Grænt ljós á framkvæmd við Hvalárvirkjun

Virkjunarsvæði fyrir Hvalárvirkjun í Árneshreppi á Ströndum. Mynd úr safni.
Virkjunarsvæði fyrir Hvalárvirkjun í Árneshreppi á Ströndum. Mynd úr safni. mbl.is/Golli

Sveitastjórn Árneshrepps samþykkti á fundi sínum í dag framkvæmdaleyfi fyrir fyrsta hluta virkjanaframkvæmda við Hvalárvirkjun. „Þetta er bara vegna rannsóknarvinnu,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, segir í samtali við mbl.is. Leyfið tekur m.a. framkvæmda við vegagerð að og um virkjunarsvæðið, brúargerðar yfir Hvalá, byggingu vinnubúða og fráveitu, sem og rannsókna á jarðfræðilegum þáttum.

Umsókn fyrir framkvæmdaleyfinu var upphaflega lögð fram í september í fyrra, en þar sem aug­lýs­ing á breyt­ing­um deili­skipu­lags vegna Hvalár­virkj­un­ar var birt í Lögbirtingarblaðinu tveimur dögum of seint þurfti hrepps­nefndin að taka málið fyr­ir að nýju. Framkvæmdaleyfisumsókn VesturVerks sem samþykkt var í dag er sú sama og lögð var fram þá.

Skili mánaðarlega vöktunaráætlun og umhverfisúttekt

Í samþykkt sinni setti sveitastjórnin þó skilyrði í framkvæmdaleyfið varðandi nýtingu ársetsnámu við Hvalá að vinnsla námunnar verði hafin sem fjærst vatnsborði og óraskað belti verði skilið eftir milli námu og vatnsbakka.

Þá er verktaka gert að skila sveitarfélaginu mánaðarlega vöktunaráætlun og umhverfisúttekt á framkvæmdatímanum og segir Eva þetta vera gert fyrir tilstilli náttúruverndarnefndar Árneshrepps, sem hafi tilgreint þessa þætti í sinni fundargerð.

Að sögn Evu var sveitastjórn einróma í samþykkt sinni á framkvæmdaleyfinu. Fram kemur í fundargerð að stjórnin telji fyrirhugaða framkvæmd vera í samræmi við Aðalskipulag Árneshrepps 2005-2025 og deiliskipulag vegna Hvalárvirkjunar, sem hreppsnefndin samþykkti í mars í ár og bíður nú auglýsingar, í samræmi við yfirferð Skipulagsstofnunar frá því í lok maí.

„Við samanburð á framkvæmd sem fyrirliggjandi umsókn lýsir og matsskýrslu vegna framkvæmdarinnar er sýnt að framkvæmdin varðar einungis hluta þeirrar framkvæmdar, þ.e. rannsóknir, s.s. á jarðfræðilegum þáttum, vegagerð, s.s vegum að og um virkjunarsvæði, brúargerð yfir Hvalá, efnistöku og efnislosun, byggingu fráveitu, öflun neysluvatns, uppsetningar vinnubúða og framkvæmda við verklok,“ segir í fundargerðinni frá því í dag.

Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. Eva segi sveitastjórnina ekki vita hvenær ...
Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. Eva segi sveitastjórnina ekki vita hvenær VesturVerk mun hefja framkvæmdir vegna Hvalárvirkjun nú þegar leyfi hefur verið veitt, né hve langan tíma rannsóknarvinnan muni taka. mbl.is/Golli

Varðar ekki byggingu virkjanamannvirkja eða breytingar á vatnafari

Hreppsnefndin hafi  kynnt sér matsskýrslu framkvæmdar og álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdarinnar. Framkvæmdin sem sótt er um nú varði hins vegar ekki byggingu virkjunarmannvirkja eða breytingar á vatnafari og þess vegna hafi umfjöllun um álit Skipulagsstofnunnar „takmarkaða þýðingu við málsmeðferð nú“. Í  bæði aðal- og deiliskipulagi hafi hins vegar verið sérstaklega hugað að því „að draga úr raski ef horfið yrði frá byggingu virkjunar“.

Við breytingar á aðalskipulagi Árneshrepps og samþykkt deiliskipulags vegna rannsókna tengdum Hvalárvirkjun hafi farið fram umhverfismatsferli Hvalárvirkjunar og mótvægisaðgerðir vegnar framkvæmdarinnar verið útfærðar, til að mynda kröfur um frágang vega, skilmálar vegna verkloka og aðstöðu ef hætt yrði við að virkja.

„Árneshreppur hefur því tekið afstöðu til álits Skipulagsstofnunar við gerð nýrra skipulagsáætlana og þá m.a. horft til áherslna sem koma fram í álitinu,“ segir í fundargerðinni. Þá séu í  gögnum með framkvæmdaleyfisumsókninni gerð grein fyrir hvaða rannsóknir á vatnalífi, fuglalífi og skráning menningarminja hafa farið fram eftir gerð álits Skipulagsstofnunar. Með þessu hafi skilyrðum álitsins verið mætt.

Áhrif á ferðaþjónustu ekki jafn neikvæð og skipulagsstofnun telur

Hreppsnefndin segist enn fremur í afgreiðslu sinni ekki draga í efa helstu niðurstöður álits Skipulagsstofnunar. Þó telji nefndin áhrif á ferðaþjónustu og útvist ekki verða jafn neikvæð og tilgreint sé í áliti Skipulagsstofnunnar. Segir hreppsnefndin samgöngur enda geta eflst með framkvæmdunum og með þeim aðgengi að svæðum. Eins geti „ásýnd hluta framkvæmdasvæðis að loknum framkvæmdum haft svipmót óraskaðra svæða“.

Eva segi sveitastjórnina ekki vita hvenær VesturVerk mun hefja framkvæmdir nú þegar leyfi hefur verið veitt, né hve langan tíma rannsóknarvinnan muni taka. „Þetta er ekkert sem hlaupið er í,“ segir hún. „Það skýrist þó sjálfsagt þegar líður á þetta ár hve hratt hlutirnir geta gerst.“

mbl.is

Innlent »

Sýn braut ekki gegn fjölmiðlalögum

Í gær, 23:45 Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sýn hafi ekki brotið gegn fjölmiðlalögum.  Meira »

Verði tekinn af skrá yfir heiðursfélaga

Í gær, 23:25 Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt, hefur sent Lögmannafélagi Íslands bréf þar sem hann óskar þess að nafn hans verði tekið af skrá yfir heiðursfélaga. Meira »

Erfiðir tímar án Jóns Þrastar

Í gær, 23:00 Jana Guðjónsdóttir, unnusta Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf sporlaust í Dublin á Írlandi í febrúar, biðlaði til áhorfenda sjónvarpsþáttarins Crimecall í kvöld að láta lögregluna vita ef þeir hafa einhverjar upplýsingar sem tengjast hvarfi hans. „Ég sakna hans svo mikið,“ sagði hún grátandi. Meira »

Nýr seðlabankastjóri skipaður í júlí

Í gær, 22:23 Gengið verður frá skipan nýs seðlabankastjóra í næsta mánuði, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.  Meira »

Segir úttektina ekki gefa falleinkunn

Í gær, 22:10 „Hér er verið að innleiða þessu nýju lög eins og hjá öðrum sveitarfélögum á landinu. Ég lít ekki á þetta sem áfellisdóm eða falleinkunn heldur leiðbeinandi álit,“ segir bæjarstjóri Hveragerðis um úttekt gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar á þjónustu við fatlað fólk í bænum. Meira »

Skýrsla um Íslandspóst kynnt á morgun

Í gær, 21:50 Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður kynnt á sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í fyrramáli Meira »

„Þyrfti þá að læra íslensku“

Í gær, 21:00 Prestekla er viðvarandi vandamál í ystu byggðum Noregs. Gabriel Are Sandnes var beðinn að þiggja brauðið í Gamvik í nokkrar vikur þrátt fyrir að vera löngu farinn á eftirlaun. Hann ræddi við mbl.is um sorgina á hjara veraldar, þverrandi kirkjusókn og spíritisma. Meira »

Búast við einstakri stemningu

Í gær, 20:51 Þeir lofa skemmtun, stuði, óvæntum uppákomum og tónlist af bestu sort í Laugardalshöll annað kvöld. Fjórmenningarnir í Duran Duran eru hingað komnir til að halda tónleika og hlakka til að skemmta íslenskum aðdáendum sínum og rifja upp að á fyrri tónleikum sínum hér hafi verið einstök stemning. Meira »

Veganestið veganesti fyrir Nettó

Í gær, 20:41 Þegar fréttir bárust af óheppilegum verðmiða í Nettó úti á Granda biðu menn þar á bæ ekki boðanna heldur réðust strax í að breyta honum. Nú stendur Veganesti en hvergi Vegan. Meira »

Fleiri vilja í vinnuskólann í ár

Í gær, 20:15 Fleiri starfa í unglingavinnunni bæði í Kópavogi og í Reykjavík á þessu ári en í fyrra. 15% fjölgun er í vinnuskóla Reykjavíkur milli ára og eru nemendur um 2.200 talsins í ár. Í Kópavogi eru skráðir um 900 krakkar og fjölgaði þeim um 50 milli ára. Allir sem sækja um fá vinnu hjá sveitarfélögunum. Meira »

Vesturbæjarlaug lokuð í tæpar tvær vikur

Í gær, 19:57 Frá 24. júní og til 5. júlí verður Vesturbæjarlaugin lokuð vegna viðhalds og framkvæmda. Einhverjir vongóðir sundlaugargestir komu að lokuðum dyrunum í morgun. Meira »

Á bak við tjöldin

Í gær, 19:54 Þáttagerðarmaðurinn Gunnlaugur Jónsson og Ragnar Hansson kvikmyndagerðarmaður eru að leggja lokahönd á fimm íþróttatengda heimildaþætti fyrir Saga Film sem ráðgert er að byrja að sýna í Sjónvarpi Símans öðruhvorumegin við næstu áramót. Meira »

Sykurskattur sé forsjárhyggja

Í gær, 19:24 Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gagnrýnir áform um nýjan sykurskatt og fleiri breytingar á skattlagningu matvæla og segir þær munu flækja skattkerfið á ný með tilheyrandi óhagræði og umstangi fyrir fyrirtæki og hættu á undanskotum frá skatti. Meira »

Tengist hernaðarumsvifum Rússa

Í gær, 19:20 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir formaður utanríkismálanefndar segir áætlaða uppbyggingu bandaríska hersins á Íslandi hafa verið viðbúna. Með mótframlagi Íslands sé verið að bregðast við viðhaldsþörf. Meira »

Ljóð kvenna eru gull og gersemar

Í gær, 19:05 Magnea Ingvarsdóttir menningarfræðingur hefur mikinn áhuga á ljóðum kvenna frá öllum tímum. Hún hefur safnað ljóðabókum eftir konur í nokkurn tíma og heldur úti fésbókarsíðu sem heitir Tófan. Meira »

Fögnuðu nýju jafnréttisákvæði

Í gær, 18:33 Ráðherrar Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, fögnuðu því að EFTA hefur nú uppfært samningsmódel sitt um sjálfbæra þróun og tekið inn í það jafnréttisákvæði, að frumkvæði Íslands, á árlegum fundi sínum í Liechtenstein í dag. Meira »

Mun ekki tefja fjölmiðlafrumvarpið

Í gær, 18:19 „Það var búið að afgreiða þetta frumvarp úr ríkisstjórn og úr þingflokkunum. Ég mun mæla aftur fyrir frumvarpinu á fyrstu dögum haustþingsins og svo fer það í nefnd og við klárum það mál,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í samtali við mbl.is um fjölmiðlafrumvarpið. Meira »

Ummæli forstjóra SÍ lítilsvirðandi

Í gær, 18:14 Sérfræðingur í barnahjúkrun segir ummæli forstjóra Sjúkratrygginga Íslands þess efnis að ekki skipti máli við hverja verði samið um heimahjúkrun langveikra barna gera að engu sérþekkingu og reynslu þeirra sem henni sinna. Meira »

Þrjú umferðarslys í borginni á viku

Í gær, 18:04 Síðasta fimmtudag var bifreið ekið utan í gangandi mann og yfir vinstri fót hans, er hann gekk skáhallt yfir Lækjargötu við gangbraut með ljósastýringu. Hann er einn þriggja sem slösuðust í umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu 16.-22. júní. Meira »
Atvinnuhúsnæði til leigu
Atvinnuhúsnæði til leigu Við Sund 115 m2 verslun-þjónusta 600 m2, 6 m lofhæð 150...
Piaggo Vespa LX125
Piaggio Vespa LX125 Himinblá, árg 2008 Ekin 12.600 km kr: 190.000 Upplýsinga...
Piaggo Vespa LX125
Piaggio Vespa LX125 Himinblá, hjálmabox Árg. 2008 Ekin 12.600 km kr: 190.0...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...