Átak í að hreinsa rusl á Suðurlandi

Hreinsunarátak á Suðurlandi.
Hreinsunarátak á Suðurlandi. Ljósmynd Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.

Hreint Suðurland er yfirskrift átaks sem Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur hrundið af stað og á að standa allt árið. Lóðarhafar, landeigendur og aðrir eru hvattir til að hreinsa af lóðum og lendum allt sem getur valdið ónæði, mengun eða er til lýta. Einnig geta heilbrigðisyfirvöld krafist lagfæringa og viðgerða á lóðum, girðingum og mannvirkjum. Þá er heimilt að láta fjarlægja númerslausa bíla og bílflök og annað slíkt sem er á almannafæri, innan og utan einkalóða og -lendna, á kostnað eigenda að undangenginni viðvörun.

Fyrsta skrefið er að fara um og skoða hvar þarf að taka til hendinni. Næsta skref er skrifa eiganda eða umráðamanni lóðar eða lands þar sem þarf að hreinsa til og benda honum á það sem betur má fara. Gefinn er mánaðarfrestur til að bregðast við. Hann fær einnig heimsókn þar sem hann getur útskýrt sitt mál. Sé ekki brugðist við er skrifað annað bréf og gefinn lokafrestur í tvær vikur. Sé ekki brugðist við því getur heilbrigðiseftirlitið látið hreinsa á kostnað eigandans. Heilbrigðiseftirlitið hefur lögveð í lóð og fasteign og getur krafist uppboðs á eigninni til greiðslu fyrir hreinsunarstarfið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »