„Það kalla ég ómerkilegt lýðskrum“

Þorsteinn Víglundsson sagði orðræðu Miðflokksmanna popúlíska í Þingvöllum á K100.
Þorsteinn Víglundsson sagði orðræðu Miðflokksmanna popúlíska í Þingvöllum á K100. Árni Sæberg

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði orðræðu Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann „ómerkilegt lýðskrum“ í þjóðmálaþættinum Þingvöllum á K100 í morgun. Hann tókst á við Unu Maríu Óskarsdóttur, þingkonu Miðflokksins, um þriðja orkupakkann.

Þorsteinn kvaðst líta það alvarlegum augum „þegar þingmenn, fólk sem er á launum við að kynna sér þessi mál af kostgæfni, fer fram með rök sem er ekki hægt að styðja með einum einustu tilvísunum í regluverk eða staðreyndir málsins. Þá er það bara ekkert annað en ómerkilegt lýðskrum,“ sagði hann.

Honum kveðst ekki hafa þótt léttvægt að sitja undir ásökunum Miðflokksmanna um að vera að brjóta í bága við stjórnarskrána, „sérstaklega þar sem þegar öllu er á botninn hvolft stendur ekki steinn yfir steini í málflutningi þeirra sem hafa haldið upp því sem ég myndi segja að sé harðasti hræðsluáróðurinn.“

„Þorsteinn er pirraður og segir að Miðflokkurinn sé að stunda populískan málflutning eða hræðsluáróður. Ég vísa því algerlega til föðurhúsanna. Við skulum fara yfir málið eins og það er,“ sagði Una María. „1992 var búinn til lítill krúttlegur samstarfssamningur sem vissulega hefur skipt Íslendinga mjög miklu máli. En síðan þá hafa verið innleiddar hér tilskipanir sem Íslendingar hafa ekki haft tök á að hafa áhrif á. Þær hafa verið innleiddar og svo hefur komið í ljós að þær hafa ekki verið hagstæðar okkur, eins og nýlegur dómur um hráa kjötið sýnir. Viljum við ekki styðja okkar íslenska landbúnað, styðja og vernda hann og okkar íslensku orku?“ spurði hún.

Una María Óskarsdóttir þingkona Miðflokksmanna er komin í stað Gunnars ...
Una María Óskarsdóttir þingkona Miðflokksmanna er komin í stað Gunnars Braga á þingi. Ernir Eyjólfsson

Sama hvað einhver grasrót í Sjálfstæðisflokknum segir

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem var einnig gestur þáttarins, telur að sæstrengsvinkillinn á umræðunni sé ekki í farvatninu. Umræða um yfirráð annarra yfir auðlindum Íslendinga sé skökk, því ekkert í gögnum sem liggi fyrir bendi til að slíkt vofi yfir.

Hann var spurður út í efasemdir grasróta ríkisstjórnaflokkanna, einkum Sjálfstæðisflokksins. „Hvernig heldurðu að þetta fari?“ spurði Björt Brynjar.

„Við verðum auðvitað að taka afstöðu eftir því sem við teljum hagsmunum Íslendinga best borgið, sama hvað einhver grasrót í Sjálfstæðisflokknum segir,“ sagði Brynjar. „Grasrótin er náttúrulega klofin líka. Ég segi bara: okkar skylda er að taka afstöðu til mála eftir því sem hagsmunum þjóðarinnar er best borgið. Alveg sama í hvaða flokki ég er í og hve stór grasrótin er.“

„Ég þarf að sannfæra grasrótina hins vegar. Og ég tel mig geta náð sumum. En ég get ekki sannfært páfann um að Guð sé ekki til, rétt eins og ég get ekki sannfært suma um að þetta sé ágætt,“ sagði Brynjar.

Hér má hlusta á þáttinn frá því í morgun í heild sinni. 

mbl.is

Innlent »

„Hamfarahlýnun af mannavöldum“

21:32 Orðanotkunin í umræðunni um loftslagsvána er ein þeirra mistaka sem gerð hafa verið í umræðu um umhverfismálin að mati Auðar Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóra Landverndar. Sjálf er hún hlynnt því að tala um hamfarahlýnun af mannavöldum. Meira »

Segir innheimtustarfsemina lögmæta

20:37 Gísli Kr. Björnsson, eigandi Almennrar innheimtu, segir í samtali við mbl.is að fyrirtækið starfi í fullu samræmi við lög, og að hann hafi upplýst Lögmannafélag Íslands um alla starfsemi fyrirtækisins. Neytendasamtökin hafa gert alvarlegar athugasemdir við starfsemina. Meira »

Skessan rís í Hafnarfirði

20:35 Knattspyrnuhúsið Skessan er nú óðum að rísa við Kaplakrika í Hafnarfirði en stefnt er að því að taka húsið í notkun í seint í sumar. Miklar deilur hafa staðið um byggingu hússins innan bæjarfélagsins. Stálgrindarhúsið er þó tekið að rísa og mun bæta aðstöðu FH mikið. Meira »

Veginum milli Hveragerðis og Selfoss lokað

20:27 Vegarkafla á þjóðvegi 1 milli Hveragerðis og Selfoss verður lokað á morgun og mun lokunin standa yfir til 22. september. Framkvæmdir við breikkun hringvegarins fer fram á þessum kafla, þ.e. milli Gljúfurholtsá og Varmár. Meira »

Flestir í fjölskyldunni arfberar

19:45 Anna Kristrún Einarsdóttir var ein af þeim fyrstu hérlendis til að komast að því að hún bæri stökkbreytt BRCA2 gen, sem eykur líkur á krabbameini verulega, og jafnframt sú yngsta sem leitaði eftir þeirri vitneskju á sínum tíma. Meira »

Áhyggjuefni ef börn mæta verr í skóla

19:31 Það er áhyggjuefni ef það eru fleiri börn sem eru að mæta verr í skóla af því að þá eru þau bara að missa úr mikilvæga menntun sem þau þurfa að fá. Það eru þó mismunandi ástæður sem liggja þar að baki, segir Hrefna Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri samtakanna Heimilis og skóla í samtali við mbl.is. Meira »

Riftun á kjarasamningi komi til greina

19:29 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að til greina komi að rifta nýundirrituðum lífskjarasamningi, bregðist Samtök atvinnulífsins ekki við með viðeigandi hætti. Þetta kom fram í máli Sólveigar í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Margar athugasemdir við íbúðakjarna

18:25 Alls bár­ust um 60 at­huga­semd­ir vegna fyr­ir­hugaðrar bygg­ing­ar íbúðakjarna fyr­ir fatlað fólk í Haga­seli í Breiðholti. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar fer yfir allar athugasemdir sem bárust og verður þeim svarað með rökstuðningi. Meira »

Ísland hlaut viðurkenningu fyrir baráttu í jafnréttismálum

18:05 Ísland hlaut í dag viðurkenningu fyrir einarða baráttu fyrir jafnrétti á norrænu viðskiptaráðstefnunni Womenomics í Kaupmannahöfn. Þetta í fyrsta sinn sem land eða þjóð hlýtur slíka viðurkenningu. Meira »

„Þetta er einstakt tækifæri“

17:55 „Þetta er alveg einstakur viðburður,“ segir flugrekstrarstjórinn Stefán Smári Kristinsson. Nóg er um að vera hjá honum á Reykjavíkurflugvelli en milli klukkan 18 og 20 verða fimm svokallaðar þristavélar , DC-3- eða C-47-flug­vél­ar frá Banda­ríkj­un­um, til sýnis á flugvellinum. Meira »

Málshraði MDE skapar vanda

17:51 „Það er ekki galli í meðferð dómstóla á Íslandi að sjá ekki fyrir hvert Mannréttindadómstóllinn sé að fara þremur árum seinna,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í viðtali við mbl.is um frávísun á máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggja Jónssonar frá Hæstarétti. Meira »

Skólahald leggst niður í Grímsey

17:28 Skólahald verður lagt niður í Grímseyjaskóla næsta vetur. Þrír nemendur stunduðu nám við grunnskólann í vetur og tveir í leikskóla en ein fjölskylda er að flytja burt úr eyjunni og eftir verða sitt hvor nemandinn á leikskóla- og grunnskólaaldri. Meira »

Hæstiréttur tekur Spartakusarmálið fyrir

17:15 Hæstiréttur samþykkti í dag að taka fyrir mál blaðamannsins Atla Más Gylfasonar. Hann var fundinn sekur í Landsrétti um meiðyrði í garð Guðmundar Spartakusar Ómarssonar og til að greiða hon­um 1,2 millj­ón­ir króna í miska­bæt­ur. Meira »

Verkfærum stolið úr nýbyggingu

16:12 Brotist var inn í nýbyggingu í Dalbrekku 2-14 í Kópavogi nýlega, en lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrotið í gær. Meira »

Ráðist á starfsmann Krónunnar

16:09 „Mig langar að benda á að orðið negri er orð sem er aldrei í lagi að nota eða beita eða segja eða skrifa. Þetta er niðrandi orð, og ógeðslegt,“ skrifar Árdís Pétursdóttir í færslu á Facebook fyrir helgina. Ráðist var á eiginmann hennar, Destiny Mentor Nwaokoro, þar sem hann var við störf í Krónunni. Meira »

Hatrið hvílist ekki lengi

16:08 Hatari heldur í tónleikaferð á fimmtudag með viðkomu á fimm stöðum á landinu. Í samtali við mbl.is segir trommugimpið Einar Stef að það hafi komið sér mest á óvart hvursu fáir þátttakendur í Eurovision tjáðu sig um málefni Ísraels og Palestínu. Meira »

Tæpur stuðningur við samninga hjá RSÍ

15:48 Niðurstöður atkvæðagreiðslna um kjarasamninga hjá fimm félögum í samfloti iðnaðarmannafélaganna liggja fyrir. Athygli vekur að í Rafiðnaðarsambandi Íslands stóð mjög tæpt að samningurinn yrði samþykktur. Meira »

Þristar til sýnis í kvöld

15:39 Fimm svo­kallaðar þrista­vél­ar, DC-3- eða C-47-flug­vél­ar frá Banda­ríkj­un­um, verða til sýnis á Reykjavíkurflugvelli í kvöld milli klukkan 18 og 20. Hægt er að komast að vélunum á stæðinu norðan við Loftleiðahótelið (byggingu Icelandair) um hlið á girðingunni þar sem fánaborg er sjáanleg. Meira »

„Baráttan marklaus ef svona er liðið“

15:24 „Okkur hjá Landvernd var brugðið þegar við sáum fréttina og myndirnar frá urðunarstöðinni í Fíflholti á Mýrum,“ segir Tryggvi Felixson, formaður Landverndar, í samtali við mbl.is. Meira »
Kantsteins og múrviðgerðir
Vertíðin hafin hafið samband í símum 551 4000. 6908000 á verktak@verktak.is e...
VOLKSWAGEN - PASSAT 2.0TDI 4x4
Til sölu VOLKSWAGEN - PASSAT 2.0TDI 4x4 Árgerð 2007 - Km 201Þúsund. Bíll í góðu...
Malbiksviðgerðir
vertíðin hafin endilega leitið tilboða S: 551 400 - verktak@verktak.is eð...
fágætar bækur til sölu
til sölu nokkrar fágætar bækur Sjálfstætt fólk 1-2, frumútgáfur með kápum ...