Rjúpum fækkaði

Rjúpum fækkaði.
Rjúpum fækkaði. mbl.is/Ingólfur Guðmundsson

Rjúpum fækkaði almennt um land allt frá því í fyrra, þó ekki í lágsveitum á Norðausturlandi, skv. rjúpnatalningu Náttúrufræðistofnunar Íslands sl. vor.

„Miðað við ástand stofnsins frá síðustu aldamótum er rjúpnafjöldinn 2019 mestur á Norðausturlandi, í öðrum landshlutum er hann í eða undir meðaltali,“ segir í samantekt stofnunarinnar.

Fram kemur að á svæðum í Þingeyjarsýslum, en þar hafa rjúpur verið taldar frá 1981, var þéttleiki karra nú í vor sá áttundi besti sem skráður hefur verið. Í Hrísey, þar sem talið hefur verið með hléum frá 1963 eða í 52 ár, var þéttleiki karra nú í vor sá 16. besti sem mælst hefur. Rjúpur voru taldar á 33 svæðum í öllum landshlutum. Mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins á að liggja fyrir í ágúst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert