Beðið eftir þjóðhagsspánni

Willum Þór Þórsson.
Willum Þór Þórsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að miklar annir séu hjá nefndinni þessa dagana en nefndin stefni að því að ljúka vinnu við ríkisfjármálaáætlun fyrir 17. þessa mánaðar.

„Umsagnir eru byrjaðar að berast og við í fjárlaganefnd erum bara á fullu að yfirfara þær en frestur til þess að skila inn umsögnum rennur út nú um helgina. Við erum að byrja að taka á móti gestum sem búnir eru að senda umsagnir og því erum við búin að hlaða inn fundum,“ segir Willum Þór í Morgunblaðinu í dag.

„Svo er náttúrlega stóra málið sem við erum að bíða eftir sem er endurskoðuð þjóðhagsspá,“ sagði Willum. Hann segir að fjárlaganefnd muni eiga fund með Hagstofunni á morgun, föstudag, þar sem fulltrúar Hagstofunnar muni kynna nefndinni spána.

„Þegar það liggur fyrir má segja að stóru línurnar liggi fyrir um það hvernig þarf að bregðast við svo sem með tekjuafgang og fleira.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert