Öll félög samþykktu nema eitt

Öll aðildarfélög Samiðnar hafa samþykkt nýgerða kjarasamninga nema Félag járniðnaðarmanna á Ísafirði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samiðn.

Þar segir að á kjörskrá hafi verið 7.020 manns í tólf stéttarfélögum iðnaðarmanna. Þar af hafi 1.624 atkvæði eða 23,13%. Þar af hafi 1.183 sagt já, 357 nei, en 84 tóku ekki afstöðu.

Atkvæðagreiðslan tók til fjögurra kjarasamninga Samiðnar, þ.e.a.s. við Samtök atvinnulífsins, Bílgreinasambandið, Samband garðyrkjubænda og Félag pípulagningarmeistara.

Þá segir að ólokið sé kjarasamningum við ríkið, Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög auk nokkurra sérsamninga.

mbl.is