Logn í skíðabrekkum á páskadag

Páskadagur er vinsæll skíðadagur hjá Íslendingum og þyrfti ekki nokkur …
Páskadagur er vinsæll skíðadagur hjá Íslendingum og þyrfti ekki nokkur breyting að vera þar á í ár. mbl.is/Ómar Óskarsson

Landsmenn ættu að geta unað sér vel í skíðabrekkum víða um land í dag, en það stefnir í fínasta færi í brekkum víðast hvar og logn.

Páskadagur er vinsæll skíðadagur hjá Íslendingum og þyrfti ekki nokkur breyting að vera þar á í ár, nema hjá höfuðborgarbúum sem sitja eftir með sárt ennið, en búið er að loka skíðasvæðunum í Bláfjöllum og Skálafelli þennan veturinn.

Það þurfa ekki allir að renna sér á skíðum eða …
Það þurfa ekki allir að renna sér á skíðum eða snjóbretti. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hér að neðan á sjá opn­un­ar­tíma og nán­ari upp­lýs­ing­ar frá skíðasvæðum lands­ins. Þá er hægt að smella á nöfn skíðasvæðanna til þess að fara á vefsíður þeirra fyr­ir frek­ari upp­lýs­ing­ar.

Hlíðarfjall Ak­ur­eyri: Opið frá 9 til 16. Frábært veður, frábært stuð og yndislegt vorfæri í fjallinu, að því er segir í tilkynningu. Hiti 5 stig og vestanátt 2 m/s.

Skarðsdal­ur Sigluf­irði: Opið frá 10 til 16. Nánast logn og 4 stiga hiti.

Skíðasvæði Ísa­fjarðarbæj­ar: Opið frá 10 til 17.

Bögg­v­isstaðafjall Dal­vík: Opið frá 10 til 16. Barna­brekka, efri- og neðri lyftu­brekka opn­ar. Hiti 6,5 stig og 1 m/s.

Stafdal­ur Seyðis­firði: Opið frá 10 til 16. Vorfæri, 4 stiga hiti og logn. Síðasti opnunardagur skíðasvæðisins í vetur.

Odds­skarð Fjarðabyggð: Opið frá 10 til 16. Hæg breytileg átt, 4 stiga hiti og sól. Fraus í nótt en mýkist upp verður skemmtilegt vorfæri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert