47% meiri umferð um Hellisheiði

Umferðin um Suðurlandsveg í Ölfusi um hvítasunnuhelgina var mikil.
Umferðin um Suðurlandsveg í Ölfusi um hvítasunnuhelgina var mikil. mbl.is/Sigurður Bogi

Miklu meiri umferð var um nýliðna hvítasunnuhelgi en um sömu helgi í fyrra á leiðum út úr Reykjavík. Sérstaklega var mikill munur á umferðinni austur yfir Hellisheiði, eða 47 prósent.

Þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar.

Á laugardeginum og sunnudeginum var nánast tvöfalt meiri umferð í ár heldur en í fyrra.

Umferðin um Hvalfjarðargöng var 27% meiri en í fyrra.

Hvítasunnan í fyrra var um miðjan maí og líklegt er að þess vegna hafi verið minni umferð þá helgi þótt það skýri alls ekki allan þennan mikla mun, að því er segir í tilkynningunni.

mbl.is