Þingmenn „skiluðu auðu“

Ný heilbrigðisstefna var samþykkt á Alþingi á dögunum.
Ný heilbrigðisstefna var samþykkt á Alþingi á dögunum. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

„Þessi heilbrigðisstefna fjallar eiginlega eingöngu um ríkisrekna hluta kerfisins sem er ekki nema um 70% af því. Hún felur ráðherra hverju sinni nánast einræðisvald í að ákveða hvaða starfsemi lifir og hvaða starfsemi deyr.“

Þetta segir Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur. Þórarinn er gagnrýninn á nýsamþykkta heilbrigðisstefnu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem gilda á til 2030.

Hann kveðst telja að þingmönnum hafi orðið á mistök þegar heilbrigðisstefnan var samþykkt. Þeir hafi mögulega talið að hægt væri að stýra framlögum til heilbrigðismála á fjárlögum eins og var áður fyrr.

„Fjárlagagerðin hefur breyst. Fjárlagaliðirnir eru orðnir stærri og það er verr skilgreint en áður hvað féð innan þeirra á að fara í nákvæmlega. Ráðherra hefur því meira vald til að stýra hvert fjármagnið fer og færa milli verkefna og liða. Fjárlög munu því ekki setja neinn ramma um starfsemina í heilbrigðiskerfinu. Alþingi hefur í raun skilað auðu í stefnumótun heilbrigðiskerfisins, sérstaklega í þeim hluta sem ekki er ríkisrekinn. Þingið hefur í staðinn falið heilbrigðisráðuneytinu öll völd. Ég er ekki viss um að það verði breið sátt um það í samfélaginu hvort sem um er að ræða núverandi ráðherra og hans stefnu eða næsta ráðherra sem kemur og snýr stefnunni ef til vill í þveröfuga átt,“ segir hann í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert