Listaverk að seljast fyrir metverð

Styttan af Jackson og Bubbles var sýnd í Listasafni Íslands …
Styttan af Jackson og Bubbles var sýnd í Listasafni Íslands 2004. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Það vakti athygli þegar skúlptúrinn „Kanína“ eftir Jeff Koons seldist á 11,3 milljarða króna 15. maí. Það var met fyrir verk eftir listamann á lífi.

Gunnar B. Kvaran, safnstjóri Astrup Fearnley-listasafnsins í Ósló, segir það skýra metverð fyrir listaverk að markaðurinn hafi stækkað.

Áður hafi nær eingöngu hinn vestræni listmarkaður og listheimur ákveðið verðmæti vestrænnar listar.

„Nú eru komnir nýir safnarar við Persaflóann og í Kína. Kaupin eru hluti af áformum ríkja við Persaflóann um að byggja upp menningartúrisma í framtíðinni. Listaverkin eru orðin mjög skýr fjárfestingarkostur. Áhættan við kaupin er orðin sáralítil þegar keypt eru verk eftir listamenn á borð við Pablo Picasso og aðra sem hafa verið viðurkenndir í 50-60 ár. Nú er að myndast samstaða um nokkra listamenn sem fæddir eru 1930-50,“ segir Gunnar og nefnir David Hockney og Koons.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert