„Æskilegast væri að útrýma minknum“

Minkur við veiðiá.
Minkur við veiðiá. mbl.is/Golli

„Æskileg­ast væri að út­rýma minkn­um og ég held að all­ir séu sam­mála því að það væri gott ef það væri mögulegt og kostaði ekki brjálæðis­lega mikið. Sparnaður yrði af því til framtíðar en miðað við nú­ver­andi veiðiaðferðir er það frek­ar fjar­læg­ur draum­ur,“ seg­ir  Ró­bert A. Stef­áns­son, for­stöðumaður Nátt­úru­stofu Vest­ur­lands, um minka­stofn­inn.

Ró­bert tek­ur und­ir orð Snorra Rafns­son­ar um að efla þurfi veiðar á mink því hann veld­ur skaða í nátt­úr­unni. Hann seg­ir ým­is­legt hægt að gera til að bæta ár­ang­ur minka­veiðanna. Eitt af því væri meira sam­tal milli vís­inda­manna, stjórn­valda og veiðimanna. „Það þarf að hlusta meira á veiðimenn­ina. Þeir eru sér­fræðing­ar í því sem þeir eru að gera. Þetta eru sér­hæfðar veiðar og marg­ir búa yfir gríðarlegri þekk­ingu og reynslu. Það á að nýta það,“ seg­ir Ró­bert.

Minkur er framandi og ágeng tegund og raunar ein af verstu ágengu tegundum Evrópu. Það þýðir að vegna aðildar Íslendinga að samningnum um líffræðilega fjölbreytni, þá ber stjórnvöldum að grípa til aðgerða til að draga úr neikvæðum áhrifum tegundarinnar. 

Á næst­unni þarf Nátt­úru­stofa Vest­ur­lands á liðsstyrk minka­veiðimanna að halda því á stofn­un­inni er haf­in rann­sókn og vökt­un á mink­um. Hinn 5. apríl síðastliðinn skrifuðu Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, og Ró­bert A. Stef­áns­son, for­stöðumaður Nátt­úru­stofu Vest­ur­lands, und­ir samn­ing þess efn­is.    

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Róbert A. Stefánsson ...
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Róbert A. Stefánsson forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands. Ljósmynd/Náttúrustofa Vesturlands

Mark­mið samn­ings­ins er að afla og vinna úr vís­inda­leg­um gögn­um um mink í nátt­úru lands­ins, sem m.a. má nýta til að styðja við bætt skipu­lag og fram­kvæmd minka­veiða. Í þess­ari rann­sókn verða ekki skoðuð áhrif minks­ins á ís­lenska nátt­úru held­ur verður sjónum beint að minkastofninum sjálfum. Minka­veiðimenn á öllu land­inu verða beðnir um að senda afla sinn til rann­sókna á Nátt­úru­stof­unni, þar sem gerðar verða mælingar á hverju dýri og sýni tekin til frekari rannsókna.

„Við reyn­um til dæm­is að leita skýr­inga á því hvers vegna stofn­inn virðist sveifl­ast mikið og hvaða þætt­ir stjórni því. Frjó­semi og lík­ams­ástand hans verður meðal ann­ars skoðað,“ seg­ir Ró­bert. Hann bind­ur von­ir við að þetta verk­efni muni auka skiln­ing á minka­stofn­in­um sem verði til þess að hægt verði að ráða bet­ur niður­lög­um hans.  

Und­ir sveit­ar­fé­lög­un­um komið

Sveit­ar­fé­lög­um er í sjálfs­vald sett hvað þau verja mikl­um fjár­mun­um til minka­veiða. Eins og staðan er núna er eng­in yfirstjórn á minka­veiðunum því hún ræðst af áhuga stjórn­enda sveit­ar­fé­lag­anna og hags­mun­um þeirra og inn í þetta spil­ar einnig fram­boð af áhuga­söm­um minka­veiðimönn­um í ná­grenn­inu. Hags­mun­ir eins og mik­il­væg­ar veiðiár, vötn og æðar­varp ýtir und­ir áhuga á veiðunum.

„Það er galli að sveit­ar­fé­lög sinna þessu mis­vel. Það er eng­in sam­hæf­ing í kerf­inu yfir stærri svæði og það hef­ur skort,” seg­ir Ró­bert. Hann bend­ir á að til dæm­is get­ur eitt sveit­ar­fé­lag sinnt þessu vel en ef það næsta ger­ir það ekki þá færa mink­arn­ir sig á milli.  

„Það þarf að vera vilji til að bæta kerfið. Eins og það er í dag er lítið greitt fyr­ir minka­veiðar. Menn sem standa í þessu gera þetta meira af hug­sjón. Lág verðlaun eru fyr­ir hvern veidd­an mink og tíma­kaupið er mjög lágt. Hætt­an er að þess­ar veiðar detti upp fyr­ir,“ seg­ir Ró­bert og bæt­ir við „mér finnst minka­veiðimenn ekki hafa notið skiln­ings“.  

Minkurinn var fluttur fyrst inn til landsins árið 1931. Minkar ...
Minkurinn var fluttur fyrst inn til landsins árið 1931. Minkar í minkabúi, mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Góðir minkaveiðihundar eru „dýr­mæt­ir“ 

Hann tel­ur lík­legt að minka­veiðar hafi lagst af á sum­um svæðum. Minkur­inn er veidd­ur í gildr­ur, með hund­um og skot­inn af veiðimönn­um. Minka­veiði með hund­um hef­ur snar­minnkað en til að viðhalda góðum minka­veiðihundi þarf tíma, orku og góða aðstöðu. „Góðir minka­veiðihund­ar eru mjög dýr­mæt­ir en í dag eiga frek­ar fáir slíka,“ seg­ir Ró­bert. Á árum áður var veiðistjóra­embættið með minka­hunda­bú sem menn gátu fengið lánaða til að veiða. Þetta fyr­ir­komu­lag hafi smám sam­an lagst af.  

Minka­veiðitíma­bilið er allt árið en mesta veiðin fer fram í apríl og maí. Á síðustu árum hef­ur veiði á öðrum árstímum auk­ist.. Rann­sókn­inni er ætlað að bæta þekkinguna á íslenska minkastofninum og verður vonandi hægt að nýta til að auka árangur veiða. Verk­efnið er til tveggja ára en fyrstu niðurstaðna er að vænta næsta vor.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Safnað fyrir endurgerð Sóleyjar

Í gær, 21:33 Ég kynntist konunni minni í kvikmyndanámi og við elskum bæði sögulegar og dulrænar kvikmyndir. Sóley er þannig mynd.“  Meira »

Baka í fyrsta íslenska viðarhitaða ofninum

Í gær, 21:30 „Þetta er ástríða mín og ég vildi taka þetta alla leið,“ seg­ir Mat­hi­as Ju­lien Spoerry franskur bakari sem opnar ásamt konu sinni Ellu Völu Ármanns­dótt­ur bakaríið Böggvisbrauð í Svarfaðardal. Brauðið er bakað úr nýmöluðu hveiti frá Frakklandi og bakað í viðarhituðum brauðofni þeim fyrsta hér á landi. Meira »

Rannsókn lokið í Dalshrauni

Í gær, 20:56 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu lauk rannsóknar á vettvangi þar sem elds­voðinn varð í Dals­hrauni í Hafnar­f­irði í gær. Hann hefur nú verið afhentur tryggingafélagi. Meira »

Kólnar smám saman í veðri

Í gær, 20:51 Það gengur í norðan og norðaustan 8-13 m/s með rigningu eða slyddu á austanverðu landinu seint í kvöld og nótt, að því er Veðurstofa Íslands greinir frá. Það mun snjóa á fjallvegum og því má búast við versnandi færð þar. Meira »

Aldrei fóru fleiri vestur

Í gær, 20:20 „Það var ekkert drama, allt gekk upp og meira til, og aðsóknin hefur aldrei verið meiri,“ segir Kristján Freyr Hall­dórs­son, rokk­stjóri tón­list­ar­hátíðar­inn­ar Aldrei fór ég suður. Meira »

Innnes hækkar ekki vöruverð

Í gær, 18:49 Engar verðhækkanir vegna nýrra kjarasamninga eru í farvatninu hjá Innnesi, segir forstjóri fyrirtækisins. Hann segir samningamenn hafa sýnt skynsemi og að hinn nýi kjarasamningur sé góður. Meira »

Fiskeldi svar við risavöxnum áskorunum

Í gær, 18:23 Útflutningsverðmæti fiskeldis á ársgrundvelli hér á landi gæti komið til með að slaga hátt upp í útflutningsverðmæti þorskaflans, þegar okkur tekst að nýta burðarþol fjarðanna samkvæmt fyrirliggjandi burðarþolsmati Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Ekki hótun hjá ÍSAM

Í gær, 18:03 „Ég skil vel að þetta hafi vakið eftirtekt, en ég skil ekki að menn skuli líta á þetta sem einhverja hótun eða klofning hjá SA. Þá er búið að snúa hlutunum svolítið á hvolf,“ segir Hermann Stefánsson, forstjóri ÍSAM. Meira »

Humarpizza er ekkert pizza!

Í gær, 17:30 Á Glóð á Egilsstöðum má nú fá eldbakaða pizzu sem að sögn eigandans er nákvæmlega eins og þú myndir fá hana í Róm. Hann flutti inn menntaðan pizzubakara, sem tekur sér 50 klukkustundir í að gera deigið. Meira »

Klifraði ölvaður upp á þak

Í gær, 17:25 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í einu og öðru að snúast á þessum páskadegi. Snemma í morgun barst lögreglu tilkynning frá fjölbýlishúsi í Hlíðunum í Reykjavík um að ölvaður ungur maður hefði farið út á svalir á fjórðu hæð og þaðan upp á þakið. Meira »

Skelfileg sjón blasti við eigandanum

Í gær, 16:55 „Eigandi þessarar bifreiðar lenti í því að hjólbarði sprakk á bifreiðinni í gærkvöldi. Bifreiðin var skilin eftir á Stapavegi rétt hjá Stofnfiski í Vogum á Vatnsleysuströnd. Er eigandinn kom að bifreiðinni í morgun blasti þessi sjón við honum,“ skrifar lögreglan á Suðurnesjum í færslu á Facebook. Meira »

Íslendingar á Sri Lanka óhultir

Í gær, 14:58 Nokkrir Íslendingar sem staddir eru á Sri Lanka hafa sett sig í samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins til þess að láta vita af sér. Ráðuneytið veit ekki betur en að allir Íslendingar sem staddir eru ytra, þar sem yfir 200 eru látnir eftir hryðjuverkaárásir, séu heilir á húfi. Meira »

Slökkvistarfi lokið við Sléttuveg

Í gær, 14:11 Vettvangur eldsins sem braust út í bílakjallara við Sléttuveg 7 á tíunda tímanum í morgun var afhentur lögreglu rétt fyrir hádegi í dag. Meira »

Atli Heimir Sveinsson látinn

Í gær, 14:06 Atli Heimir Sveinsson er látinn, áttræður að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu tónskáldsins.  Meira »

Íslendingar í Sri Lanka láti vita af sér

Í gær, 14:00 Utanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því að Íslendingar í Sri Lanka láti aðstandendur vita af sér eftir hryðjuverkaárásirnar í morgun. Þá er þeim sem þurfa á aðstoð að halda bent á að hafa samband við neyðarsíma borgaraþjónustunnar +354-545-0-112. Meira »

„Verðum að breyta um lífsstíl“

Í gær, 12:05 Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, minntist á eldsvoðann í Notre Dame-kirkjunni í París og þau David Attenborough og Gretu Thunberg í páskapredikun sinn í Dómkirkjunni þar sem vandamál tengd loftslagsmálum voru henni hugleikin. Meira »

Tæknideild rannsakar vettvanginn

Í gær, 11:42 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar í dag vettvanginn þar sem eldsvoðinn varð í Dalshrauni í Hafnarfirði í gær. Meira »

„Hún flýgur aldrei aftur“

Í gær, 11:25 „Það væsir ekkert um hana hjá mér, hún virðist hafa það mjög gott,“ segir Halldór Jónsson um brandugluna sem hann bjargaði úr girðingu skammt frá Þórshöfn ásamt félaga sínum á dögunum. Meira »

„Það var mikill reykur“

Í gær, 11:06 „Hér kom upp eldur í bílageymslu, í einhverju dóti sem var geymt í bílageymslunni,“ segir Sverrir Björn Björnsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is. „Það var mikill reykur og þá hlýtur að vera töluverður eldur í þessu líka.“ Meira »
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Traust og góð þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga. ...
Málun bílastæða
Vertíðin hafin leitið tilboða: S: 551 4000 - verktak@verktak.is eða á http...