Helmingur rýma nú í notkun

Frá vígsluathöfn í febrúar. Í dag er helmingur heimilisins nýttur.
Frá vígsluathöfn í febrúar. Í dag er helmingur heimilisins nýttur. mbl.is/Árni Sæberg

„Við fengum húsið afhent í byrjun febrúar, sjö vikum síðar náðum við að opna fyrstu eininguna [hjúkrunarrými] fyrir tíu manns. Síðan var planið að opna næstu einingu fyrir páska, það tókst ekki. Svo komu páskarnir, sumardagurinn fyrsti og 1. maí og nú erum við búin að opna aðra eininguna. Svo nú erum við hálfnuð.“

Þetta segir Kristján Sigurðsson, forstjóri Vigdísarholts, sem rekur hið nýja hjúkrunarheimilis Seltjörn á Seltjarnarnesi. Í samtali við Morgunblaðið 27. apríl sl. sagði Svanlaug Guðnadóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Seltjörn, frá því að bæði illa og hægt gengi að finna hjúkrunarfræðinga til starfa.

Enn er eftir að manna stöður á hinu nýja hjúkrunarheimili og auglýsti Seltjörn eftir hjúkrunarfræðingum til starfa í atvinnublaði Morgunblaðsins í gær.

Kristján segir í Morgunblaðinu í dag að það gangi þó alls ekki illa að manna stöðurnar en það taki tíma að opna nýtt hjúkrunarheimili og að manna stöður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert