafa borist lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í ár en á sama tíma í fyrra.  Meira »
Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 176.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoð...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Svartar Fjaðrir, 1919, Davíð Stefánsson, frumútg., Det Höje Nord ...
YRSA Reykjavík, stál-kvenúr. Svissneskt
Ronda verk, auðlæs skífa, 50 m vatnshelt, 2ja ára ábyrgð. Tilboðsverð 9.900,- Sa...
VolkswagenPolo 2006 til sölu
Vetrar og sumardekk, 4 dyra, ekinn 179 þ.km. Gott viðhald og smurbók. Verð 240 þ...