Brosir og hlær sig í gegnum allt

Þuríður með syni sínum Sigurði Helga.
Þuríður með syni sínum Sigurði Helga.

Hún segir það vanvirðing við lífið að láta sér leiðast. Þuríður Sigurðardóttir var aðeins 16 ára og feimin þegar hún söng fyrst opinberlega, en tilviljanir réðu því að söngurinn varð aðalstarf hennar í áratugi.

„Það er sannarlega líf eftir 67 ára. Mér finnst fólk stundum full svartsýnt og tala niður það sem kemur eftir að það nær þeim aldri, sem er sorglegt, því ef heilsan er góð og fólk sinnir líkama og sál, þá er þessi tími fullur af tækifærum. Ég hef svo mörgu að fagna. Ég varð sjötug í janúar, við Friðrik áttum brúðkaupsafmæli í desember og ég á fermingarafmæli í vor. Við fögnuðum sjötugsafmæli mínu á Grænhöfðaeyjum með vinum og þar söng ég í stórum sal fyrir nokkur hundruð manns. Þá kviknaði hugmynd að henda í tónleika hér heima líka. Fólk á ekki að láta sér leiðst, það er vanvirðing við lífið,“ segir Þuríður Sigurðardóttir, söngkona og myndlistarkona, sem ætlar að halda tvenna tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði í næstu viku og er yfirskrift þeirra Hjartað syngur dátt, sem tónar aldeilis vel við hina lífsglöðu Þuru.

Hún segir tónleikana vera upprifjun á söngferlinum, en fyrst og fremst ætli hún að syngja uppáhaldslögin sín. „Ég syng ein með hljómsveit en Sigurður Helgi sonur minn verður gestasöngvari.“

Sextíu og þrjú ár eru frá því að Þuríður söng í fyrsta sinn í hljóðnema fyrir framan gesti, þá aðeins sjö ára.

Sjá samtal við Þuríði í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »