Eyþór spilaði Krúnuleikastefið á Selló

Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson …
Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir á hátíðinni í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Á sjötta hundrað manns mættu á 90 ára afmælishátíð Sjálfstæðisflokksins í dag en um þessar mundir eru 90 ár liðin frá samruna Íhaldsflokksins og frjálslynda flokksins og verður því fagnað með hinum ýmsu viðburðum út afmælisárið.

Á dagskrá hátíðarinnar voru þingmenn og forystufólk flokksins áberandi og héldu bæði Bjarni Benediktsson formaður og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður erindi. Þá vakti Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verskuldaða athygli þegar hann spilaði titillag Krúnuleikanna (e. Game of Thrones) á Selló við góðar undirtektir.

Forystufólk hinna stjórnarflokkanna tveggja sem og Samfylkingarinnar létu sig ekki vanta og tóku bæði Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna til máls. Miðflokksmenn virtust þó hvergi vera sjáanlegir en þingmenn flokksins vöktu athygli á afmælishátíðinni á þingfundi í morgun og virtust þá gera sig líklega til að mæta.

Að sögn Andra Steins Hilmarssonar, aðstoðarmanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins, tók fólk á öllum aldri þátt í gleðinni og var stemningin allsráðandi.  

Eyþór Arnalds leikur á Selló.
Eyþór Arnalds leikur á Selló. mbl.is/Árni Sæberg
Þórdís Kolbrún flytur erindi.
Þórdís Kolbrún flytur erindi. mbl.is/Árni Sæberg
Heiða Björg Hilmisdóttir var á hátíðinni fyrir hönd Samfylkingarinnar.
Heiða Björg Hilmisdóttir var á hátíðinni fyrir hönd Samfylkingarinnar. mbl.is/Árni Sæberg
Frá afmælishátíðinni.
Frá afmælishátíðinni. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert