Björn fór „ósæmilegum orðum“ um Ásmund

„Ég segi þessi orð með fullri vitneskju um að þau ...
„Ég segi þessi orð með fullri vitneskju um að þau hafi verið dæmd sem brot á siðareglum þingmanna. Við vitum það hins vegar öll hérna inni, að þau eru sönn,“ sagði Björn Leví Gunnarsson á Alþingi í dag undir dagskrárliðnum „störf þingsins“. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í dagskrárliðnum störf þingsins á Alþingi í dag fór Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata með nákvæmlega þá setningu sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, var dæmd brotleg fyrir hjá siðanefnd. Steingrími J. Sigfússyni, forseta þingsins, gramdist framkoman og sagði Björn fara ósæmilegum orðum um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins.

„Ég nota nú orð sem allir skilja og þar á meðal siðanefnd: Nú er rökstuddur grunur um það að Ásmundur Friðriksson hafi dregið að sér fé, almannafé, og við erum ekki að sjá viðbrögð þess efnis að verið sé að setja á fót rannsókn á þeim efnum,“ sagði Björn Leví í ræðu sinni.

„Ég segi þessi orð með fullri vitneskju um að þau hafi verið dæmd sem brot á siðareglum þingmanna. Við vitum það hins vegar öll hérna inni, að þau eru sönn,“ sagði Björn Leví. „Fyrir því liggur játning og staðfesting í frávísun forsætisnefndar. Þess vegna er þetta rökstuddur grunur í allri merkingu þeirra orða. Ef við getum gerst brotleg við siðareglur fyrir að segja sannleikann, þá er voðinn vís,“ klykkti Björn Leví út með.

Bjallan glumdi í sömu mund og Steingrímur J. Sigfússon forseti þingsins sagði: „Forsetinn telur þessa notkun dagskrárliðarins ekki við hæfi.“

Hvernig var þetta ekki við hæfi?

Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata kom stundu síðar í pontu og hnaut um það hvað „hafi ekki verið við hæfi“ við ræðu Björns Leví. Svar Steingríms var á þessa leið: „Þannig er að í liðnum störf þingsins er sérstaklega gert ráð fyrir því að þingmenn geti átt orðaskipti við aðra þingmenn […] En þá eru það mannasiðir að láta viðkomandi þingmann vita og þá er hann settur á mælendaskrá næstur á eftir þeim sem á orðastað við hann. Þetta gerði háttvirtur þingmaður Björn Leví Gunnarssson ekki,“ sagði Steingrímur, alvarlegur í bragði.

Steingrímur sagðist hafa farið mildum höndum í viðurlögum við þeirri hegðun Björns Leví. „Hann [Björn] notaði dagskrárliðinn störf þingsins til að fara mjög ósæmilegum orðum um annan háttvirtan þingmann. Í 93. grein þingskapa segir: ef þingmaður talar óvirðulega um forseta Íslands, eða ber þingið eða ráðherra eða einhvern þingmann brigslyrðum eða víkur með öllu frá umræðuefninu þá getur forseti gripið til þeirra ráða sem þar er nánar fjallað við,“ sagði Steingrímur. „Það kaus forseti að gera ekki að þessu sinni, heldur bregðast mildilegar við,“ sagði hann.

„Þá verð ég að tjá skoðun mína aftur“

Björn Leví Gunnarsson er tekinn fyrir í áliti siðanefndar um ummæli Þórhildar Sunnu. Í ræðu sinni benti hann á sem var, hann hafi álitinu ekki verið sagður hafa brotið reglur, „að því er virðist vegna þess að siðanefnd skildi mig ekki. Þau orð sem ég lét falla voru efnis- og innihaldslega nákvæmlega þau sömu og háttvirtur þingmaður Þórhildur Sunna Ævarsdóttir var dæmd brotleg fyrir,“ sagði Björn í ræðu sinni áðan.

„Vissulega notaði ég ekki nákvæmlega sömu orðin og það getur vel verið að það skipti máli þegar siðanefnd tekur málið fyrir,“ sagði hann.

Nú skyldi hann nota sömu orð:

„Mig langar því að vera eins skýrmæltur og ég get. Vegna álits forsætisnefndar þegar erindi mínu um endurgreiðslur vegna aksturskostnaðar var vísað frá, þar sem kom fram að Ásmundur Friðriksson hafi vissulega fengið endurgreiðslur frá Alþingi vegna þáttagerðar fyrir ÍNN, að hann hafi fengið endurgreiðslur fyrir notkun á eigin bíl, þrátt fyrir að það var gegn reglum um endurgreiðslur, og vegna þess að Ásmundur játaði að hafa fengið endurgreiðslur vegna prófkjörsbaráttu í eigin flokki, sem er klárlega ekki hluti af starfi hans sem þingmanns, þá verð ég að tjá skoðun mína aftur, þar á meðal siðanefnd: Nú er rökstuddur grunur um það að Ásmundur Friðriksson hafi dregið að sér fé, almannafé, og við erum ekki að sjá viðbrögð þess efnis að verið sé að setja á fót rannsókn á þeim efnum,“ sagði Björn Leví í heild í upphafi ræðu sinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sandfokið ekkert annað en hamfarir

21:52 „Þetta eru ekkert annað en náttúruhamfarir sem geisað hafa í V-Skaftafellssýslu marga daga frá í vor,“ skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í færslu á Facebook þar sem hann lýsir miklu sandfoki á ferð hans austur í Skaftafell í dag. Meira »

700 á biðlista eftir íbúðum í Gufunesi

21:10 Um sjö hundruð manns eru á biðlista eftir 120 íbúðum í Gufunesi. Níu lóðarvilyrði hjá Reykjavíkurborg eru með ströngum kvöðum til að koma til móts við ungt fólk og fyrstu kaupendur. Meira »

Stærsti samningur í sögu Kolviðar

20:58 Bláa lónið hefur samið við Kolvið um að kolefnisjafna rekstur fyrirtækisins frá og með árinu 2019, en markmiðið er að binda kolefni sem fellur til vegna allrar starfsemi Bláa lónsins og er um að ræða stærsta samning sem Kolviður hefur gert við nokkurt fyrirtæki á Íslandi fram til þessa. Meira »

Fyrstu keppendur lagðir af stað

20:37 „Þau hjóla saman um 6 kílómetra en svo er hraðinn gefinn frjáls og þá teygist úr hópnum,“ segir Björk Kristjánsdóttir, keppnisstjóri WOW Cyclothon, en keppendur í einstaklingskeppni og Hjólakrafti lögðu af stað í hringinn í kringum landið fyrr í kvöld. Meira »

Hvílir sig fyrir þungan róður

20:32 „Þegar heilsan er orðin góð og veðrið er gott, þá er ég farin,“ segir kaj­akræðar­inn Veiga Grétarsdóttir sem rær um þessar mundir rangsælis í kringum landið. Veiga er búin að ljúka um þriðjungi leiðarinnar en er nú komin til Reykjavíkur þar sem hún hyggst hvíla sig um stund í kjölfar veikinda. Meira »

Ómetanlegur tónlistararfur brann

20:00 Fyrir ellefu árum kom upp eldur á lóð Universal-risans í Hollywood. Í stóru vöruhúsi voru geymdar frumupptökur með mörgum helstu tónlistarmönnum 20. aldarinnar. Sumar munu aldrei heyrast aftur. Upptökur með Elton John, Billie Holiday, Ellu Fitzgerald, Nirvana, Guns N' Roses og Louis Armstrong. Meira »

Fátækara samfélag án Íslendinga

20:00 Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik, fer ekki í neinar grafgötur með dálæti sitt á Íslendingum með víkingaeðli sem hann segir hreina lyftistöng fyrir atvinnulíf staðarins, en auk þess ræddi hann aukna fíkniefnaneyslu og deildi sýn sinni á löggæslumál með mbl.is. Meira »

Ísjakinn ógn við skemmtiferðaskip

19:21 Borgarísjaka undan Vestfjörðum rekur enn að landi innan um hafís, frosinn sjó. Samkvæmt athugunum jarðvísindamanna við Háskóla Íslands er ísjakinn nú um 28 sjómílum norðvestan af Horni á Hornströndum. Hafísinn, sem umkringir jakann, rekur nú austur. Meira »

Nýr forstjóri segir stöðuna mjög þrönga

18:58 Nýr forseti Íslandspósts kveðst jákvæður gagnvart skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst og segir hana munu koma sér vel við endurskipulagningu fyrirtækisins. Í skýrslunni segir meðal annars að stjórnendur hafi brugðist of hægt við breytingum á markaði. Meira »

Miðlar 40 ára reynslu

18:34 Námskeið þar sem Einar Kárason rithöfundur miðlar reynslu sinni af því hvernig skrifa eigi bók, opnaði fyrir skráningu í gær. Námskeiðið, sem fyrirtækið Frami býður upp á, fer fram á netinu og er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Meira »

Segir stjórn LV starfa samkvæmt lögum

18:00 „Eitt að því sem þessi stjórn hefur lagt áherslu á er að auka gagnsæi í öllum sínum störfum, svo sem við í skipun í stjórnir hlutafélaga. Hún hefur einnig innleitt kröfu um siðferðisleg viðmið við allar sínar fjárfestingar,“ segir Ína Björk Hannesdóttir, stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Meira »

Ætlar að sjá hvert námið leiðir sig

17:58 Hugi Kjartansson var semidúx við brautskráningu frá Menntaskólanum við Hamrahlíð um síðustu áramót. Söngur og tónlist hefur alltaf skipað stóran sess í lífi hans og er hann til að mynda nýlega kominn heim frá New York þar sem hann söng með Björk Guðmundsdóttur söngkonu. Meira »

Greiddu atkvæði með fullri aðild Rússa

17:30 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna voru á meðal 118 þingmanna frá ríkjum Evrópu sem samþykktu í dag að veita Rússum fulla aðild að Evrópuráðinu á ný. Meira »

Míla braut ekki gegn Gagnaveitunni

16:48 Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur fellt úr gildi hluta ákvörðunar Póst- og fjarskiptastofnunar í máli Gagnaveitu Reykjavíkur gegn Mílu. Meira »

Ákærður fyrir gróf brot gegn syni sínum

16:34 Karlmaður hefur verið ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn syni sínum, sem áttu sér stað á heimilum ákærða á árunum 1996-2003, er sonur hans var 4-11 ára gamall. Málið var þingfest í morgun. Meira »

Vildi bætur en var sjálfur grunaður

16:12 Tryggingamiðstöðin var í gær sýknuð af bótakröfu vegna eldsvoða á gistiheimili á Vesturlandi í janúar 2016, en eigandi gistiheimilisins var grunaður um að hafa sjálfur orðið valdur að upptökum eldsins. Meira »

„Engin skylda að vera heiðursfélagi“

15:51 Lögmannafélag Íslands mun verða við þeirri ósk Jóns Steinars Gunnlaugssonar lögmanns um að hann verði tekinn af lista yfir heiðursfélaga í Lögmannafélaginu. Þetta staðfestir Berglind Svavarsdóttir, formaður félagsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Mótmæla aukinni skattheimtu

15:46 Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Meira »

Gæti þurft frekari fyrirgreiðslu ríkis

15:36 Að mati ríkisendurskoðanda er ekki öruggt að Íslandspóstur muni ekki þurfa á frekari fyrirgreiðslu ríkisins að halda á næsta á ári, þrátt fyrir að hækkun burðargjalda og viðbótargjald vegna erlendra sendinga muni rétta rekstur fyrirtækisins af, um tíma hið minnsta. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Fornbíll til sölu..
Einstakur, glæsilegur, árg. 1950, MB 170, kolsvartur, pluss innan, 4urra gíra, 5...