Eldur í þaki hússins

Frá slökkvistarfinu í Funalind.
Frá slökkvistarfinu í Funalind. mbl.is/Kristinn Magnússon

Efstu hæðir fjölbýlishússins í Funalind voru rýmdar vegna elds sem kom upp í þaki þess. Engin hætta er lengur á ferðum.

Þetta segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvistarf er enn í gangi en eldurinn er tekinn að minnka. Verið er að rífa plötur af þakinu.

Verið er að hleypa íbúum fjölbýlishússins aftur þangað inn. 

Uppfært kl. 18.12:

Ekki er ljóst með eldsupptök en að sögn varðstjóra höfðu iðnaðarmenn verið að störfum á þakinu.

Bætti hann við að vinna slökkviliðismanna í Funalind sé að klárast.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert