Með saltið í blóðinu

Sven Ásgeir Hanson.
Sven Ásgeir Hanson. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Hann er hálfur Íslendingur og hálfur Svíi, hann Sven Ásgeir Hanson, og á stærsta saltfyrirtæki Svíþjóðar sem selur salt víða um Evrópu. Þessi kappsfulli öldungur hefur haft í ýmsu að snúast á langri ævi.

Viðskipti hafa verið hans ær og kýr þótt hann hygðist um skeið gerast bóndi. Hann keppti á Ólympíuleikum árið 1968 í siglingum en siglir í dag sér til gamans. Önnur áhugamál hans eru útreiðar og kaup og sala veðhlaupahesta. Hann á ekki langt að sækja viðskiptavitið því faðir hans og báðir afar voru miklir viðskiptamenn; hinn íslenski afi stórútgerðarmaður.

Í Sunnudagsblaði Morgublaðsins segir Sven frá tengingunni við Ísland og viðskiptum. Hann kom sjaldan til Íslands áður fyrr en kemur nú árlega að heimsækja frænda sinn og hjartalækni sem hann treystir best fyrir heilsunni.

„Ég fór í fyrsta skipti til Íslands í júní árið 1946 í gamalli uppgerðri herflugvél og ég man að vélin lét illa á leiðinni. Ég held reyndar að þetta hafi verið fyrsta flugið milli Svíþjóðar og Íslands því það var getið um það í sænskum dagblöðum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert