Siglir og safnar fé til skólans

Skútan er ekki nema 6,5 metra löng og ekkert pláss …
Skútan er ekki nema 6,5 metra löng og ekkert pláss er fyrir óþarfa. Andrew Bedwell er vanur siglingum og er einn um borð. Ljósmynd/úr einkasafni

Andrew Bedwell, frá þorpinu Scarisbrick sem er miðja vegu á milli Liverpool og Blackpool í Englandi, siglir nú hraðbyri til Íslands á lítilli skútu. Hann ætlar sér að sigla hringinn í kringum landið og aftur heim.

Tilgangur siglingarinnar er að safna fé fyrir St Cuthbert's-grunnskólann í Halshall, nálægt Ormskirk, þar sem Poppy dóttir hans stundar nám í fyrsta bekk, að því er kemur fram í frétt Jess Molyneux hjá fréttavefnum LancsLive.

Þar segir Andrew að verið sé að skera niður fjárframlög til skólanna svo hann hafi ákveðið að gera sitt til að bæta hag nemendanna. Peningarnir sem safnast verða m.a. notaðir til að kaupa leiktæki á skólalóðina. Nemendur í skólanum geta fylgst með ferð Andrews sem er með staðsetningartæki sem skráir feril skútunnar á vefsíðu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert