Búllan skýtur rótum í Noregi

Christopher Todd stýrir uppbyggingunni í Noregi. Hann starfaði áður á ...
Christopher Todd stýrir uppbyggingunni í Noregi. Hann starfaði áður á veitingahúsum í London. mbl.is/Baldur Arnarson

Hamborgarabúllan við Torggötu er steinsnar frá Dómkirkjunni í Ósló. Innan um plaköt af poppgoðum má þar finna ýmislegt sem minnir á Ísland. Gamla Morgunblaðsklukkan telur stundirnar og við innganginn er veggspjald frá kvikmyndinni Hrafninn flýgur. Nokkrir starfsmenn eru aðfluttir Íslendingar og mjólkurhristingurinn er gerður úr Kjörís. Þessi blanda yljar manni dálítið um hjartarætur.

Veitingamaðurinn Christopher Todd tók á móti blaðamanni einn fimmtudag í mars. Hann varð framkvæmdastjóri búllunnar haustið 2017 en hafði þá starfað í rúman áratug hjá veitingakeðjunni Diner sem seldi m.a. borgara og mjólkurhristing í London. Keðjan velti 30 milljónum evra árið 2015 og fór Todd því frá umsvifamiklu félagi til að taka þátt í ævintýrinu í Ósló. Hann er maður hógvær og útskýrir að á mælikvarða Lundúna hafi Diner verið lítil keðja, t.d. í samanburði við Starbucks.

Todd tók þátt í að endurskipuleggja reksturinn í Ósló. Búllunni við Skippergate, skammt frá aðaljárnbrautarstöðinni, var lokað og lögð áhersla á búllurnar tvær sem nú eru í rekstri; við Torggötu og Thorvalds Meyers götu. Síðarnefnda gatan er í Grünerløkka en þaðan er um 15 mínútna gangur á Torggötu. Sömu eigendur reka þar kaffihúsið Frú Hagen.

Búllan að Torggötu.
Búllan að Torggötu. mbl.is/Baldur Arnarson

Einn sá erfiðasti í Evrópu

Todd segir veitingamarkaðinn í Ósló einn þann erfiðasta í Evrópu. Margt leggist þar á eitt. Launakostnaður sé hár og réttindi starfsfólks mikil. Því miður hafi sumir starfsmenn misnotað þau. „Ef þú vinnur fyrir Gordon Ramsey í Lundúnum geturðu ekki verið heima í sex vikur af því að þú ert illa upplagður,“ segir Todd og vísar til kokksins fræga. Þá sé samkeppnin í Ósló hörð, húsaleiga dýr, skattar háir og kostnaður við innflutning verulegur. T.d. sé dýrt að flytja inn Kjörís frá Íslandi.

„Hér er lítið svigrúm fyrir mistök. Reksturinn hefur verið á uppleið. Grundvallaratriði er að gera borgarana eins og Tommi hefur kennt okkur. Við höfum sett sálina aftur í reksturinn,“ segir Todd og útskýrir mikilvægi þess að bjóða góða þjónustu. Geti Hamborgarabúllan spjarað sig á svo erfiðum markaði hafi staðurinn sannað sig. Með því verði auðveldara að opna fleiri búllur í Noregi.

Staðurinn á Grünerløkka er vinsæll meðal námsmanna. Margir panta sér ...
Staðurinn á Grünerløkka er vinsæll meðal námsmanna. Margir panta sér ölglas. mbl.is/Baldur Arnarson

Starfaði í Washington

Framkvæmdastjóri búllunnar við Torggötu heitir Anders Ellis Bjørgung en Arna Margrét Ægisdóttir stýrir staðnum í Grünerløkka.

Bjørgung hefur starfað á veitingahúsum frá 19 ára aldri, þar með talið í Bandaríkjunum. Hann segir starfsandann góðan á búllunni.

„Hér er gott starfsumhverfi og allir hjálpast að. Það er frábært að Íslendingar í Noregi skuli hafa veitingastað eins og Tomma hamborgara þar sem þeim líður eins og heima hjá sér. Hingað koma Íslendingar í hverri viku,“ segir Bjørgung og útskýrir galdurinn að baki borgurunum. Þeir séu gerðir úr 100% nautakjöti úr gripum frá Lofoten í Norður-Noregi. Slátrari í Ósló hakki kjötið með sérstakri aðferð. Láti hakkavélina kólna milli 1. og 2. umferðar svo hitinn berist ekki í kjötið. Borgararnir séu án aukaefna.

„Það er algengt að hamborgarastaðir bjóði ekki 100% nautakjöt. Við viljum hins vegar bjóða vörur í hæsta gæðaflokki. Þannig verður viðskiptavinurinn ánægður,“ segir Bjørgung. Brauðið komi frá bakaríi nærri sem baki daglega og grænmetið ferskt. Eldað sé eftir pöntun.

Sendlar á vegum Foodora bíða í bleikum einkennisklæðnaði meðan borgararnir ...
Sendlar á vegum Foodora bíða í bleikum einkennisklæðnaði meðan borgararnir eru eldaðir. mbl.is/Baldur Arnarson

Margir staðir ofelda kjötið

Borgararnir séu kryddaðir með salti og pipar sem myndi hjúp við eldun. Með því grillist kjötið í eigin fitu og haldist safaríkt. Þá sé þess gætt að pressa ekki kjötið svo safinn renni ekki úr því á grillið. „Margir staðir ofelda kjötið í til dæmis 75 gráður en við reynum að hafa það 60-62 gráður,“ segir Bjørgung. Spurður um samkeppnina í Ósló segir hann búlluna m.a. keppa við Illegal Burger og Wünderburger sem hafi staði í grenndinni. Flestir viðskiptavinir búllunnar séu 22 til 50 ára og mikið um fastagesti.

„Mér er minnisstætt þegar Nató-þingið var hér í Ósló í nóvember. Þá fylltist allt af þýskum hermönnum sem könnuðust við búlluna frá Berlín. „Af hverju er ekki majónes með frönskunum eins og í Þýskalandi?“ spurðu þeir. Hingað kom líka viðskiptavinur frá Sádi-Arabíu sem sagðist elska búlluna í Róm.“

Tommi er andlit staðanna.
Tommi er andlit staðanna. mbl.is/Baldur Arnarson

Fleiri staðir í undirbúningi

Fyrsta búllan í Ósló var opnuð við Skippergate, steinsnar frá aðaljárnbrautarstöðinni, í október 2015 en var sem áður segir lokað.

Tómas Tómasson, stofnandi og einn eigenda Hamborgarabúllu Tómasar, segir eigendurna farna að svipast eftir húsnæði fyrir að minnsta kosti þriðja staðinn í Ósló.

„Við vorum með þrjá staði í Ósló um tíma. Fyrsti staðurinn á Skippergate var lítill og óheppilegur í rekstri. Þannig að við lokuðum honum. Nú erum við með tvo stærri og flottari staði. Það er nýr staður á teikniborðinu. Kapp er þó best með forsjá.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

Innlent »

Páll Sveinsson hitti erlendu Þristana

23:10 Fimm Þristar, flugvélar af gerðinni Douglas DC-3 og Douglas C-47, lentu á Reykjavíkurflugvelli í dag á leið sinni til Frakklands í tilefni af því að 75 ár eru frá innrásinni í Normandí í síðari heimsstyrjöldinni. Íslenski Þristurinn, Páll Sveinsson, tók meðal annarra á móti gestunum. Meira »

Færri amerískar vörur vegna EES

22:48 Meðal ástæðna þess að ekki hefur verið boðið upp á meira úrval af amerískum vörum í Costco á Íslandi en raun ber vitni eru evrópskar reglur sem gilda hér á landi vegna aðildar landsins að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Meira »

Bergþór ánægður með úrskurðinn

22:06 Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, er sáttur við úrskurð Persónuverndar þess efnis að Báru Halldórsdóttur hafi verið óheimilt samkvæmt lögum að taka upp samræður hans og nokkurra fimm annarra þingmanna á barnum Klaustri í Reykjavík í nóvember. Meira »

Á útvarpið sér einhverja framtíð?

21:15 Framtíð útvarps var til umræðu á málþingi sem Ríkisútvarpið stóð fyrir í Efstaleiti síðdegis í dag. Miklar breytingar hafa orðið á því hvernig fólk neytir útvarpsefnis á undanförnum árum og hefðbundnir fjölmiðlar keppast við að bregðast við tækninýjungum eins og hlaðvarpinu. Meira »

Skoða eftirlit með Íslandspósti

20:38 Til skoðunar er hjá samgönguráðuneytinu hvort Póst- og fjarskiptastofnun hafi sinnt lögbundnu eftirliti sínu með fjárhagsstöðu Íslandspósts. Fram kemur á fréttavef Ríkisútvarpsins að ekki verði séð að stofnunin hafi kannað hvort fyrirtækið var rekstrarhæft áður en hún veitti því rekstrarleyfi. Meira »

Fígúrur Ladda eru ekki alveg mennskar

20:08 Þúsundþjalasmiðurinn Þórhallur Sigurðsson er engum líkur enda hefur listamaðurinn farið í fleiri hlutverk en gengur og gerist í listasögunni. Meira »

Fágætir fuglar á landinu

19:27 Farfuglar voru allir komnir til landsins í gær nema þórshani, sem hafði ekki sést, en hann hefur oftast látið sjá sig um þetta leyti. Meira »

Fjórir í varðhaldi vegna fíkniefnamáls

19:02 Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna gruns um fíkniefnainnflutning, en málið kom upp á Keflavíkurflugvelli 12. maí síðastliðinn. Samkvæmt því sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld varðar málið innflutning á yfir tíu kílóum af kókaíni, en það vildi lögregla ekki staðfesta. Meira »

Vantar ákvæði um auðkennaþjófnað

18:22 Engin ákvæði eru í hegningarlögum um auðkennaþjófnað sem gerir ákæruvaldinu erfitt fyrir að sækja slík mál að sögn Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara. Ekki var talið líklegt að sakfelling næðist í máli þar sem maður þóttist vera annar maður til þess að nauðga. Meira »

Ákærður fyrir fjárdrátt og peningaþvætti

18:05 Héraðssaksóknari hefur ákært Magnús Stefán Jónasson, fyrrverandi skrifstofustjóra Afls sparisjóðs, fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti. Er hann bæði ákærður fyrir að hafa dregið sér fé og millifært fé inn á reikning verktakafyrirtækis í hans eigu. Ákæran er í níu liðum en sum málin eru um áratugar gömul. Meira »

Þröngur veðurgluggi veldur röð á tindinn

17:50 Þröngur veðurgluggi veldur því á nokkurra ára fresti að löng röð myndast af fjallgöngugörpum á leið á tind Everest, líkt og sjá mátti á mynd sem tekin var af fjallinu í gær. Þetta segir Vilborg Arna Gissurardóttir fjallagarpur og Everestfari, en þrír Íslend­ing­ar toppuðu hæsta fjall heims í morgun. Meira »

Skipaumferð eykst við Húsavík

17:30 Með tilkomu kísilvers PCC á Bakka við Húsavík hefur umferð flutningaskipa aukist mjög um Húsavíkurhöfn og oft má orðið sjá skip bíða fyrir utan höfnina eftir að röðin komi að því við Bökugarðinn. Ráðast þurfti í talsverðar framkvæmdir á höfninni vegna þessa. Meira »

Gert við mastrið á Patreksfirði

17:24 Breski siglingakappinn Andrew Bedwell sigldi smáskútu sinni, 241 Blue One, í einum áfanga frá Neskaupstað til Patreksfjarðar. Það þykir afrek að sigla svo litlu fleyi, 6,5 metra löngu, einn síns liðs milli landa og kringum landið. Meira »

Fleiri Þristar til sýnis

16:48 Þær hafa líklega ekki farið framhjá mörgum, svokallaðar þrista­vél­ar, DC-3- og C-47-flug­vél­ar, frá Banda­ríkj­un­um, sem hafa lent á Reykjavíkurflugvelli síðustu daga. Fimm Þristar til viðbótar á leið frá Ameríku til Bretlands lenda í Reykjavík síðdegis og í kvöld. Meira »

Vilja taka við Hatarabúningum

16:22 Stjórn BDSM á Íslandi hvetur landsmenn sem festu kaup á fatnaði, keðjum, ólum og slíku vegna Eurrovision og hljómsveitarinnar Hatara sem keppti fyrir hönd Íslendinga að koma slíkum búnaði til félagsins ef hann er líklegur til að safna ryki. Meira »

Borgirnar verði endurhannaðar

16:18 Borgarstjórar höfuðborga á Norðurlöndum boðuðu róttækar aðgerðir í loftslagsmálum í Ósló í gær. Þar fer fram alþjóðleg ráðstefna um sjálfbærni borga en Ósló er umhverfishöfuðborg Evrópu í ár. Meira »

Mikil aukning stafrænna þvingana

16:16 Mál ungs manns sem þvingaði konu m.a. til samræðis við aðra menn í krafti stafrænna þvingana er vissulega óvenjulegt að mati Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara, þó sé stöðug aukning í málaflokknum og þörf á að bregðast við því. Ákæruvaldið lítur á slík brot sem nauðgun. Meira »

Umsóknin svar við réttaróvissunni

15:20 „Ástæðan er auðvitað niðurstaða Mannréttindadómstólsins, þó að ég sé ekki sammála henni. Þetta skapar réttaróvissu um mitt umboð til að gegna dómstörfum. Mér fannst rétt að freista þess að endurnýja það umboð.“ Meira »

Enginn bilbugur á Ólafi og félögum

15:05 „Þetta er vösk sveit eins og menn sjá langar leiðir,“ segir Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, sem segir enga þreytu í hópnum vegna umræðunnar um þriðja orkupakkann sem hefur farið fram þrjár síðustu nætur. Meira »
Einstakt tilboð - 14,44 fm Garðhús - Naust
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Traust og góð þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga. ...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...