Heppin með veður til þessa

Veiga Grétarsdóttir á leið frá Hænuvík yfir í Látravík. Sjór …
Veiga Grétarsdóttir á leið frá Hænuvík yfir í Látravík. Sjór var stilltur en hún fann fyrir haföldu á leið fyrir Bjarnarnúp. Ljósmynd/Óskar Páll Sveinsson

„Þetta ætti að ganga vel því ég verð með strauminn og vindinn í bakið,“ sagði Veiga Grétarsdóttir í gær áður en hún lagði af stað á kajak frá Stykkishólmi til Ólafsvíkur, um 50 km leið.

Hún lagði upp frá Ísafirði þriðjudaginn 14. maí og ætlar að róa rangsælis í kringum landið á um tveimur til fjórum mánuðum.

Ferðin hefur gengið mjög vel, segir Veiga í umfjöllun um siglingu hennar í Morgunblaðinu í dag. Veðrið hefur almennt verið gott og vindar og straumar hagstæðir. „Reyndar var mjög erfitt að róa frá Rauðasandi yfir á Siglunes með vindinn í fangið alla leiðina og sama má segja um síðustu tíu kílómetrana áður en ég kom að Flatey.“

Veiga segir að flestir hafi róið hringinn á tveimur til þremur mánuðum. „Það er svo erfitt að segja til um hvað þetta tekur langan tíma, því margt spilar inn í,“ segir hún og bætir við að hún gisti allar nætur í landi og nauðsynlegt sé að auki að taka hvíldardaga reglulega. „Ég fer í land á tíu til fimmtán kílómetra fresti til þess að borða og létta á mér og ég hef mest róið 50 kílómetra á einum degi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert