Ráðuneytið fann kjararáðsgögn

Fjármálaráðuneytið segist hafa fundið bréf er varða lauanhækkanir forstjóra ríkisstofnanna …
Fjármálaráðuneytið segist hafa fundið bréf er varða lauanhækkanir forstjóra ríkisstofnanna 2011. mbl.is/Golli

Fjármálaráðuneytið kveðst hafa fundið afrit þeirra bréfa sem send voru forstjórum ríkisstofnanna um launahækkanir þeirra, en hækkanirnar voru ekki birtar í úrskurði ráðsins árið 2011. Hafði ráðuneytið áður svarað fyrirspurn mbl.is vegna umræddra bréfa, að þau hefðu aldrei verið send.

„Ekki er búið að skrá safnið í geymsluskrá, sem gerði leit að gögnum í safninu vandkvæðum bundna. Við ítarlegri leit að bréfum sem send voru vegna ákvörðunar kjararáðs 21. desember 2011 hafa þau bréf nú fundist. Voru bréfin send til allra aðila sem voru undir kjararáði á umræddum tíma og ákvörðunin varðaði,“ segir í tölvupósti frá ráðuneytinu í dag.

Fyrir síðustu helgi sagði ráðuneytið að „ráðuneytið hefur kannað gögn sem stafa frá kjararáði og liggur fyrir að engin fylgiskjöl eru með tilvísaðri fundargerð. Þá liggur einnig fyrir að bréf voru ekki send einstaklingum sem undir ráðið heyrðu, þrátt fyrir fyrirætlan þar um í fundargerðinni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert