Notendur ráðnir inn í geðheilsuteymi

Frá samráðsfundi heilbrigðisráðherra með notendum geðheilbrigðisþjónustu sem fram fór í ...
Frá samráðsfundi heilbrigðisráðherra með notendum geðheilbrigðisþjónustu sem fram fór í vikunni. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Ráðningarferli á fulltrúum notenda inn í geðheilsuteymi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins stendur yfir. Fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu að úr mörgum góðum umsóknum sé að moða. 

Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra með fulltrúum notenda geðheilbrigðisþjónustu í heilbrigðisráðuneytinu í vikunni. Þetta er í annað sinn sem slíkur samráðsfundur er haldinn og áformað er að halda þá tvisvar á ári.

Svandís sagði á fundinum að hún legði ríka áherslu á samráð við notendur sem væri mikilvægt og nauðsynlegt, til að mynda þegar unnið væri að stefnumótun. Hún hafi því ákveðið að efna til vinnustofu í byrjun næsta árs með notendum og fagfólki í heilbrigðis- og félagsþjónustu „þar sem markmiðið er að byggja brýr milli notenda og fagfólks og finna leiðir til draga úr fordómum, byggja upp betri samvinnu allra sem að málinu koma og veita fólki betri þjónustu.“

Á samráðsfundinn að þessu sinni mættu einnig fulltrúar frá geðheilsuteymum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem sögðu meðal annars frá ráðningu á fulltrúum notenda inn í austur- og vesturteymi heilsugæslunnar.

Ráðning notendafulltrúa inn í teymin byggist á fordæmum frá nágrannaþjóðum þar sem þetta fyrirkomulag hefur reynst vel, bæði gagnvart þeim sem þurfa á þjónustunni að halda og þeim sem veita hana, að því er segir í tilkynningu.

Uppbygging geðheilsuteyma á landsvísu hefur verið eitt af áherslumálum heilbrigðisráðherrar og segir hún teymin vera stórt skref til aukinnar og bættrar geðheilbrigðisþjónustu við landsmenn. Geðheilsuteymi í einhverri mynd hafa verið sett á laggirnar í öllum heilbrigðisumdæmum landsins.

Í næstu viku efnir heilbrigðisráðherra til vinnufundar notenda og fagfólks þar sem fjallað verður um uppbyggingu árangursríkra geðheilsuteyma á landsvísu: „Markmiðið er að tryggja gæði þjónustunnar um allt land og bæta aðgengi fólks að þjónustunni, óháð búsetu“ er haft eftir Svandísi. Fjallað verður um vinnulag og verkferla, samvinnu heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu og samvinnu notenda og þjónustuveitenda. Auk þessa verður rætt um leiðir til að meta og mæla árangurinn af þjónustu geðheilsuteymanna, því megintilgangurinn er að tryggja að notendur njóti gagnreyndrar meðferðar sem skilar raunverulegum árangri.

mbl.is

Innlent »

Met slegið í orkupakkaumræðunni

08:56 Met var slegið á Alþingi í morgun fyrir þann þingfund sem staðið hefur lengst fram á morgun, en þingmenn Miðflokksins héldu þar áfram umræðu um þriðja orkupakkann þar til hlé var gert á þingfundi klukkan 9.04. Þingfundur hófst í gær klukkan 15.30 og stóð umræðan því yfir í tæpar 16 klukkustundir. Meira »

Gæslan með í plokkinu

08:38 Mikill fjöldi landsmanna hefur undanfarið verið öflugur við að hreinsa rusl víða um land. Ruslið leynist þó ekki bara á landi, því Landhelgisgæslan greinir frá því á Facebook-síðu sinni í dag að varðskipið Þór hafi i í vikunni brugðist við tilkynningu um rekald á sjó vestan við Sandgerði. Meira »

Í einum rykk til Patreksfjarðar

08:18 Breski siglingakappinn Andrew Bedwell sigldi smáskútu sinni, 241 Blue One, í einum áfanga frá Neskaupstað til Patreksfjarðar. Leið hans lá nokkuð langt norður fyrir landið og síðan suður með Vestfjörðum. Meira »

Nettó í Lágmúlann

08:02 Nettó opnar nýja lágvöruverðsverslun í Lágmúla 9 í dag og verða umhverfismál í forgrunni í versluninni.  Meira »

Kringlan plastpokalaus 2020

07:57 Verslunarmiðstöðin Kringlan ætlar að vera plastpokalaus árið 2020 og verslunum Kringlunnar verður þá eingöngu heimilt að bjóða viðskiptavinum sínum upp á umhverfisvæna poka. Meira »

Miðflokksþingmenn enn í pontu

07:15 Þingmenn Miðflokksins hafa skipst á að flytja ræður á Alþingi í alla nótt og eru enn að. Ekki liggur fyrir hvenær þingfundi lýkur en umræðuefnið er þriðji orkupakkinn líkt og undanfarnar nætur. Meira »

Kyrrsetning varir lengur en talið var

07:04 Ekki liggur ljóst fyrir hvenær hægt verður að aflétta kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum sem hafa verið kyrrsettar eftir tvö mannskæð flugslys. Eftir að tilkynnt var um þetta í gær sendi Icelandair frá sér tilkynningu um að útlit sé fyrir að kyrrsetningin muni vara lengur en gert var ráð fyrir. Meira »

Svipað veður og undanfarið

06:47 Í dag er útlit fyrir hæga norðlæga eða breytilega átt. Svipað veður og hefur verið. Skýjað og súld fyrir austan, bjart að mestu á Norður- og Vesturlandi og skúrir sunnan til. Mögulega verða einhverjar hellidembur í uppsveitum sunnanlands og á hálendinu í dag. Meira »

Sorg sem hverfur aldrei

06:36 Foreldrar sem missa barn í sjálfsvígi ganga í gegnum gífurlega langvinnt sorgarferli og vanlíðanin er bæði andleg og líkamleg. Á sama tíma fer ekkert formlegt ferli af stað í heilbrigðiskerfinu sem grípur foreldrana sem glíma við djúpa sorg, sorg sem ekki hverfur og verður alltaf til staðar. Meira »

18 ára á 177 km hraða

05:57 Lögreglan stöðvaði bifreið á Kringlumýrarbraut um miðnætti eftir að hafa mælt bifreiðina á 177 km hraða. Ökumaðurinn er aðeins 18 ára og var hann færður á lögreglustöð þar sem mál hans var afgreitt og hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Meira »

Óljóst um arftaka Álfsness

05:30 Það stefnir í alvarlegt ástand hjá Sorpu á höfuðborgarsvæðinu ef ekki finnst lausn á því hvaða förgunarúrræði tekur við af urðunarstaðnum í Álfsnesi, verði hann tekinn úr notkun í lok árs 2020 eins og samkomulag eigenda Sorpu kveður á um. Meira »

Hvassahraun besti kostur

05:30 Hvassahraun er ekki eini raunhæfi kosturinn fyrir nýjan innanlandsflugvöll, að sögn Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Athuganir hingað til bendi hins vegar til þess að það sé besti kosturinn. Meira »

Fleiri fara um Víkurskarð en áætlað var

05:30 Tæplega níu af hverjum tíu bílum fóru um Vaðlaheiðargöng í vetur, eftir opnun þeirra, og rúmlega einn af hverju tíu fór um Víkurskarð. Meira »

Íslandsvinur verðlaunaður á Spáni

05:30 Bandaríski rithöfundurinn Siri Hustvedt hlaut hin virtu bókmenntaverðlaun Asturias á Spáni á dögunum fyrir höfundarverk sitt. Meira »

Formaður bæjarráðs á móti borgarlínu

05:30 „Ég vil draga strik í sandinn. Það hefur verið fjallað um þetta mál og því mjakað áfram hægt og rólega. Það var skýrt í síðustu kosningum að við ætluðum ekki að taka þátt í þessu verkefni nema allt væri uppi á borðinu. Því miður er enn ekki allt komið upp á borðið.“ Meira »

Sigurboginn hættir

05:30 Verslunin Sigurboginn á horni Laugavegar og Barónsstígs heyrir senn sögunni til, en eftir er að taka ákvörðun um framtíð netverslunar fyrirtækisins. Meira »

Icelandair fellir niður fleiri flug

05:30 Flugfélagið Icelandair hefur uppfært flugáætlun sína fyrir seinni hluta sumarsins vegna þess að útlit er fyrir að kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla félagsins muni vara lengur en áður var áætlað. Meira »

Hafa áhuga á að fjárfesta á Íslandi

Í gær, 23:47 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók í dag þátt í ráðstefnu um viðskipti á norðurslóðum sem haldin var í sendiráði Íslands í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Meira »

Páll Sveinsson hitti erlendu Þristana

Í gær, 23:10 Fimm Þristar, flugvélar af gerðinni Douglas DC-3 og Douglas C-47, lentu á Reykjavíkurflugvelli í dag á leið sinni til Frakklands í tilefni af því að 75 ár eru frá innrásinni í Normandí í síðari heimsstyrjöldinni. Íslenski Þristurinn, Páll Sveinsson, tók meðal annarra á móti gestunum. Meira »
NP Þjónusta
NP Þjónusta Annast liðveislu við bókhaldslausnir o.þ.h.. Hafið samband í síma 83...
NUDD- LÁTTU ÞER LIÐA VEL.
Verð ekki við vinnu fyr en um eða eftir miðjan mars . SIMI 863-2909...
Húsnæði óskast í sumar í Hafnarfirði.
Húsnæði óskast frá 15/06-15/09, í 221 Hafnarfjarði, 3-4 svefnherbergi. Helst með...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...