Martha í 7. sinn á Smáþjóðaleika

Mæðginin Martha og Dagbjartur Daði.
Mæðginin Martha og Dagbjartur Daði. mbl.is/Eggert

Martha Ernstsdóttir, einn fremsti hlaupari landsins um árabil, er í hópi þjálfara frjálsíþróttafólksins sem tekur þátt í Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi 27. maí til 1. júní næstkomandi.

Dagbjartur Daði Jónsson, sonur hennar, keppir í spjótkasti á leikunum, en eiginmaður hennar og annar sonur þeirra hafa líka verið með á Smáþjóðaleikum.

Martha keppti á sex Smáþjóðaleikum og á enn leikjametið í 5.000 m hlaupi, setti það í Lúxemborg 1995. „Met eru til þess að slá þau og Andrea Kolbeinsdóttir, Elín Edda Sigurðardóttir og Aníta Hinriksdóttir hafa alla burði til þess að slá metið mitt í framtíðinni,“ segir hún.

Hlaupadrottningin hefur ekki aðeins látið að sér kveða á hlaupabrautinni heldur líka sem þjálfari hjá ÍR með hléum frá 2003. Hún hefur farið sem þjálfari með frjálsíþróttafólki á nokkur landsliðsmót en fer nú í fyrsta sinn sem slík á Smáþjóðaleika. „Þetta er allt svipað í eðli sínu en Smáþjóðaleikar eru öðruvísi því þar er keppt í mörgum greinum eins og á Ólympíuleikum, þeir eru eins og smækkuð mynd af Ólympíuleikum,“ segir hún.

Sjá viðtal við Mörthu í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »