Forrest Gump er gjaldþrota

Tom Hanks fór með hlutverk Forrest Gump í samnefndri kvikmynd.
Tom Hanks fór með hlutverk Forrest Gump í samnefndri kvikmynd. Skjáskot úr kvikmyndinni

Forrest Gump ehf., Eyrargötu í Siglufirði, stofnað 2006, hefur verið úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Norðurlands eystra.

Í Lögbirtingablaðinu kemur fram að skiptafundur verði haldinn 19. ágúst nk. og þarf að lýsa kröfum í búið til skiptastjórans, Júlíar Óskar Antonsdóttur, fyrir þann tíma.

Fólk sýnir oft hugmyndaauðgi þegar það stofnar félög. Sem dæmi um nöfn félaga sem farið hafa í þrot má nefna Reddý ehf., Frískari lengur ehf., Lumbra ehf., Fílakastalinn slf., Púl ehf., Amma ehf., Kaos þjónusta ehf., Sykurstaukur ehf., Mokarinn ehf., How Do You Like Iceland ehf., Fish4you ehf. og I AM Iceland ehf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »