Mótmælti Katrínu og Jóni Atla

Mótmælandi með gjallarhorn beindi orðum sínum að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra …
Mótmælandi með gjallarhorn beindi orðum sínum að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóni Atla Benediktssyni, rektors Háskóla Íslands, og mótmælti stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda. Samsett mynd

Mótmælandi með gjallarhorn setti svip sinn á opnun ráðstefnu á sviði kynjafræða í dag þegar hún mótmælti stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda.

Mótmælin beindust að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóni Atla Benediktssyni, rektors Háskóla Íslands, sem bæði sátu opnunarviðburð ráðstefnunnar, sem fer fram undir yfirskriftinni Border Regimes, Territorial Discourses and Feminist Politics.

Í upphafi viðburðarins tók einn ráðstefnugesturinn upp gjallarhorn og ávarpaði ráðstefnugesti. Sagði hún það fáránlegt og óásættanlegt að á feminískri ráðstefnu líkt og þessari, sem á að vera gagnýnin á valdakerfi, sé  verið að samþykkta að fagna þeim sem taka þátt í kerfisbundnum ofsóknum á hendur minnihlutahópum. 

Konan gagnrýndi Háskóla Íslands meðal annars fyrir umdeildan samning skólans við Útlendingastofnun um tanngreiningar og þá gagnrýndi hún Katrínu fyrir áhugaleysi á að koma í veg fyrir ofbeldi sem hælisleitendur þurfa að búa við.

Konan tók upp gjallarhorn við setningu ráðstefnunnar og beindi orðum …
Konan tók upp gjallarhorn við setningu ráðstefnunnar og beindi orðum sínum að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóni Atla Benediktssyni rektor HÍ. Skjáskot/Twitter

Konunni var bent á að henni gæfist kostur á að koma sinni skoðun á framfæri á hliðarviðburði á ráðstefnunni, en var vinsamlegast beðin um að virða gesti og skipuleggjendur ráðstefnunnar og leyfa formlegri dagskrá að halda áfram.

Katrín svaraði gagnrýninni þegar hún ávarpaði samkomuna. „Ég ætla ekki að verja allar hliðar kerfisins sem sér um meðferð umsókna hælisleitenda en ég mun heldur ekki samþykkja að vera sökuð um að vera ábyrg fyrir evrópska lagarammanum um réttindi hælisleitenda,“ sagði Katrín meðal annars.

Hér má sjá þegar mótmælin hófust og svör Katrínar í ávarpinu. 


mbl.is

Bloggað um fréttina