Ágætt færi í brekkum víða um land

Skíðagarpar eru enn að og nýta færið um páskana. Myndin …
Skíðagarpar eru enn að og nýta færið um páskana. Myndin er tekin í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Víða á landinu viðraði ágætlega til skíðaiðkunar í gær á föstudaginn langa. Fyrir norðan, austan og vestan voru brekkur opnar og var talað um hið besta vorfæri á vefjum skíðasvæðanna. Höfuðborgarbúar sátu þó eftir, því Bláfjöllum og Skálafelli hefur þegar verið lokað þennan veturinn.

Í dag verður veðrið víðast hvar á landinu áþekkt því sem var í gær, hiti 3-12°, léttskýjað og heitast á Norðausturlandi.

Í Hlíðarfjalli var talað um að „besti tími ársins“ væri genginn í garð og allt stefndi í fína páskahelgi. Þar verður að vonum opið aftur í dag.

Snjórinn er farinn að bráðna í neðstu brekkum skíðasvæðanna en enn má nýta vorfærið víðast hvar. Nýjustu upplýsingar um stöðuna á skíðasvæðunum má finna á mbl.is, sem heldur úti fréttaþjónustu alla páskana.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »