Aukin aðsókn í Frú Ragnheiði

Frú Ragnheiður er hreyfanlegt úrræði fyrir þau sem nota fíkniefni …
Frú Ragnheiður er hreyfanlegt úrræði fyrir þau sem nota fíkniefni í æð. Hér er Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstýra Frú Ragnheiðar, í bílnum. mbl.is/Valgarður Gíslason

Heimsóknum til Frú Ragnheiðar, skaðaminnkandi úrræðis Rauða krossins fyrir fólk sem notar vímuefni í æð, fjölgaði um 38% á milli áranna 2017 og 2018. Heimsóknirnar voru 3.854 en einstaklingarnir að baki þeim 455.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir verkefnisstýra Frú Ragnheiðar aukninguna ekki til komna af því að fleiri noti vímuefni í æð. Fremur skýri aukin þjónusta Frú Ragnheiðar þessa fjölgun ásamt því að hópurinn sem leiti til Frú Ragnheiðar hafi þyngst.

„Margir þeirra sem leita til okkar hafa verið heimilislausir lengi. Það veldur því að þau eru veikari bæði líkamlega og andlega. Síðan eru biðlistar í vímuefnameðferðir langir, það eru helstu ástæður þess að hópurinn er orðinn þyngri.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert