Skipulagsbreytingar hjá HR

Nýir sviðs- og deildarforsetar hafa tekið til starfa í Háskólanum ...
Nýir sviðs- og deildarforsetar hafa tekið til starfa í Háskólanum í Reykjavík. Ljósmynd/HR

Nýir sviðs- og deildarforsetar hafa tekið til starfa í Háskólanum í Reykjavík í samræmi við nýtt skipurit skólans sem nýverið var tekið í gagnið.

Dr. Ragnhildur Helgadóttir er sviðsforseti nýs samfélagssviðs HR en undir það heyra eru viðskiptadeild, lagadeild, sálfræðideild og íþróttadeild. Ragnhildur hefur verið prófessor við lagadeild frá 2006 og var deildarforseti frá 2014 til 2019. Sérgreinar Ragnhildar eru stjórnskipunarréttur og réttarsaga. Meðfram starfi hjá HR hefur hún m.a. verið formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs, í samninganefnd Íslands við ESB og ad hoc formaður í nefnd um dómarastörf auk þess að kenna við Háskólana í Montreal og Ottawa í Kanada og víðar.

Dr. Ragnhildur Helgadóttir, sviðsforseti samfélagssviðs HR.
Dr. Ragnhildur Helgadóttir, sviðsforseti samfélagssviðs HR. Ljósmynd/HR

Dr. Gísli Hjálmtýsson er sviðsforseti nýs tæknisviðs sem undir heyra tölvunarfræðideild, verkfræðideild og iðn- og tæknifræðideild. Gísli hefur gegnt stöðu deildarforseta tölvunarfræðideildar HR frá árinu 2017. Hann hefur yfir þrjátíu ára reynslu sem frumkvöðull og stjórnandi á sviði upplýsingatækni og nýsköpunar.

Dr. Gísli Hjálmtýsson, forseti tæknisviðs HR.
Dr. Gísli Hjálmtýsson, forseti tæknisviðs HR. Ljósmynd/HR

Gísli hefur verið framkvæmdastjóri og meðal eigenda Thule Investments frá árinu 2004 og leitt fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum. Gísli lauk B.Sc-gráðu í stærðfræði og tölvunarfræði frá University of Rochester 1992 og doktorsprófi í tölvunarfræði frá University of California, Santa Barbara árið 1995. Eftir doktorspróf starfaði Gísli hjá AT&T Bell Laboratories. Árin 2001-2007 var hann prófessor í tölvunarfræði og forseti tölvunarfræðideildar HR.

Hera Grímsdóttir er deildarforseti nýrrar iðn- og tæknifræðideildar Háskólans í Reykjavík. Hera hefur starfað sem sviðstjóri byggingasviðs Háskólans í Reykjavík frá árinu 2015 en kennt við háskólann frá árinu 2013, fyrst sem stundakennari. Hún er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík frá 2017 og tók meistaragráðu frá sama skóla í byggingarverkfræði með áherslu á framkvæmdastjórnun árið 2013. Hera lauk B.Sc. gráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2004. Hera hefur víðtæka reynslu af úr atvinnulífinu og starfaði hjá EFLU verkfræðistofu frá árinu 2004, fyrst á orkusviði og síðar á sviði verkefnastýringar.

Hera Grímsdóttir, deildarforseti iðn- og tæknifræðideildar HR.
Hera Grímsdóttir, deildarforseti iðn- og tæknifræðideildar HR. Ljósmynd/HR

Dr. Luca Aceto er nýr deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Luca hefur gegnt stöðu prófessors við tölvunarfræðideild HR frá árinu 2004. Frá september 2017 hefur hann einnig gegnt stöðu prófessors við Gran Sasso Science Institute, L'Aquila á Ítalíu og stýrt vísindastarfi og alþjóðlegu doktorsnámi í tölvunarfræði þar. Luca hlaut doktorsgráðu í tölvunarfræði frá University of Sussex árið 1991 og meistaragráðu frá University of Pisa árið 1986. Meginviðfangsefni Luca í rannsóknum tengjast fræðilegum eiginleikum samhliða vinnslu, með áherslu á mál sem lýsa algebrískum ferlum og hvernig slík mál styðja við leiðir til að skilgreina og vinna með kerfi, rökfræði, merkingarfræði og jöfnurökfræði í tölvunarfræði.

Dr. Luca Aceto, deildarforseti tölvunarfræðideildar HR.
Dr. Luca Aceto, deildarforseti tölvunarfræðideildar HR. Ljósmynd/HR

Dr. Hafrún Kristjánsdóttir tekur við stöðu deildarforseta nýrrar íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík. Hafrún var skipuð dósent við tækni- og verkfræðideild HR fyrr á þessu ári og hefur gegnt stöðu sviðsstjóra íþróttafræðisviðs frá árinu 2013. Hún lauk doktorsprófi í líf og læknavísindum árið 2015 frá Háskóla Íslands, Cand Psych gráðu í sálfræði 2005 og B.Sc. gráðu í sálfræði frá sama skóla. Hafrún hefur víðtæka og fjölbreytta reynslu innan íþróttahreyfingarinnar og hefur birt fjölda greina á sviði íþróttasálfræði, klínískrar sálfræði og íþróttafræði. Hún hefur á síðustu árum meðal annars leitt eða tekið þátt í rannsóknarverkefnum um höfuðáverka í íþróttum, geðheilsu íþróttamanna, kynjajafnrétti í íþróttum og sálfræðilegra færni íslenskra afreksíþróttamanna.

Hafrún Kristjánsdóttir, deildarforseti íþróttafræðideildar HR.
Hafrún Kristjánsdóttir, deildarforseti íþróttafræðideildar HR. Ljósmynd/HR

Dr. Bryndís Björk Ásgeirsóttir er forseti nýrrar sálfræðideildar. Hún hefur starfað við HR frá árinu 2005, veitt námsbrautum í sálfræði forstöðu og gegnt stöðu dósents og sviðsstjóra sálfræðisviðs frá árinu 2015. Bryndís Björk lauk doktorsprófi í sálfræði árið 2011 frá Institute of Psychiatry, King's College London, meistaragráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands árið 2003 og B.Sc. gráðu í sálfræði frá sama skóla árið 1999. Bryndís Björk hefur birt fjölda vísindagreina í alþjóðlegum ritum um geðheilsu og áhrif streituvaldandi atburða og reynslu á líðan og hegðun ungmenna. Þá hefur hún rannsakað verndandi þætti í lífi ungs fólks sem hefur verið beitt kynferðislegu ofbeldi eða heimilisofbeldi og hvernig bæta má lífsánægju og vellíðan. Hún hefur stundað rannsóknir við Rannsóknir og greiningu frá árinu 1999 og gegndi starfi framkvæmdarstjóra þar á árunum 2000 til 2002. 

Dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, forseti sálfræðideildar HR.
Dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, forseti sálfræðideildar HR. Ljósmynd/HR
mbl.is

Innlent »

Lögreglan lýsir eftir Heiðrúnu

00:37 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Heiðrúnu Kjartansdóttur, 41 árs, en síðast er viðtað um ferðir hennar síðastliðinn miðvikudag. Meira »

Blóð úr ófæddum tvíbura

Í gær, 22:15 Þekkt er að blóðgjöf örvar súrefnisflæði og getur haft góð áhrif fyrir keppni. Þegar blóðprufa leiddi í ljós blóð í æðakerfinu sem ekki var úr honum sjálfum gáfu menn sér að hjólreiðamaðurinn Tyler Hamilton hefði beitt þessari aðferð. Svo var ekki, alltént ef marka má Hamilton sjálfan. Meira »

Móttaka nýs Herjólfs: Myndasyrpa

Í gær, 21:22 Tekið var á móti nýjum Herjólfi við hátíðlega athöfn í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson afhenti Vestmannaeyingum nýja ferju og Katrín Jakobsdóttir nefndi hana formlega. Meira »

Að öðlast heyrn og mannréttindi

Í gær, 20:47 Bræðurnir Óli Þór og Nói Hrafn Sigurjónssynir fæddust heyrnarlausir, fóru í kuðungsígræðslu á unga aldri, hafa unnið þrotlaust með sérfræðingum og foreldrum sínum að því að fá heyrn og standa nú á tímamótum. Meira »

Þrír skiptu með sér lottópottinum

Í gær, 20:08 Þrír heppnir miðaeigendur skiptu með sér sjöföldum lottópotti kvöldsins, sem hljóðaði upp á rúmar 100 milljónir, og fær hver þeirra rúmlega 34,5 milljónir króna í vinning. Meira »

Fimm í bílveltu á Vesturlandi

Í gær, 19:55 Fimm manns voru í bíl sem valt á Snæfellsvegi skammt frá bænum Gröf í Eyja- og Miklaholtshreppi á sjöunda tímanum í kvöld.  Meira »

Gekk upp og niður Esjuna í sólarhring

Í gær, 19:07 „Ég ligg bara og tek því mjög rólega. Ég stend eiginlega ekki í lappirnar ef ég á að vera hreinskilinn,“ segir Svanberg Halldórsson í samtali við mbl.is. Hann náði því ótrúlega afreki að ganga upp og niður Esjuna tólf sinnum í einum rykk og er því líklega íslandsmethafi í Esjugöngu. Meira »

Hvaða hlutverki gegnir þjóðkirkjan?

Í gær, 18:15 Þjóðkirkjan er stærst trúfélag á Íslandi og kemur að lífi margra á hverjum degi. Hlutverk hennar hefur breyst í gegnum árin. Hér verður hlutverk hennar í íslensku samfélagi skoðað frá mismunandi sjónarhornum. Meira »

Fjölmennt á torfærukeppni Bíladaga

Í gær, 17:50 Torfærukeppni Bíladaga á Akureyri stendur nú yfir á þessari árlegu hátíð sem haldin er um helgina. Mikill fjöldi fólks er mættur til að horfa á ökumenn sýna listir sínar og er stemningin góð. Þór Þormar Pálsson var fljótastur í tímabraut og kom í mark á 46 sekúndum. Meira »

„Hér eru allir í skýjunum“

Í gær, 17:37 „Þetta var í alla staði frábær dagur. Við fengum hér stútfulla hafnarstétt af fólki, athöfnin sjálf var frábær og hér eru allir í skýjunum,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, um móttöku skipsins í samtali við mbl.is. Meira »

Ríkisvæðingarstefna dauðans

Í gær, 16:30 Bæklunarsérfræðingarnir Ágúst Kárason og Ragnar Jónsson, sem einnig er lögfræðingur, eru afar ósáttir við nýja heilbrigðisstefnu heilbrigðisráðherra. Ekkert samráð var haft við sérfræðinga og segja þeir ógerlegt að færa allar aðgerðir inn á spítalana. Meira »

Fékk sér Billie Eilish-tattú

Í gær, 16:10 Allt bendir til þess að Birta Líf Bjarkadóttir sé helsti aðdáandi poppstjörnunnar bandarísku Billie Eilish hér á landi. Vitnisburður um það er nýja húðflúrið hennar Birtu, sem er mynd af Billie. Meira »

300 hlupu kvennahlaup á Akureyri

Í gær, 15:30 Kvennahlaupið fór fram í þrítugasta sinn í blíðskaparveðri um allt land, en frábær þátttaka var í hlaupinu og talið er að 10.000 konur hafi tekið þátt í því á yfir 80 stöðum um land allt og víða erlendis. Meira »

Fjárlaganefnd bara að „bora í nefið“

Í gær, 14:43 Á meðan þingið bíður eftir að fjármálaáætlun komi frá fjárlaganefnd bíður fjárlaganefnd eftir gögnum frá fjármálaráðuneytinu til að vinna úr. Nefndin er í „algerri biðstöðu,“ segir Björn Leví Pírati. Meira »

Rigningin stoppaði stutt við

Í gær, 14:17 Þau tíðindi urðu á öðrum tímanum í dag að regnskúr gerði á höfuðborgarsvæðinu. Rigningin stoppaði þó stutt við en ekki hefur rignt að ráði undanfarnar vikur. Meira »

Hefur verið á göngu síðan átta í gær

Í gær, 13:00 Einar Hansberg Árnason hefur gengið 50 kílómetra síðan klukkan átta í gærkvöldi. Hann á 50 kílómetra fram undan. Hann er í sérstöku þyngdarvesti og stoppar á tveggja tíma fresti og tekur æfingu. Meira »

Eðlilegt að E. coli greinist í kjöti

Í gær, 12:56 „Nei í sjálfu sér ekki. Það er eðlilegt því E. coli er í þarmaflóru nautgripa og sauðfjár og hluti þeirra getur borið shigatoxín,“ segir Dóra Gunnardóttir, forstöðumaður neytendaverndar Matvælastofnunar, spurð hvort það hafi komið á óvart að shigatoxínmyndandi E.coli (STEC) hafi fundist í kjöti á markaði. Meira »

Sáu Herjólf leggjast að bryggju

Í gær, 11:59 Hópur fólks fylgdist með nýjum og glæsilegum Herjólfi leggjast að bryggju í Vestmannaeyjum í gærkvöldi.  Meira »

Þrítugasta kvennahlaupið í veðurblíðu

Í gær, 11:41 Kvennahlaupið hófst víða um landið klukkan 11 í morgun en það fer fram í þrítugasta sinn. Ljósmyndari mbl.is var á ferðinni í Garðabæ þar sem fjöldi kvenna úr öllum aldurshópum var mættur í veðurblíðunni til að taka þátt í hlaupinu. Meira »
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. Fullbókað er til 23.7. en hægt er...
Bátakerra .
Tilboð óskast uppl. 8691204....
Borðfætur stál
Til sölu notaðir borðfætur frá Stáliðjunni, 6 stk undir tveggja manna borð og 3 ...
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...