Orkupakkinn tilefni nýs stjórnmálaafls

Umræðan um þriðja orkupakkann vakti Benedikt til meðvitundar.
Umræðan um þriðja orkupakkann vakti Benedikt til meðvitundar. Ljósmynd/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Benedikt Lafleur boðar byltingu í íslenskri pólitík með Lýðræðishreyfingunni, en hann telur að snúa þurfi valdastrúktúrnum á Íslandi.

Í tilkynningu vegna stofnunar þessa nýja stjórnmálaafls segir að umræðan um þriðja orkupakkann hafi vakið Benedikt til meðvitundar „um hversu hættulegt það geti verið fullveldi Íslands og lýðræðinu að tiltölulega fámennur hópur fólks skuli geta vélað um framtíð þjóðarinnar og hunsað bæði þjóðarvilja og samþykktir eigin flokksfélaga.“

Segir í tilkynningu að eðlilegt sé að almenningur taki ákvarðanir …
Segir í tilkynningu að eðlilegt sé að almenningur taki ákvarðanir um hagsmuni sem snerti samfélagið um aldur og ævi,

Eðlilegt sé að almenningur taki ákvarðanir um hagsmuni sem snerti samfélagið um aldur og ævi, að löggjafinn hlýði niðurstöðunni og ráðherrar hrindi í framkvæmd „án þess að koma nálægt samningu laganna“.

Opinn fundur hreyfingarinnar verður boðaður innan skamms og getur þá hafist hugmyndafræðileg máefnavinna fundargesta. Þangað til verður hægt að fylgjast með næstu skrefum hinnar nýju hreyfingar á Facebook.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert