Borgin skoðar veggjöld

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður samgöngu- og skipulagsráðs Reykjavíkur, í Osló …
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður samgöngu- og skipulagsráðs Reykjavíkur, í Osló í gær. Hún segir að til skoðunar sé í Reykjavík að fara að dæmi Norðmanna og leggja veggjöld á þá bíla sem menga. mbl.is/Baldur

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur, segir til skoðunar að leggja á svonefnd tafagjöld til að stjórna og draga úr umferð einkabíla í Reykjavíkurborg.

Hún segist horfa til góðs árangurs Óslóarborgar af slíkri gjaldtöku. „Norðmenn hafa beitt mengunar- og tafagjöldum. Þau hafa tvenns konar áhrif. Þau draga úr bílaumferð og nýtast gríðarlega vel til að byggja innviði fyrir vistvæna fararmáta,“ segir Sigurborg Ósk í umfjöllun um þetta málí Morgunblaðinu í dag.

Umræddri gjaldtöku er ætlað að draga úr mengun og töfum í umferð. Rafbílar hafa fengið undanþágu frá slíkum gjöldum í Ósló. Hófleg gjaldtaka er nú að hefjast af rafbílum.

Rafbílar ekki undanþegnir

Sigurborg Ósk segir aðspurð óvíst að rafbílar í Reykjavík verði undanþegnir slíkum gjöldum til frambúðar. Það þurfi enda að vera einhverjar tekjur af umferðinni.

Framundan séu breytingar á umferðarkerfinu á höfuðborgarsvæðinu á næstu 10-15 árum. Án róttækra breytinga í þeim efnum náist markmið borgarinnar í loftslagsmálum ekki.

„Jafnvel þótt það markmið náist árið 2040 að 58% allra ferða verði með almenningssamgöngum með borgarlínu mun umferð engu að síður aukast. Við munum því ekki ná markmiðum Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum,“ segir Sigurborg Ósk.

Hún segir útfærsluna á fyrstu áföngum fyrirhugaðrar borgarlínu verða kynnta á næstu mánuðum. Við uppbygginguna verði röskun á umferðarflæði á höfuðborgarsvæðinu. Því verði borgarlínan byggð upp í áföngum til að lágmarka röskun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert