Fari sparlega með vatnið

Sauðárkrókur.
Sauðárkrókur. mbl.is/Sigurður Bogi

Vegna bilunar í Sauðárveitu í Skagafirði í nótt var minna vatnsrennsli inn á forðatanka neysluvatns á Skarðsmóum fram til morguns.

Á vef Skagafjarðarveitna eru allir notendur kalds vatns á Sauðárkróki beðnir um að fara eins sparlega með vatnið og mögulegt er í dag og næstu daga.

Mikill skortur hefur verið á köldu vatni á Sauðárkróki að undanförnu. Farið hefur verið fram á það við fyrirtæki sem nota mikið vatn að þau dragi úr framleiðslu eða minnki vatnsnotkun á annan hátt, að því er kemur fram á Feykir.is. Lítil úrkoma í vetur og vor er orsakavaldurinn.

mbl.is