Ráðist á íslenskar vefsíður

Þjálfarinn Senol Günes á blaðamannafundi í gær.
Þjálfarinn Senol Günes á blaðamannafundi í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tvær tölvuárásir voru gerðar á vefsíðu Isavia í gær, og lá síðan niðri í um tvo tíma. Þá var ráðist á fréttasíðuna sunnlenska.is síðar í gær.

Svo virðist sem að tyrkneskir hakkarar hafi verið að verki í bæði skipti en tyrkneski hakkarahópurinn Anka Neferler Tim er á vefsíðu tyrkneska fjölmiðilsins Yeni akit sagður standa fyrir árásunum á síðu Isavia.

Á málið að tengjast þeirri bið vegna öryggisleitar sem tyrkneska karlalandsliðið í knattspyrnu lenti í við komuna til Íslands í fyrrakvöld, en Ísland og Tyrkland eigast við á Laugardalsvelli í kvöld.

Í samtali við Morgunblaðið vildi Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, ekki staðfesta hvort þeir sem stóðu fyrir árásum á síðuna væru tyrkneskir eða ekki.

Þá sagði Guðmundur Karl Sigurðsson, ritstjóri sunnlenska.is, í samtali við Morgunblaðið seint í gærkvöld að ákveðið hefði verið að slökkva á vefsíðunni eftir að tyrkneskir hakkarar hefðu heimsótt hana. Af skjáskoti sem Guðmundur tók af síðunni eftir að hakkararnir heimsóttu hana virtist sem að þar hafi þó ekki verið sömu aðilar á ferðinni og hjá Isavia. Lá því hvorki fyrir hvort árásin tengdist tyrkneska landsliðinu né hvort árásirnar á síðurnar tvær tengdust hvor annarri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »